þriðjudagur, 29. júlí 2014

Hættir Stefán vegna Ráðherra ????

Lekamálið hefur hangið yfir Alþingi og þjóðinni alltof lengi. 

Það er kominn tími til að Ráðherra víki. 

Seinustu fréttir DV af málinu sýna það sem maður vissi alltaf. 

Ráðherra segi af sér!!!!!Spilling xD og xB kemur enn og aftur í ljós.  

Nú er komið nóg!!!!

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hættir störfum vegna undirliggjandi hótana og afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra af störfum lögreglunnar í tengslum við Lekamálið. Samkvæmt heimildum DV hefur ráðherrann kallað Stefán á teppið. Hann boðaði lögreglustjórann í ráðuneytið og las honum pistilinn vegna rannsóknar lögreglunnar á ráðherranum, aðstoðarmönnum hans og öðru ráðuneytisfólki. Þar beitti ráðherrann þrýstingi til þess að hafa áhrif á rannsókn málsins. Einnig mun ráðherrann hafi hringt í Stefán til að lýsa óánægju sinni með framgöngu lögreglunnar sem hefur  úrskurðað að aðstoðarmenn Hönnu Birnu, Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhjálmsdóttir, séu báðir með stöðu grunaðs manns. 

Afskipti  ráðherrans eru af sama toga
og þegar hann hafði samband við DV
og lýsti reiði sinni vegna fréttaflutning
af lekanum og vildi stöðva umfjöllunina. Lögreglan hefur skilað málinu af
sér til ríkissaksóknara sem fer með
forræði þess og tekur ákvörðun um
hvort ákært verði í málinu.
Ræddi við ríkissaksóknara
Samstarfsmönnum Stefáns er mjög
brugðið vegna þessa máls. Hann mun
hafa rætt afskipti ráðherrans við nána
samstarfsmenn. Þá mun hann hafa
rætt það við ríkissaksóknara áður en
hann ákvað að leita fyrir sér um starf
annars staðar.
DV hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. „Ég tel
ekki rétt að ríkissaksóknari ræði þetta
málefni við fjölmiðla,“ segir hún. Sigríður hafnar því hins vegar ekki að
Stefán hafi upplýst sig um þrýstinginn
sem ráðherra beitti.
Það vakti gríðarlega athygli
þegar Stefán sótti um starf forstjóra
Samgöngustofu og sviðsstjóra velferðarsviðs í Reykjavík. Þá hafði hann
komist að þeirri niðurstöðu að honum væri ekki sætt sem undirmaður
Hönnu Birnu þar sem reiði hennar
gæti bitnað á embættinu.
DV hefur fjallað ítarlega um þetta
mál allt frá því minnisblaði um einkamál hælisleitandans Tony Omos var
lekið úr ráðuneytinu til 365-miðla og
Morgunblaðsins. Minnisblaðið fór frá
ráðuneytinu í breyttri mynd þar sem
átt hafði verið við það. Upplýst er að
Gísl Freyr opnaði skjalið um það leyti
sem fyrri lekinn átti sér stað.
Óttaðist ráðherra
Lögreglustjóri mun, samkvæmt
heimildum DV, hafa
fengið sig fullsaddan af samskiptum sínum við ráðherra og
þeim þunga hug sem
hann taldi sig finna frá
Hönnu Birnu. Hann
mun hafa metið stöðuna svo að ráðherrann
gæti skaðað lögregluna
og þess vegna ákvað hann
að víkja.
Stefán þykir
vera einstaklega
samviskusamur
embættismaður. Hann tók við
embætti árið
2006 en áður
starfaði hann sem
skrifstofustjóri í
dómsmálaráðuneytinu, forvera innanríkisráðuneytisins,
sem Hanna Birna
stýrir  nú.
Stefán   hefur
störf sem sviðsstjóri
velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar í
byrjun september. Við starfi hans tekur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sigríður var ráðin án þess að
staðan væri auglýst. Hugsanlega mun
Lekamálið koma til hennar kasta ef
ríkissaksóknari krefst frekari rannsóknar á því.
Stefán Eiríksson vildi ekki tjá sig
um ástæðu starfslokanna. „Ég tjái mig
ekki um samskipti við ráðherra,“ segir
Stefán í samtali við DV.
Hanna Birna fékkst ekki til að útskýra sína hlið á málinu, en DV hefur
ítrekað óskað eftir viðtali við hana. Þá
náðist hvorki í Jóhannes Tómasson
upplýsingafulltrúa ráðuneytisins,
né aðstoðarmenn Hönnu Birnu við
vinnslu fréttarinnar. n
nHanna Birna kallaði Stefán á teppið vegna Lekamálsins nÓgnandi símtöl
Atburðarásin í Lekamálinu
18. nóvember Evelyn
Glory Joseph segir í samtali við DV
að vísa eigi Tony Omos úr landi þrátt
fyrir að þau eigi von á barni saman.
19. nóvember
Boðað er til mótmæla
fyrir utan innanríkisráðu­
neytið. Lögfræðingar
innanríkisráðuneytisins
útbúa minnisblað sem
sent er Hönnu Birnu, að­
stoðarmönnum hennar
og ráðuneytisstjóra.
Gísli Freyr Valdórsson,
aðstoðarmaður ráð­
herra, opnar skjalið og
vistar breytingar á því á
svipuðum tíma og hann
ræðir við blaðamann
Fréttablaðsins.
20. nóvember Fréttablaðið birtir forsíðufrétt
sem byggir á upplýsingum úr minnisblaðinu. Þá birta Vísir
og mbl.is fréttir sem byggja að hluta til á falsupplýsingum
sem innihalda ærumeiðandi aðdróttanir gagnvart Tony.
Upplýst hefur verið að Gísli Freyr átti samtal við blaða­
mann Morgunblaðsins stuttu áður en frétt miðilsins birtist.
22. nóvember Innan­
ríkisráðuneytið sendir frá sér
tilkynningu vegna málsins. Þar
er fullyrt að ekkert bendi til þess
að upplýsingunum hafi verið
lekið innan úr ráðuneytinu.
3. desember
Birgitta Jónsdóttir
minnist á trúnaðar­
brest innanríkisráðu­
neytisins í óundirbún­
um fyrirspurnatíma.
Hanna Birna segir að
ekkert bendi til þess
að gögnum hafi verið
lekið úr ráðuneytinu.
Þegar umræðunni
lýkur ávítar ráðherr­
ann Birgittu fyrir að
hafa spurt um málið.
10. desember Hanna Birna er kölluð fyrir stjórn­
skipunar­og eftirlitsnefnd Alþingis. Þar segir hún nefndar­
mönnum að skjalið sé ekki úr innanríkisráðuneytinu.
18. desember
Tony Omos er sendur
fyrirvaralaust úr
landi án vitneskju
lögmanns.
Starfsmaður
Rauða krossins
gagnrýnir
Hönnu Birnu fyrir
að bendla Rauða
krossinn við lekann.
16. desember
Katrín Jakobsdóttir spyr
Hönnu Birnu um lekamálið í
óundirbúnum fyrirspurnar­
tíma á Alþingi en áður hafði
Hanna Birna reynt að koma í
veg fyrir fyrirspurnina. Hanna
Birna bætir Rauða krossinum
við þær stofnanir sem hún segir
mögulega hafa umrætt skjal undir höndum.
21. nóvember
Lögmenn hælisleit­
endanna gagnrýna að
viðkvæmar persónu­
upplýsingar hefðu
ratað á síður fjölmiðla.
Gísli Freyr útilokar ekki
að óbreyttir starfsmenn
hafi lekið skjalinu: „Einhverjir
gætu verið að búa til einhverja punkta hjá
sér.“ Síðar sama dag sendir hann frá sér
tilkynningu þar sem hann dregur orð sín til
baka og hafnar því að gögnum hafi verið
lekið úr ráðuneytinu.
2013
Reynir Traustason
Jón Bjarki Magnússon
Jóhann Páll Jóhannsson
Mikils metinn
lögreglustjóri
Áralangur lögregluferill tók skjótan enda
nStefán Eiríksson á að baki langan og farsælan feril
innan lögreglunnar en þar áður starfaði hann í dóms­
og kirkjumálaráðuneytinu. Hann vann í sendiráði
Íslands í Brussel frá 1999 til 2000 og var skipaður
skrifstofustjóri dómsmála­og löggæsluskrifstofu
dóms­og kirkjumálaráðuneytisins árið 2002. Hann
var skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
árið 2006 og hefur notið gríðarlegs trausts innan
lögreglunnar. Á hans vakt þykir lögreglan hafa
bætt mjög ímynd sína, enda er hún sú stofnun sem
almenningur ber mest traust til samkvæmt mæling­
um ár eftir ár. Stefán var sæmdur fálkaorðunni um
síðustu áramót fyrir frumkvæði og forystu á sviði
löggæslu. Nú hefur hann kvatt þann starfsvettvang
og snúið sér að velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
„Ég tel ekki rétt að
ríkissaksóknari
ræði þetta málefni við
fjölmiðla
Dv. 29.7. 2014