fimmtudagur, 24. mars 2016

Sigmundarmálið: Frosti í slæmum málum

Sorgleg tíðindi fyrir Frosta, að koma í RUV síðastliðinn laugardag að verja Forsætisráðherra og uppgötva að hann sjálfur, samherji hans,  er Tortólakauðinn sjálfur nú hrópar einhver ekki blanda honum inn í fjármál konunnar.  Komið hefur í ljós að hann vissi allt um hennar fjármál að hans sögn.  Pældi í stöðu sinni gagnvar Hrægömmum.  Svo hann stendur uppi í nýju fötum
Keisarans.  Það er kominn tími til að xB skipti um formann.  Frosti væri ágætt formannsefni þótt hann sé bláeygur en hann er ekki sá fyrsti sem lætur SDG leika á sig.  En allan tíma sem þessi SDG hefur verið í pólitík hefur fnykur verið á Alþingi.  Hann, Gunnar Bragi og Vigdís Hauks hófu sóðalegustu umræðuhefð sem tíðkast hefur hér.  Nú hefur Forsætisráðherrann bætt um betur. 

Hvað ætlar xD að gera?  Ætla þeir að spila þennan dapurlega leik áfram.  Aldrei hefur fjölskylda Forsætisráðherra verið Tortólaættar í Vestur eða Norður Evrópu (nú verð ég auðvitað að bæta við eftir því sem best er vitað)  en siðferði í pólitík er þar á öðru sviði.  Hvað ætlar x D að gera?




Frosti Sigurjónsson (ræða 52): „Breytingin sem nefndin gerði á ákvæði frumvarpsins sneri ekki að neinu Tortóla-liði. [...]Varðandi seinni hluta spurningarinnar er mér ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið er meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega. [...]Þegar upp er staðið þá var ekki tilefni til þess að leggja stein í götu þessara slitabúa við að gefa út skuldabréfin vegna þess að það væri einhver möguleiki á því að 0,1% þessara kröfuhafa væri á Tortóla-eyju, heldur er reynt að liðka fyrir því að þeir geti fengið þessi bréf og þau geti gengið kaupum og sölum. Þannig geta þeir hugsanlega líka sýnt okkur meiri sveigjanleika í samningum við okkur, eða það sem kallað er lifandi samtal.“