föstudagur, 12. júlí 2013

Páll Magnússon 1 - Davíð Oddsson 0

Páll Magnússon gengur í endurnýjun lífdaga.  Fyrst setur hann fótboltaheiminn á annan enda og svo svíður hann hárið af Davíð Oddssyni með prýðisgrein í Fréttablaðinu í dag föstudaginn 12. júlí.   

Þar sem hann sýnir með tölfræði hina miklu ást sem ritstjórinn í Hádegismóum ber til útvarps allra landsmanna.  Og gerir það með stæl:  

Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót.

Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.


....... Ég held að skýringin sé að Páll sé búinn að sjá að hann eigi sér ekki langra lífdaga á RÚV þegar Menntamálaráðherrann virðist vera beintengdur við Hádegismóana.  Svo þess vegna er allt í lagi að skjóta í allar áttir meðan hann hefur tækifæri, þangað til hann fær Rautt spjald eða kannski verður það Blátt:   

Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara.
Guð blessi Morgunblaðið.