sunnudagur, 28. september 2014

Bænastund: Fyrir hverja????

Nú er setið í Hörpunni og beðið, og sungið og dansað fyrir Drottni.
  „Biðjum fyrir ófæddum börnum og komandi kynslóðum. Biðjum um breytt viðhorf til fóstureyðinga, hugarfarsbreytingu og endurnýjaða ábyrgðartilfinningu.“   
 Er það furða þótt Silja Bára hrökkvi í kút yfir bænum sem
þessum.Sem hefur staðið framarlega i baráttu um konan ráði sjálf yfir sínum líkama.

Svona texti var í Stórbænahátíðinni í Hörpu. "Endurnýjaða ábyrgðartilfinningu".   Ísmeygilegur texti, eiga ekki allir að bera ábyrgð á gjörðum sínum?   
Hér er á ferðinni nýkristnihreyfingin í Bandaríkjunum sem er farin að læðast hægt og sígandi til annarra landa, oft á tíðum svipar henni til öfgahreyfinga annarra trúarbragða.  Hreyfing sem er hápólitísk tengd teboðinu og peningaplokkstrúarbrögðum.  Er það tilviljun að Geir Haarde er boðið þarna sem fyrirlesara????? Og tengingu við Bandaríkin er harðneitað þetta bænahald kemur frá Þýskalandi og Sviss :

Sömu og stóðu að Hátíð vonar

Hugmyndin að Kristsdegi er sú að kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu sameinist í bæn fyrir landi og þjóð. Það var Friðrikskapellusamfélagið sem stóð fyrir deginum en sömu aðilar stóðu að Hátíð vonar, sem haldin var í september í fyrra. Aðalræðumaður þeirrar hátíðar var Franklin Graham, sem er yfirlýstur andstæðingur hjónabands samkynhneigðra. Meðal þeirra sem fluttu ávarp á Kristsdegi í dag var Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Agnes M. Sigurðardóttir biskup. DV.


Og allir eiga að vera með, við erum svo umburðarlynd, svo sakar ekki að bæta inn "smá" þjóðernishroka að venju Forseta vors.  Eða hvert er það siðferði sem hefur skapað okkur Íslendingum sérstöðu?   Það væri gaman að vita það.  Kannski að gleyma sem mestu af því liðna eins og Forsetinn stundar, aldrei að biðjast afsökunar?  Minnist hvorki hins liðna né hugleiðið það sem var; eins og Jesaja spámaður sagði.  Nú hef ég nýtt fyrir stafni það fer að votta fyrir því, sjáið þér það ekki?


"Það er mikilvægt að hafa það í huga þegar við horfum því miður á öfgahópa annarra trúarbragða víða um veröldina efna til ófriðar og jafnvel aftöku á fólki að gleyma ekki að það umburðarlyndi, sá skilningur, það siðferði, sem hefur skapað Íslendingum sérstöðu, á allar sínar rætur, á allar sínar rætur í þeim boðskap og þeim styrk og þeirri bæn sem kristnin hefur fært þessari þjóð um aldir.


Það má segja það að bænaefnið sem vakið hefur töluvert umtal er sú furðulegasta samsuða sem ég hef upplifað.  Maður verður miður sín að glugga í þessu.  En um leið ef þú lest textann nákvæmlega styður hann við íhaldssöm öfl samfélagsins. Okkur er færður boðskapur að ofan,  við erum full af synd og iðrun og eigum að falla fram.  Ég vona að fólkið sem tekur þátt í þessu verði uppnumið og sælt.

En varla sameinar það þjóð vora.