þriðjudagur, 29. apríl 2014

World press freedom index 2014: Hvar er frétta og tjáningafrelsi?

Það er gott að hafa þessa mynd hér að neðan þegar við ræðum um frelsi, frelsi til að miðla fréttum og upplýsingum í heiminum:  World press 
freedom index 2014 sem tekinn er saman af Reporters withour Borders.
Það er ekki sjálfsagt að að tjá sig þótt við getum hér skrifað nokkurn veginn það sem okkur dettur í hug. 


Finnland er efst á lista og öll Norðurlöndin og Eistland tilheyra hvítu svæðunum, gott ástand. 
Ísland er númer 8 
Breska konungsveldið þaðan sem við fáum flestar fréttir frá  er númer 33
Bandaríkin eru númer 46 á eftir Rúmeníu og á undan Haití !!! Kína er númer 175 af 180
Úkraína er númer 127 Rússland númer 148
Palestína er númer 138 og Ísrael 96 
Litirnir segja sína sögu : Hvítur þar sem best er, Svart þar sem verst er. 
Hugsið ykkur það er til fólk á Íslandi sem vill bindast fastari böndum við Rússland og Kína. 
Hafið líka í huga að þessi listi og rannsókn segir margt, en ekki allt.