miðvikudagur, 25. febrúar 2015

Lekar: leyndarhyggja og alræði meirihlutans

Það er margt skrítið í kýrhausnum, lekamál skjóta upp kollinum hér og þar. 
Hafnarfjarðarbrandari einn verður að grískum harmleik. 
Starfsmaður kallaður á fund kjörinna fulltrúa til að gefa upplýsingar um yfirmann sinn. 
Hafnarstjóri sem ég hef heyrt að sé vel liðinn af flestum og hefur meira að segja látið höfnina skila ágóða. En hin nýi meirihluti hefur gert hann að bjálka í Meirihlutaauga sínu. Allt í einu eru varir allra í meirihlutanum innsiglaðar. Fólk sem aldrei hefur séð fréttamann án þess að bunan standi út úr því er allt í einu þögult sem gröfin. Björt Framtíð verður Skuggaleg Fortíð,  The Go Go´s eru vinsælar í Firðinum.
Ef við færum okkur dálítið norðar, þá er Bæjarstjóri sem finnst óþægilegt að hafa áheyrnarfulltrúa minni hlutans í nefndum og ráðum:  

„Eru minnihlutaflokkarnir — þessi flokkur eða hinn — bara í því að skapa tortryggni eða að reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju. Menn verða kannski bara þreyttir á því, að standa í svoleiðis pólitík. Við viljum ekkert með þetta hafa. Það má alveg gagnrýna þetta,“ sagði Gunnar á málþinginu.

Já það er voðalegt að hafa þetta lýðræði, einhverjir minnihlutahópar sem gera ekkert annað en hrópa spilling, spilling. Þetta segir Bæjarstjórinn sem þarf að spara svo mikið til að borga launin sín, 1,8 millu á mánuði, hæstlaunaðasti bæjarstjóri landsins!!!  

Já, lesendur góðir, vitið lekur úr Kýrhausnum á meirihluta í mörgum Sveitafélögum.  Þá gleymist allt tal um lýðræði.  Maður talar bara um það svona rétt fyrir kosningar. Eftir kosningar er það leyndarhyggja og alræði meirihlutans sem á að ríkja.    


The Go Go´s My lips are sealed ...... hver var það 
aftur sem sagði Read my lips???