mánudagur, 9. maí 2016

Sigurvegari vikunnar: Guðni Th. Jóhannesson

Hraði atburða setur allt blogg á annan endann.  Flestar færslur á vinsælum bloggsíðum eru  úreltar eftir klukkutíma (þó þessi verði klassísk)!
Leikfléttur frambjóðenda (meðvitaðar eður eigi) gerast svo hratt að það er enginn leið að fylgjast með ég fékk mér bara banana eftir seinustu tíðindi morgunsins.   


Fléttumeistarinn Ólafur lét sig hverfa af sjónarsviðinu, líklega vegna þess að: 
1.  Hann var búinn að fá úrslit seinustu skoðanakönnunar og sá sitt óvænna.
2.  Hann átti von á fleiri upplýsingum um fjármál konu sinnar.
3.  Það býr í honum kjúklingur enn þegar Davíð birtist. Hann hræddist skítlegt eðli Davíðs.
4.  Hann vissi að hann fengi það óþvegið í kosningabaráttunni um þýlyndi sitt við útrásarljónin og
Bessastaðablús
 aflandshákarlana.
5.  Hann leit í spegil og sá andlit manns sem er að eldast eins og við hin og dró rétta niðurstöðu af því.

Valdaharðstjórinn Davíð geystist  fram á sviðið vegna þess að: 

1.  Enn  þjáir hann valdafíkn, hann getur ekki hamið sig.
2.  Hann sá tækifæri að klekkja á fjandvini sínum á Bessastöðum.
3.   Hættir hann við framboðið núna þegar Neimeistarinn er horfinn af sviðinu?
4.  Hann sá áramótaskaupið 2001 og Bessastaðaórar blossuðu upp.
5.   Hann gat ekki sætt sig við að vera orðinn gamall, þótt hann hefði fjarlægt alla spegla af heimilinu.
6.  Grein Hannesar vakti upp í honum metnaðinn, Thatcher, Reagan, Bush, myndirnar voru dásamlegar... Tilfinningin um stöðu hans í valdatafli heimsins ......

Sigurvegari vikunnar er Guðni Th., hann svarar  vel og ákveðið fyrir sig.  Klappar Forsetanum núverandi blíðlega á kollinn í dag: 
„Hann hélt þess­ari leið op­inni að snú­ast hug­ur á ný. Ég vænti þess að næsti for­seti, hver sem það verður, muni gefa Ólafi það sjálf­sagða svig­rúm að sinna því sem hann hef­ur sinnt svo vel, til dæm­is
Upp upp mín sál .....
mál­efn­um norður­slóða og fram­lagi Íslands til notk­un­ar á end­ur­nýt­an­legri orku. Í þess­um efn­um er Ólaf­ur á heima­velli og við get­um von­andi áfram notið góðs af þess­um kraft­mikla arfi hans á þess­um vett­vangi,“ seg­ir Guðni.

Hefur hrifið landann í umróti stjórnmálanna.  Er af góðum alþýðuættum, vinnur hluti vel sem hann kemur nálægt.  Bók hans um Gunnar Thoroddsen er frábær.  Enn virðist enginn geta skákað honum.  En eins og ég sagði í byrjun, hlutirnir gerast hratt.  Það er rúmur mánuður í kosningar. 

Spyrjum að leikslokum. 

Svo sígild ......