föstudagur, 29. janúar 2016

Frábærir tónleikar og listamannalíf.....

Það var spennai Hörpu í gærkvöldi. Sinfonían á Myrkum músíkdögum, 4 verk 2 endurflutt, 2 frumflutt. Öll góð sum frábær. Flautukonsert Áskels Mássonar, flottur og ljóðrænn. Svo var Píanókonsert Þórðar Magnússonar í flutningi Víkings Heiðars. Við sem höfum fylgst með tónlistar og tónsköpunarferli í 30 ár vorum með smá fiðring. En .... verkið í 3 köflum var einfaldlega frábært, píánóleikarinn fékk að njóta sín, hljómsveitin líka undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Allt var byggt upp af einföldu þjóðlagsstefi íslensku. Til hamingju öll. Þetta var æðislegt !!!

Það er mikil gróska í tónlistarlífi á Íslandi um þessar mundir.  Þeir sem vilja eyða þessu lífi lista og menningar(meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðismanna) er þeir sem vilja sjá þetta hverfa, fækka tónleikum í Hörpu gera lífið hjá okkur fábreyttara.  Sjá æ fleiri flytja í burtu vegna fátæklegs lífs hér á Hjara veraldar.  Allt vilja þeir gera til að auðmenn fái fleiri krónur í vasann.  Útgerðarmenn, hlutabréfseigendur, hálaunafólk.  Slíkt fólk getur auðvitað þrammað til útlanda til að njóta listar ef það hefur áhuga á því.  Ég er í hópi venjulegra ellilífeyrisþega.  Ef menning og listir eiga ekki að verða styrkt af ríkinu (niðurgreidd segja sumir) þá hækka miðar  um meira en helming.  Listafólk fær sér búsetu í öðrum löndum, þúsundir missa vinnu í hliðaratvinnugreinum.  Gamalt fólk veslast upp og deyr fyrr.  Listir skaffa ansi mörgum vinnu.  Þeir sem halda að allt gangi út á að lifa á því að koma og fara í og úr vinnu og hlamma sér fyrir framan sjónvarpið (með útlenskri dagskrá að sjálfsögðu) þeir vita ekki hvað þeir eru að hugsa.  Ef þeir halda að listamenn séu á móti þeim í pólitík og þetta sé til að hefna sín á þeim þá ættu þeir að hugsa sinn gang.  Byggja upp líf sem hentar öllum þá kjósa listamennirnir kannski flokkana þeirra með tímanum!  

AÐ njóta lista er að njóta lífsins.  Hvort sem það er klassísk músík, Bubbi, Björk og alþýðutónlistarmanna og jassara (flestir hámenntaðir á sínu sviði), að lesa góðar bækur, horfa á myndlist, taka þátt í námskeiðum og sköpun.  Allt þetta gefur lífinu fyllingu.  Geri okkur að betri manneskjum.