mánudagur, 12. maí 2014

Hvað er að gerast: x-D leggst af !!!!!!!

Hvað er að gerast, x-D leggst af í heilum byggðarlögum!!!! Við erum harmi slegin. 

Vopnafjarðar-sjallar deyja út, 5 mæta á fund.  Ekki hægt að koma saman lista.  Flestir 
Sjálfstæðismenn sem eftir eru, orðnir ellilífeyrisþegar.  Það er nú engin furða var ekki lofað
bullandi gangi á norðausturhluta landsins ef x-D, x-B næður völdum.  Svo, hvað hefur gerst ekkert hreyfist ennþá í stóriðjufléttunni miklu, ekkert á þessu ári. Ragnheiður Elín leitar övæntingarfull 

að erlendu fjármagni, Hanna Birna með stöðu flóttamanns, Bjarni reynir að fela aflandsskattaskýrslur og Illugi spilar á píanó!! Enginn veit hvað Kristján er að gera.   

Yngra fólkið aðhyllist nýju flokkana, Pírata og Bjarta Framtíð.  xS er á uppleið.   Svo kjörkjarni xS er kominn í 10 -15 %.  Nema í auðmannanýlendunum í Garðabæ og Seltjarnarnesi.  

Svo hvað er til ráða, þarf flokkurinn ekki að senda sterkan hugmyndagaur austur sem getur rifið upp fylgið. Þetta er orðið skömm.  Í kjördæmi sem höfuðfyrirtæki flokksins byggði upp blómlegar
 verksmiðjur.  Væri ekki ráð að senda Hannes Hólmstein til að hrista upp í löskuðum heilasellum Vopnafjarðarbúa. Það vantar sterka hugmyndafræði á landsbyggðina.  
_________________________________



Sjálfstæðismenn bjóða ekki fram: „Mættu bara fimm á fundinn“


Þrjú framboð bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi. Framboðin eru Framsóknarlokkur, K-listi félagshyggjufólks og Ð-listi Betra Sigtúns. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn sem buðu fram árið 2010 bjóða ekki fram í komandi kosningum. 

Björn Hreinsson, oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum sagði í samtali við Vísi að ekki hafi fundist nægilega margir Sjálfstæðismenn til að setjast á lista hjá flokknum í hreppnum. „Við auglýstum fund þar sem átti að fara yfir málið og boðuðum til hans en það mættu bara fimm á fundinn svo við gátum ekki boðið fram að þessu sinni,“ sagði Björn Hreinsson. 

Um ástæður þess sagði Björn: „Stærstur hluti Sjálfstæðismanna í bænum eru ellilífeyrisþegar svo við erum ekki með nægilega marga til að leggja í það að bjóða fram, því miður.“ 

Því er ljóst að þrjú framboð bjóða fram. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem býður fram undir merkjum flokks á Landsvísu. K-listi samanstendur af félagshyggjufólki á vinstri væng stjórnmálanna. Betra Sigtún er nýtt framboð ungs fólks í hreppnum. (visir.is)