Hef setið og numið stjórnmál Sturlungaaldar, glæsileg ráðstefna um Sturlu Þórðarson, 800 ára afmæli hans.Frábærir fyrirlestrar fræðimanna frá Íslandi, Norðurlöndum, Þýskalandi, Bretlandi og Vesturheimi. Ekki var verra að fá nokkra rithöfunda með, Gerði Kristnýju, Matthías Jóhannessen, Þorstein frá Hamri og sjarmatröllið Einar Kárason sem tók salinn með trompi með stór kenningu sinni um Sturlu.
Mikið er gaman þegar við höfum sérfræðinga til skipuleggja svona toppráðstefnu, þökk sstarfsfólki Árnastofnunar undir stjórn Guðrúnar Nordal.
Mikið voru stjórnmálamenn litríkari og Meira lifandi á Sturlungaöld ja þangað til þeir voru höggnir...
Eða hvað? Hver nennir að bera saman Sturlu Sighvatsson og Sigmund Davíð?