mánudagur, 11. ágúst 2014

Forseti Íslands: Ríki í ríkinu

Þessi frétt vakti athygli mína, forseti vor á fundi með nýja sendiherranum frá Moskvu, sem líklega er valdamesti maður sem orðið hefur sendiherra á Íslandi í
langa herrans tíð, aðalsérfræðingur Rússa í Norðurslóðamálum. Tilnefning sem hefur víða vakið athygli, nema helst á Íslandi.     : 


22.07.2014
Forseti á fund með Anton Vasiliev sendiherra Rússa á Íslandi um undirbúning að Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle sem haldið verður á Íslandi í haust. Einnig var fjallað um viðbrögð við hinu hræðilega flugslysi í Úkraínu, nauðsyn alþjóðlegrar rannsóknar og náins samstarfs með hagsmuni fjölskyldna og ættingja þeirra sem létu lífið að leiðarljósi.



Já alþjóðlegu málin eru rædd og vonandi hefur hann skýrt frá og túlkað stefnu ríkisstjórnar Íslands í Úkraínumálinu sorglega fyrir sendiherranum .  Þetta varð til þess að ég skoðaði dagskrá Forseta vors seinasta mánuðinn, hann er ekki latur né værukær hann Ólafur Ragnar Grímsson.  Hann gegnir starfi sínu með ágætum,  brunar um landið, nokkra daga á Austfjörðum, tekur á móti framámönnum víða, gefur út ýmsar merkilegar yfirlýsingar, já, ekkert mannlegt er honum óviðkomandi.  Þeir voru líka ófáir fundirnir sem hann ræddi hjartans mál sitt Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, það virðist vera aðalmálefni hans um þessar mundir, líklega með góðum stuðningi Rússa og Kínverja, ásamt stórfyrirtækjum víða um lönd. .  Það sem vakti athygli mína að það er ekki orð um þennan ástmögur forsetans á síðum Utanríkisráðherra né annarra ráðuneyta. Líklega fær forsetinn að dútla við þetta einn hérlendis,  enda er hann eins og allir vita Ríki í ríkinu.  

01.07.2014

Forseti á fundi með Eggert Benedikt Guðmundssyni, forstjóra N1, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um þróun atvinnulífs á Norðurslóðum, einkum með tilliti til ferðaþjónustu, fiskveiða og vinnslu sjávarafurða. Einnig var fjallað um vaxandi alþjóðlega samvinnu á þessu sviði og áhuga forysturíkja í efnahagslífi Asíu og Evrópu á þróun Norðurslóða sem og þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust.




03.07.2014Forseti á fundi með Steinþóri Pálssyni bankastjóra Landsbankans og Kolbeini Kolbeinssyni forstjóra Ístaks um þróun atvinnulífs og framkvæmda á Norðurslóðum, þátttöku forysturíkja í efnahagslífi Evrópu og Asíu í þróun svæðisins, tækifæri íslensks atvinnulífs með þátttöku í samræðum og samstarfi á þessu sviði. Einnig var fjallað um Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, en þing þess verður haldið á Íslandi í haust.


04.07.2014Forseti á fundi með Birni Óla Haukssyni forstjóra ÍSVÍA og Ásgeiri Pálssyni yfirmanni flugleiðsögu á Norðurslóðasvæði Íslands og með Höskuldi H. Ólafssyni bankastjóra Arion banka um þróun og umsvif  atvinnulífs á Norðurslóðum, vaxandi áhuga á viðskiptalífi svæðisins sem og möguleika Íslendinga til þess að leiða saman ýmsa aðila og veita þjónustu á þessu svæði, einkum með tilliti til hinnar miklu þátttöku í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, en annað þing þess verður á Íslandi í haust.


07.07.2014Forseti á fund með varautanríkisráðherra Japans Takao Makino og sendinefnd hans sem heimsækja Ísland. Rætt var um aukna samvinnu á sviði jarðhitanýtingar, Norðurslóða og tækniþróunar í sjávarútvegi. Stjórnvöld í Japan munu kynna stefnu þeirra og framlag til Norðurslóða á þingi Arctic Circle í haust.  Japan mun skipa sérstakan sendiherra á Íslandi í sumar sem m.a. er ætlað að sinna þessum málaflokkum. Einnig var fjallað um langvarandi viðskipti milli landanna og framlag japanskra tæknifyrirtækja til jarðhitanýtingar á Íslandi. 


08.07.2014Forseti á fund með Peter Vigue forystumanni í atvinnulífi Maine ríkis sem heimsækir Ísland í framhaldi af heimsókn ríkisstjóra Maine í júní. Rætt var um áhuga á auknu samstarfi og tengslum Maine og Íslands, m.a. með tilliti til aukinnar umsvifa á Norðurslóðum. Fulltrúar frá Maine munu taka þátt í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle. Fundinn sátu einnig fulltrúar Eimskips.


14.07.2014Forseti á fund með Þór Sigfússyni, stjórnanda Íslenska sjávarklasans, um þróun sjávarútvegs og fiskveiða á Norðurslóðum og tækifæri íslenskra framleiðenda og tæknifyrirtækja, m.a. með tilliti til samstarfs á vettvangi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle.
16.07.2014Forseti á fund með Agli Þór Níelssyni sem starfað hefur undanfarin ár á vegum Heimskautastofnunar Kína og hefur unnið sérstaka skýrslu fyrir Vestnorræna ráðið um þróun þess og vaxandi samstarf á Norðurslóðum. Fjallað var um þátttöku Heimskautastofnunar Kína í Hringborði Norðurslóða í fyrra og öðru þingi þess í haust sem og nýjan rannsóknaleiðangur stofnunarinnar á Norðurslóðirsem nú er að hefjast en rúmlega 60 vísindamenn taka þátt í honum.


19.07.2014

Forseti á fund með Stuart Gill sendiherra Bretlands á Íslandi um þátttöku Bretlands í samstarfi á Norðuslóðum, einkum með tilliti til væntanlegs þings Arctic Circle í haust. Þá var einnig rætt um vaxandi áhuga breskra stjórnvalda á þeim möguleika að kaupa raforku um sæstreng frá Íslandi.


21.07.2014
Forseti á fund með Ashok Das sendiherra Indlands á Íslandi þar sem rætt var um þátttöku Indlands í þróun samstarfs á Norðurslóðum en í fyrra varð Indland áheyrnarríki að Norðurskautsráðinu. Einnig var fjallað um undirbúning að Arctic Circle þinginu í haust, væntanlegan fund í Bútan þar sem fjallað verður um samstarf ríkja á Himalayasvæðinu, einkum með tilliti til rannsókna á jöklum og vatnsbúskap. Sá fundur verður í framhaldi af fyrri fundum sem m.a. voru haldnir á Íslandi.


    

22.07.2014

Forseti á fund með Heiðari Má Guðjónssyni og Dagfinni Sveinbjörnssyni um þróun atvinnulífs á Norðurslóðum, einkum á sviði orkumála, mannvirkjagerðar og samgangna. Fjallað var um tækifæri Íslands í ljósi aukinna umsvifa og áhuga á málefnum Norðurslóða og dagskrárefni Arctic Circle í haust. 

24.07.2014

Forseti á fund með sendiherra Finnlands á Íslandi, Irma Ertman, sem senn lætur af störfum. Rætt var um vaxandi samvinnu Íslands og Finnlands, m.a. á vettvangi Norðurslóða, en mikill áhugi er í Finnlandi á þátttöku í þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust. Í opinberri heimsókn forseta Finnlands í fyrra var efnt til sérstaks málþings um Norðurslóðir í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Forsetinn gaf sér líka tíma til að opna listsýninga á Djúpavogi en ég hafði áhuga á þeirri sýningu eftir að hafa lesið um hana í fjölmiðlum en kom því miður 10 dögum of snemma.  Svo við hjónin ræddum við smiðina um undirbúning sýningarinnar. Sem eflaust er haldin í boði yfirvalda Kína.  Forsetinn gat að sjálfsögðu á sinn einstaka hátt fundið merkilegar ef ekki stórmerkilegar hliðar á þessari sýningu þar sem hún færi fram samtíma Fríverslunarsamningi Íslands og Kína.  AÐ sjálfsögðu færi þarna saman frjáls listsköpun og frjáls verslun.  Vonandi getur Ai-Weiwei kínverski listajöfurinn  tekið undir þessi orð okkar ágæta forseta að sjálfsögðu í handjárnum.  



 Í ávarpi nefndi forseti að merkilegt væri að í sama mánuði og fríverslunarsamningur Íslands og Kína, hinn fyrsti við Evrópuríki, tæki gildi væri einnig haldin á hinum gamla verslunarstað Djúpavogi fyrsta myndlistarsýningin þessarar tegundar í Evrópu. Þannig færu saman frjáls listsköpun og frjáls verslun.