þriðjudagur, 10. september 2013

Sumar á Sýrlandi (not)

Það er engin furða þótt gamli snillingurinn John le Carré eigi fábreytt orð um stjórnmál nútímans

 “I do think we live in most extraordinary period of history,” he says now. “The fact that we feel becalmed is the element that is most terrifying, the second-rate quality of leadership, the third-rate quality of parliamentary behaviour.”

Ég held að við lifum stórfurðulega tíma.  Staðreyndin að við lifum þá í rólegheitum er sá þáttur sem er mest ógnvekjandi, annars flokks stjórnun leiðtoganna, þriða flokks frammistaða þingliðs.
   
Hann bætti því að vísu við að hann hefði orðið smástoltur yfir þingi heimalands síns að segja nei við enn einni aðildinni að stríði sem taglhnýtingur Bandaríkjamanna. 
 En allt framferði stórvelda nútímans sannar þessi ummæli rithöfundarins, þessa meistara kaldhæðnu  kaldastríðssögunnar.  Það er ótrúlegt að Öryggisráðið sé notað til þess að við getum orðið vitni að útþurrkun heils ríkis og dauða hundraða þúsunda, sköpun eins stærsta flóttamannavandamáls seinni tíma. Og svo endar þetta í eiturefnahanastélsboði.  Þar sem enginn vill kannast við að hafa efnt til veislunnar.   
Á meðan karpa stórveldin og senda hvert öðru glósur alla daga.  Og það skiptir höfuðmáli hvort Forsetinn hafai sjálfur fyrirskipað notkun eiturefnanna.  Eins og hann beri ekki ábyrgð á gjörðum herja sinna???  Nema hann sitji valdalaus í einhverju neðanjarðarbyrgi og bíða örlaga sinna.  


Nú álpaði utanríkisráðherra Stórveldisins í vestri út úr sér þrugli um að Sýrlandsher eyði eiturefnabirgðum sínum svona óvart.Og Rússar tóku hann á orðinu, líklega af illgirni.  En líklega verður þetta til þess að Bandaríkjaforsetinn friðsami sleppi úr heitingum sínum um loftárásir til að knýja fram samingaviðræður.  Sýrlandsher skilar eiturefnum sínum.  Svo eigum við bara að halda áfram að horfa á þetta ríki lagt í rúst.  Þar sem flugher landsins heldur uppi endalaustum árásum á landa sína. Stórskotalið lætur sprengjum rigna yfir borgir.  Vopnasalar allra landa lifa í vellystingum sem aldrei fyrr.  Og tugir þúsunda munu halda áfram að flýja til landanna í kring.  Eins og þau eigi ekki nóg með sig sjálf.  Líbanon sem varð að lifa 15 ára borgarastyrjöld.  Írak sem er í tætlum eftir innrás okkar Vesturlanda þar sem þetta fyrrum velstæða ríka er rústir einar. Tyrkland sem hefur verið á barmi borgarastyrjaldar.
   
Það er grátlegt að horfa upp á niðurlægingu Sameinuðu þjóðanna það er engin furða þótt maður hugsi um örlög Þjóðabandalagsins á seinustu öld.  Og stórveldin halda áfram að lítiilækka þetta fjöregg okkar að grafa undan því endalaust.  Svo þau geti haldið áfram að deila og drottna sjálfum sér til hagsbóta.  Fólkinu í heiminum til ógagns meðan við bíðum eftir áhrifum umhverfis- ógnvalda sem enginn vill minnast á.  Hvorki úti í hinum stóra heimi eða í henni litlu  Reykjavík þar sem allt fer í bál og brand út af landsvæði sem líklega verður komið undir sjó eftir 100 ár.