sunnudagur, 7. febrúar 2016

Þyrnirósarsvefn Heilbrigðisráðherra og Ríkisstjórnar

Þjóðir hlær öll að heilbrigðisráðherranum, sem sefur endalaust sínum þyrnirósasvefni. Ekkert gerist í neinu sem hann kemur nálægt.  Hann gerir sér ekki grein fyrir að Hjúkrunarheimili aldraðra eru komin á seinasta snúning fjárhagslega, og hefur
svo lítið samband að hann veit ekki hvað þar er að gerast.  

60.000 manna undirskriftir fá hann varla til að lyfta augabrún.  Það er fátt sem hann pælir í.  Örfáum dögum áður en forstjóri Grundar lýsir yfir nýjum áherslum fyrirtækis síns, sem byggjast á því að hefja hótel og stúdentagarðaþjónustu á Elliheimilum landsins,  er haldinn fundur á vegum ráðherra og verkefnisstjórnar sem hann hefur skipað.  Hvað gerist þar? 

Í upphafi fundarins flutti heilbrigðisráðherra ávarp og fór yfir helstu áskoranir næstu ára í þessum málaflokki. Lagði hann áherslu á nauðsyn þess að auka fjölbreytni í þjónustu við aldraða, stuðla að heilsueflingu og auka forvarnarstarf til að bæta lífsgæði aldraðra og draga úr þörf fyrir stofnanaþjónustu. Fulltrúi verkefnisstjórnarinnar kynnti ýmsar tölulegar upplýsingar um öldrunarmál og öldrunarþjónustu, samanburð við önnur lönd og aðrar upplýsingar sem safnað hefur verið til að leggja grunn að stefnu til framtíðar.

 

Þetta er allt gott og gilt.  En ........ þjóðin bíður eftir svari.  Á ekkert að gera fyrr en á næsta fjárlagaári eða hjá næstu ríkisstjórn?   Á að hunsa vilja mikils meirihluta þjóðarinnar að heilbrigðismál verði algjörlega í forgrunni í fjármálum þjóðarinnar?  Á að bíða eftir að elliheimili landsins hrynji?  Hver á að vera heilsuefling aldraðra?  Á að senda aldraða heim í faðm fjölskyldunnar?  Eru lífsgæði aldraðra falin í kirkjugörðum landsins?  

Eg held að ansi margir séu búnir að fá upp í kok.