föstudagur, 22. júlí 2016

Spilling: Di Caprio og Forseti Malasíu

Það er vel við hæfi að kvikmyndin The Wolfs of Wall Street skuli fjármögnuð á vafasaman hátt með peningaþvætti. Þar á í hlut forsætisráðherra Malasíu Najib Razak sem áður var fjármálaráðherra landsins, í gegnum sjóðinn 1MDB.   Sem fjármagnaði kvikmyndina, keypti ofurdýr málverk og lúsusvillur.  Nú eru bandarísk og singaporsk yfirvöld komin í málin. Engar smáupphæðir nokkrir milljarðar dollara. Þetta minnir á íslenska athafnamenn og ráðherra sem voru farnir að hugsa um útrás í þennan heimshluta, og ýmsa aðra.  Sonur Najib hefur víða komið við, var í Panamaskýrslunni.   Feður og synir ná saman í spillingunni. Mæður og dætur vonandi líka. Líka á Íslandi. Eða hvað?