mánudagur, 21. október 2013

Biskup,Forseti, Ráðherrar: Hrópandi þögn


Góð tilbreyting að heyra í kirkjunnar manni sem ekki bugtar sig og beygir fyrir gulli og kálfum eins og við erum vön hérna heima. Biskupinn af Kantaraborg er frjálshuga maður með hjartað og hugsun á réttum stað.  

http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/21102013-0

Forsetinn okkar virðist vera með aðrar áherslur heima en erlendis. Þetta sagði hann fyrir austan. 

Forsetinn sagði mikilvægt að hlusta á þarfir stórra skipafélaga og annarra sem vilja nýta tækifæri á norðurslóðum „sem geta frætt okkur um það hvað fest í þeirri aðstöðu sem menn eru að óska eftir ef að þessar siglingar verða að veruleika.“

Já, það er gott að hafa stór skipafélög sem geta frætt okkur. Fyrir nokkrum árum voru það stórir bankar sem vissu allt um það hvað okkur var fyrir bestu og forsetinn tók undir það. Við vitum hvert það leiddi okkur.  Í útlöndum man hann stundum að það eru stærri vandamál hvað varðar bráðnun ísa og jökla en skipaferðir það er spurning um stöðu okkar og líf á jörðinni.  

Það var hrópandi þögn í dag, engir ráðherrar tjáðu sig um eitt eða neitt.  Enginn Innanríkisráðuneytisráðherra, enginn Heilbrigðisráðherra.  Nei það var enginn ráðherra sem hafði með ólöglega handtöku á fjölda manns að gera.  Enginn ráðherra sem hefur með sjúkrahús að gera, hvað þá að koma með ákveðnar tillögur um fjárveitingar til Landspítalans. 

Hrópandi þögn valdsmanna um það sem skiptir máli.







Kannanir og Landspítali: Þjóðin er fífl

Það lítur illa út, ætli þeir hafi talast við í gær?    SDG og BB, rætt skoðanakannanir?  Kannski þurfa þeir það ekki.  Þeir eru að gera rétt, þjóðin er fífl.  Allt er á réttri leið, norður og niður. Þangað ætlum við.  Með viðkomu í Flórída. Eða hvað? 

Víkjum yfir til Landspítalans. Læknar láta í sér heyra í Fréttablaðinu.  Margir stórir og valdamiklir. Þrjátíu og eitthvað, hvað er merkilegt við þennan lista hér að neðan?  Ótrúlegt árið 2013.  Verðlaun fyrir rétt svar.  Nóg um það.  En hvað á að gera, á bara að bíða?  Eftir hverju?  Er ekki kominn tími til að setja nokkra milljarða í fjáraukalög? Panta græjur og tölvur.  Sýna kraft og dug.  Sem lítið hefur farið fyrir, nema þegar útgerðarmenn eiga í hlut. Sem betur fer getur ríkið tekið lán núna erlendis.  Þökk sé seinustu ríkisstjórn sem þjóðin mat lítils.  Er ekki kominn tími til að tengja??????  

Svo er það listinn hér að neðan. Er virkilega engin kona yfirlæknir prófessor á Landsspítalanum.  Finnst karlyfirlæknum engin ástæða að hafa samstarf við annað starfsfólk.  Er óþarfi að hafa valdamikla hjúkrunarfræðinga með?   Eða aðra starfsmenn, eðlisfræðinga, matvælafræðinga, sálfræðinga, hagfræðinga og svo framvegis. Þarna sýnist mér sé líka kominn tími til að tengja.  Eða hvað?   


■ Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir
og prófessor í skurðlækningum,
formaður prófessoraráðs Landspítala
■ Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í geðlækningum,
varaformaður prófessoraráðs
■ Arthur Löve, yfirlæknir og prófessor
í veirufræði
■ Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Bjarni A. Agnarsson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Björn Guðbjörnsson, yfirlæknir
og prófessor í gigtarrannsóknum
■ Björn R. Lúðvíksson, yfirlæknir
og prófessor í ónæmisfræði
■ Einar Stefánsson, yfirlæknir og
prófessor í augnlækningum
■ Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir
og prófessor í meltingarlækningum
■ Elías Ólafsson, yfirlæknir og
prófessor í taugalækningum
■ Eyþór H. Björnsson, lungnalæknir
og klínískur prófessor
■ Friðbert Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í augnlækningum
■ Gísli H. Sigurðsson, yfirlæknir
og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum
■ Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir
og prófessor í lyfjafræði
■ Helgi Jónsson, gigtarlæknir og
prófessor í gigtarlækningum
■ Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og
prófessor í krabbameinslækningum
■ Karl G. Kristinsson, yfirlæknir
og prófessor í sýklafræði
■ Jóhann Heiðar Jóhannsson,
meinafræðingur, klínískur prófessor
■ Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir
og prófessor í meinafræði
■ Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir
og prófessor í lífefnafræði
■ Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir
og prófessor í smitsjúkdómum
■ Magnús Karl Magnússon, prófessor
í lyfjafræði og forseti
læknadeildar HÍ
■ Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir og
prófessor í öldrunarlækningum
■ Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir
og prófessor í blóðsjúkdómum
■ Rafn Benediktsson, yfirlæknir
og prófessor í innkirtlalækningum
■ Ragnar G. Bjarnason, yfirlæknir
og prófessor í barnalækningum
■ Reynir T. Geirsson, yfirlæknir
og prófessor í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum
■ Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir
og prófessor í lyflækningum
■ Sigurður Yngvi Kristinsson,
blóðmeinafræðingur og prófessor
í blóðsjúkdómum
■ Þórarinn Gíslason, yfirlæknir og
prófessor í lungnalækningum