miðvikudagur, 28. janúar 2015

Helförin: Kvikmyndin sem á ekki að gleymast

Það er ekki oft sem maður verður miður sín að horfa á sjónvarp.  Ég varð þó það á mánudagskvöldið þegar ég sá heimildamyndina Night will fall í sænska sjónvarpinu.  Þetta er myndin sem sagt var frá í fréttum útvarpsins í morgun, ekki nógu nákvæmlega.  Því fréttamaður sagði frá heimildamynd um Helförina sem Bretar stóðu fyrir í lok 2. heimsstyrjaldar og fengu í lið Bandaríkjamenn og Rússa.  Sjálfur Alfred Hitchcock var fenginn til að gera rammann um atburðina. Myndin var síðan aldrei sýnd opinberlega.  Myndin Night will fall segir frá gerð þessarar myndar og viðbrögðum ýmissra sem koma við sögu í henni, fangar sem voru börn að aldri, hermenn og tæknimenn og stjórar sem unnu að myndinni. Svo eru sýnd atriði úr upprunalegu myndinni sem búið er að setja í sýningarhæft ástand og á að sýna víða um heim á þessu ári.  

 Upprunalega myndin hét þessu nafni : 

German Concentration Camps Factual Survey

Hún lýsir því sem bar fyrir augu þegar Bandamenn komu inn í Útrýmingarbúðir út um allt í Þýskalandi og Póllandi.  Byrjar á hræðilegum senum frá Bergen-Belsen sem voru fyrstu útrýmingarbúðir sem Bretar komu í. Líkstaflar, algjör fyrirlitning í dauðu fólki, hálfdautt fólk reikandi innan um þessa stafla.  Þetta átti að vera myndin sem átti að sannfæra heiminn hvað hefði gerst í raun og veru, og líka að sýna Þjóðverjum heiminn sem þeir höfðu skapað með því að koma Nazistum til valda. Um leið er hún mjög hlutlæg og skýr í framsetningu, ekki nein æsifréttamennska ef maður getur sagt það. Hér er góð grein um myndina eftir ástralskan kvikmyndagagnrýnanda. 

 Nú segir einhver, er þetta ekki allt sem við höfum séð áður eða lesið?  Og er framferði Ísraelsmanna ekki búið að eyða gildi svona mynda? Ég held ekki, þessi hrái sannleikur sem fram kemur í þessari mynd um þessa skipulögðu eyðingu heils hóps af fólki er enn svo ótrúlegt, enn svo átakanlegt að það er nokkuð sem við verðum að muna. 


 Ég tala ekki á þessum tímum þegar æ bryddar meir á mannfyrirlitningarhugmyndum svo víða. Hugmyndum sem sverja sig í ætt við fræði Nazismans. 

German Concentration Camps Factual Survey


German Concentration Camps Factual Survey (1945/2014) is the British Ministry of Information documentary about German atrocities and the concentration camps.
Described by critics as 'an impressive and important piece of filmmaking, restored with intelligence and care by the museum', the film has been digitally restored and, with the assembly for the first time of the sixth and final reel, IWM has completed the film to the instructions laid down by the original production team in 1945.

About the Film

Ordered in April 1945 by the Supreme Headquarters Allied Expeditionary Force, the film is an official documentary about German atrocities and the concentration camps compiled with footage shot by combat and newsreel cameramen accompanying troops as they liberated occupied Europe. It was to be the film screened in Germany after the fall of the Third Reich - shown to German prisoners of war wherever they were held.
Producer Sidney Bernstein assembled a team at the Ministry of Information that included Editors Stewart McAllister and Peter Tanner; Writers Colin Wills and Richard Crossman; and Alfred Hitchcock, who worked as Treatment Adviser.
Making a long film about such an important and complex subject was difficult. Progress was slow and the film missed its moment. By September 1945, British priorities for Germany had evolved from de-Nazification to reconstruction and so the film was shelved, unfinished

http://www.iwm.org.uk/collections-research/german-concentration-camps-factual-survey