föstudagur, 30. maí 2014

Latibær hverfur úrlandi og sveitirnar tæmast..

Það er sorglegt að missa jafnstórt fyrirtæki og Latabæ úr landi.  En svona er fyrirtækjarekstur, fyrirtækin seld erlendum samsteypum og þá er það þeirra að ákveða stað fyrir starfsemina.  Ég minni í þessu sambandi á deCode sem auðvitað er þrælútlent fyrirtæki þótt talað sé um annað hérlendis.  

Latibær er um leið dæmi um hvað hugmyndaríkir einstaklingar geta komið til leiðar, og Magnús Scheving er ansi lunkinn í því, það var gaman og líf í tuskunum þegar hann kom að Húnavöllum og fékk nemendurna hvern einasta að taka með sér heilsuhreyfingrprógram.  Hann vissi hvað hann var að gera í samskiptum við ungt fólk.  

En það er sorglegt að sjá tugi ef ekki hundruðir tæknimanna missa vinnuna sína.  Eflaust fara einhverjir með til útlanda og við getum misst þá fyrir fullt og allt.  Þarna eru gríðarlega útsjónarsamir tæknimenn eins og þættirnir bera vott um.  Svona er alþjóðaheimur tæknivinnu, fólk leitar þangað sem vinnan er.  Þetta sjáum við í öðrum atvinnugreinum, nú seinast í fiskiðnaðinum hjá okkur.  Spurningin um að flytja heilt þorp með störfunum. 

Við höfum séð svona kraftaverk eins og Latabæ líka gerast í tölvuiðnaðinum.  Seinast Quizup, sem er bráðskemmtilegur spurningaleikur fyrir fólk á öllum aldri.  Ég skora á eldra fólk sem á Ipad að prófa leikinn!!!   Maður er aldrei of ungur til að leika sér!!!.  

Við eigum eflaust eftir að sjá fleiri svona listskemmtiþætti og iðnað á Íslandi.  En maður verður samt sorgbitinn yfir hverfulleika atvinnulífsins.  Þar sem rótleysi og farandvinna eru einkennin.  Ég sé æ oftar íslensk nöfn birtast í tæknigerðarlistum á sjónvarps- og kvikmyndastörfum í lok myndanna.  

Já lesandi góður:  Skáldið sagði

Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá.
Straumar og votir vindar
velkja því til og frá.

Fuglar flugu yfir hafið

 með fögnuði og vængjagný,
- hurfu út í himinblámann
hratt eins og vindlétt ský.

Þangið, sem horfði á hópinn,
var hnipið allan þann dag.
Bylgjan, sem bar það uppi,
var blóðug um sólarlag.



                                                       

 Mikið er þetta fallegt ljóð.  Vonandi fáum við ekki endalausa tóma bæi, hverfi og þorp í framtíðinni.  Vonandi koma fram hugmyndir og hugmyndafræðingar sem bjóða fólki upp á eitthvað annað.  En það eru ekki bara útlendingar sem tæma sveitirnar af fólki við bústörf.  Það eru líka íslenskir auðmenn og yfirstétt.  Ég var í Fljótshlíðinni seinustu helgi þar var mér sagt að hefðu verið 64 mjólkurbú fyrir 50 árum nú eru þau 4.  Það eru ríkir Reykvíkingar sem hreiðra um sig á jörðum sveitarinnar.  Í héraði sem gæti verið eitt af ríkustu mjólkurframleiðsluhéruðum landsins.  

Einhvers staðar handan við hafið eru landar okkar hnípnir,  það er eitthvað til sem heitir ættjarðarást.  Það er til söknuður sem nær að innstu hjartarótum.  Það eru margir sem vildu vera annars staðar.  Íslendingar í útlöndum og nýbúar á Íslandi.  Þannig er heimurinn í dag. 

Ég óska svo lesendum mínum góðrar kosningahelgar.  Og umfram allt kjósið rétt.  

Í október síðastliðnum lauk tökum á seinni þáttaröðinni og hvarf þá meirihluti þeirra 160 verktaka sem störfuðu við framleiðsluna til annarra verkefna en 40 unnu við eftirvinnsluna og luku störfum í apríl síðastliðnum. Hér á landi verður 20 ára afmælissýning Latabæjar í Þjóðleikhúsinu en hátt í 70 manns munu starfa að uppsetningunni.

fimmtudagur, 29. maí 2014

Uppstigning: Heimska í hæstu hæðum

Nú er komið í ljós, frá hinum rekna 2. manni á lista xB, að Moskubröltið var skipulagt úr innsta kjarna
flokksins. Þar ríkir ekki virðing fyrir stjórnaskrá né mannréttindum.  Við sem höfum bent á það seinasta árið að xB sé að breytast í öfgahægriflokk virðumst hafa rétt fyrir okkur.  Ansi eru það sorgleg örlög flokksins.  Hann afi minn sem elskaði Jónas frá Hriflu meira en nokkuð annað hefði nú ekki orðið glaður.  

Hér segir frá frásögn Guðrúnar Bryndísar í Kvennablaðinu: 

Lengi hefur staðið til að fulltrúar Framsóknarflokksins sem kæmust í borgarstjórn beittu sér gegn byggingu mosku í Reykjavík, ef marka má orð Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur. Guðrún skipaði fyrr á árinu annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í borginni en í pistli sem hún birti á vefsíðu Kvennablaðsins lýsir hún upplifun sinni af starfi innan flokksins.

Lýsing hennar á samskiptum við aðra flokksfélaga er óneitanlega áhugaverð en hún segir meðal annars að brýnt hafi verið fyrir henni að verkefni borgarfulltrúa flokksins ætti að vera að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík. Þetta bendir til þess að nýleg ummæli oddvita flokksins um að afturkalla eigi lóð til múslima séu ekki eins tilfallandi og gefið hefur verið til kynna opinberlega.

Þá vekur hún athygli á því að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hafi gengt mikilvægum störfum innan flokksins og setur spurningarmerki við það hvernig frambjóðendur voru valdir á lista eftir að Sveinbjörg var valin oddviti.

Guðrún Bryndís Karlsdóttir skipaði annað sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrr á þessu ári. Röð atburðarása leiddu til þess að hún datt út af listanum. Óskar Bergsson, fyrrum oddviti Framsóknar, steig til hliðar og að lokum var ákveðið að Sveinbjörg Birna myndi skipa efsta sæti Lista Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík.

„Ég kveð hér með Framsóknarflokkinn með virktum og tek ekki sæti á lista hans, enda hefur þess ekki verið óskað,“ sagði Guðrún Bryndís í pistli sem birtist þann 29. apríl.

Frædd um kristin gildi flokksins

Í nýju greininni segir Guðrún meðal annars frá því hvernig Benedikt Þór Gústafsson, þáverandi formaður kjörnefndar flokksins, á að hafa kallað hana á sinn fund í kjölfar þess að hún tilkynnti fjölmiðlum um afstöðu sinnar til trúmála og það hún væri ekki fermd. Tilgangur fundsins á að hafa verið sá að fræða Guðrúnu „um kristin gildi flokksins og að verkefni þeirra sem kæmust í borgarstjórn væri að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík.“

Hún skrifar:
Ástæðurnar sem Benedikt tíundaði voru m.a. að Ísland væri eitt þeirra landa sem væri nokkurn veginn laust við íslam, stærð safnaðarins réttlæti ekki bygginguna og að áformin um byggingu hefðu þann tilgang einan að fjölga áhangendum íslam.

Fleira fræddi Benedikt mig um, svo sem það að fjármögnun byggingarinnar kæmi frá olíugróða ríkra múslima sem hefðu byggt moskur í nágrannaríkjunum og að reynslan þar hefði skilað sér í mikilli fjölgun múslima sem væru nú að taka völdin. Félagslegu áhrifin væru hverfi múslima sem þægju styrki frá skattgreiðendum, þar sem lög landsins næðu ekki yfir slíkt. Brátt myndu ganga í gildi sharialög þar sem refsingin væri að hendur væru höggnar af fólki og það grýtt.Leit að fólki með rétta hugarfariðGuðrún segir einnig að henni þyki óvenjulegt að ekki hafi verið auglýst eftir fólki í framboð eftir að tekið var til á framboðslistanum eftir afsögn Óskars. Heldur hafi Sveinbjörg haft samband við hana og beðið um hjálp við að finna sex konur í efstu sæti listans gegn því að barist yrði fyrir því að Guðrún héldi sæti sínu.

Kannski var það vegna þess að það þurfti að finna fólk með rétta hugarfarið?Er ekki auglýst eftir frambjóðendum hjá stjórnmálaflokkum? Er vaninn að flokksforysta og þingmenn leiti með logandi ljósi að einstaklingum sem eru tilbúnir að leggja nafn sitt og heiður að veði til að flytja boðskapinn burtséð frá vilja margra innan flokksins?Flugvöllurinn og útrýmingarbúðir
Frásögn Bryndísar af samskiptum sínum við Ólaf F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, vekja einnig athygli en hún skrifar:

Þegar Óskar Bergsson var horfinn af vettvangi hófust undarleg samskipti milli mín og Ólafs F. Magnússonar. Hann kenndi mér lausnina á því hvernig mætti ná manni inn – galdurinn væri að vera með einsmálsstefnu sem væri FLUGVÖLLURINN!Flugvöllurinn hefur aðdráttarafl og út á hann hafði Ólafur sjálfur fengið um 10% atkvæða með stuðningi hagsmunahóps flugvallarins.Ólafur F. skrifaði langar stuðningsyfirlýsingar við mig á Facebook og dásamaði konu í oddvitasæti – því það er svo góð söluvara. Það sem var öllu furðulegra var að í hita leiksins læddust með athugasemdir hans um að útrýmingarbúðir gyðinga væru sögufölsun. (feitletrun mín)


Og ungi maðurinn Benedikt  svarar fyrir sig: 


Ég harma yfirlýsingu Guðrúnar Bryndísar sem birtist í Kvennablaðinu þann 28. maí sl. þar sem hún er ósönn. Eini tveggja manna fundur okkar átti sér stað þegar mér var falið að fara yfir þá stöðu sem komin var upp eftir að Óskar Bergson hafði stigið til hliðar vegna stöðu framboðsins í skoðanakönnunum og að vænta mætti uppstokkunar á framboðslistanum. Ég tek það fram að ég hef aldrei verið formaður né varaformaður kjörstjórnar eins og haldið er fram.

Ég hef ekki stutt þann málflutning sem nú er viðhafður um afturköllun lóðar múslima eða annara trúfélaga hér á landi. Þvert á móti hef ég andmælt þessum málflutningi við félaga okkar innan Framsóknarflokksins. Ég hafði samband við þingflokksformann Framsóknarflokksins og tók undir hennar sjónarmið auk þess sem ég lýsti andstöðu minni við aðra framámenn flokksins. Ég er kristinn maður og harma þá umræðu sem hefur skapast um fordóma gagnvart öðrum trúarbrögðum. Sú umræða á ekkert skylt við stefnu Framsóknarflokksins.

Blaðamaður Morgunblaðsins átti við mig samtal um daginn og spurði mig hvort fjallað hafi verið um málið í kosningastjórn eða hvort stæði til að fjalla um það. Ég kvað svo ekki vera, né hafi málið ekki verið sett á dagskrá sannleikanum samkvæmt. Eftir á að hyggja hefði ég átt að gera blaðamanninum skýra grein fyrir minni afstöðu og lýsa andúð minni á allri mismunun og fordómum í garð mismunandi trúfélaga. Ég sé mjög mikið eftir því nú að hafa ekki gert það en á þeim tíma taldi ég að mínar prívat skoðanir ættu enga aðkomu að málinu.
Já lesendur góðir það hefur orðið uppstigning í Framsókn  til heimsku í hæstu hæðum.  Það er sorglegt.  


SDG: Svo stjórnmálamenn eiga skilið að komast langt

Enn einu sinni sanna Framsóknarmenn hversu öflugir þeir eru í Reykjavík.  Hinn öflugi foringi þeirr Sigmundur Davíð sá sér trúarlegan þátt á borði.  Fyrrir mörgum árum notuðu þeir
skákborðið hans Fischers, hvar er það núna.  Nú eru það Moskur.  Ég er viss um að xB fær 15%.  Þeir eiga það skilið klókindi og fléttur eru þeirra aðall.  Það er líka gott að fá nýtt afburða kvendi um borð í skútuna.  Svo segir Sigmundur á kosningakvöldi að hann sé fylgjandi stjórnarskránni. 

Svona stjórnmálamenn eiga skilið að komast langt og þjóðin á þá skilið.  Til hamingju Ísland, sagði hún.  Þið vitið hver. 


miðvikudagur, 28. maí 2014

Tvö bréf: Hvern ætlar þú að kjósa?

Kosningar nálgast, ansi daufar, þrátt fyrir mörg framboð.  En merkilegar um margt.  Ef fer sem horfir er xD búið að vera , í bili.  Algjör Hrunadans.  Það verða hreinsanir á eftir.  Munurinn á Reykjavík og nágrannabyggðum er ótrúlegur.Svipur fyrrum forystumanna frosinn og kaldur. Annar flokkur xB á erfitt með að ákveða hvort hann sé hægri öfgaflokkur eða ekki.  Ýmislegt skrítið kemur upp í nýjum flokkum eða framboðum.  Eðlilegt kannski út frá reynsluleysi og hraða sem þarf að koma saman framboði eða fá meðmælendur.  Mér finnst eðlilegt ef einhver brot verða að biðjast afsökunar, það er enginn minni maður af því.  Annars eru menn hrokadindlar sem kemur ekki til mála að styðja.  Segi ég. 

Við fáum sífellt fleiri og fleiri flokka og flokkslíki.  Margir telja það sýni lýðræði og stjórnmálaáhuga. Á sama tíma eru aðrir að segja að það sé enginn áhugi á stjórnmálum. Gott er að hafa marga valkosti. En þá vantar það sem á að fylgja slíku margflokka kerfi, betra kosningakerfi, þar sem maður getur valið fólk úr mörgum flokkum. Gott fólk er víða til og kominn er tími til að maður geti valið úr fleira en einum flokki.  Þá færi maður að skoða nánar það fólk sem er í framboði.  Ekki bara flokka, sem oft hafa misjafnt fólk.


Ég fékk bréf í gær.  Tvö bréf um kosningar og stuðning.  Halldór Halldórsson var annar.  Það er alltaf gaman og fróðlegt að lesa bréf frá flokki sem maður hefur aldrei kosið.  Flokki sem hefur aðrar grunnforsendur en ég.  Þar er lætt inn orðum og setningum sem eru á sinn hátt lævís:   

fólkið á að hafa val, það á að vera alúð, virðing, mannhelgi. 
hófsamar álögur eiga að fara saman við ráðdeild.
hjá andstæðingum eru hærri álögur og um leið lakari þjónusta.
andstæðingar láta líð hirðuleysi, órækt og veggjakrot!!!!  Þetta er ekki gott fólk.  Fólk sem framkvæmir gæluverkefni.  Einu og það sé einhver synd að hafa sérstök verkefni til að leggja áherslu á.  
aftur kemur fólk á að hafa val, valfrelsi borgaranna. Allt á að geta verið framkvæmt fyrir lægri útsvar og skatta.
Stöðugleiki og öryggi.  Þetta allt hér að ofan hefur auðvitað ekki verið til staðar seinustu 4 árin.  Samt hefur kerfið starfað snurðulaust, óvenjulítið hefur verið um harða árekstra milli flokka og manna.  Samt er þetta tíminn eftir hrun!!!!!  Ég held að Halldór nái ekki til mín, því miður Halldór með kærri kveðju.  

Ég fékk líka bréf frá Vinstri Grænum sem undirritað er af þremur öndvegismanneskjum sem hafa lagt ýmislegt til okkar samfélags.  Bréfið er nú held ég, ekki skrifað af  þeim.  Þar eru stjórnmálin í Reykjavík sett í samhengi við landsmálapólitík.  Þarna ríkir hörð vinstri og umhverfisstefna og áhersla lögð á hvað Vinstri Græn vilja gera. Minnt á daður ríkisstjórnar við útgerð og hátekjumenn. Minnt á svikin loforð.  
Svo er það hvað VG vill í Reykjavík, barátta gegn fátækt, leikskólar og grunnskólar án gjaldtöku.  bættur hagur aldraðra og öryrkja.  Flokkurinn er umhverfis - og kvenfrelsishreyfing.  Vinstri grænum er óhætt að treysta!!!!  
Svo mörg voru þau orð, það eru margir aðrir flokkar sem eru á svipuðu róli.  Sem eru vinstri flokkar án þess að vera vinstri flokkar.  Og hafa marga góða einstaklinga.  Sem gagnrýndu á sínum tíma margt hjá vinstristjórninni sálugu.  Oft með réttu, en með tímanum hefur maður þó séð hversu miklu hún áorkaði við ótrúlega erfiðar aðstæður.  Svo líklega liggur leið mín með VG í ár.  Ég á erfitt að skilja forystufólk í VG sem ætlar að kjósa aðra flokka eða hvetur til þess í ár.  Mér finnst það sárt.  Það er ráðist á lista VG úr ýmsum áttum.  Kvenfrelsi er allt í einu voðalegt.   Skeleggar konur eru vafasamar.  En ég held að það yrði til góðs að fá VG í meirihluta í Reykjavík.  Þá væri haldinn vörður um málefni sem oft hverfa í pólítísku valdaþrugli.  

Svo lesendur góðir, niðurstaða mína af þessum skrifum er:   Breytum kosningakerfinu á næstunni, kjósum fólk/flokk sem við getum treyst.  Sendið HH samúðarkveðju.  Látið ekki kosningar setja allt á annan enda í heilabúinu.  Það koma kosningar eftir þessar (vonandi).  Standið vörð gegn hægriöfgaöflum.   Berjumst fyrir friði.  Lifum friðsamlega.  Látum náttúruna njóta vafans.  

Mynd: Sterk stoð í Laugardalnum (EÓ) 

mánudagur, 26. maí 2014

Píratar og Sveinbjörg: Falla á prófinu

Að fara í framboð og taka pólitíska ábyrgð er ekki allt leikur einn. Það sýnir sig vel á frásögn dv.is hér að neðan.
Því að taka pólittíska ábyrgð þýðir að taka ábyrgð á samfélaginu okkar, þar er að segja ef maður er húmaniskur
frambjóðandi.  Til eru þeir sem vilja bara vera frambjóðendur eiginhagsmuna, vera hlaupatík íhalds og fasisma.  Ofbeldismaður Pírata á að vera betri maður, iðrast hann ??? Á einni rassskellingu. Ekki öðru. Og hvað segja píratarnir? Þarna bera þeir nafnið með rentu.  Þeir eru stoltir að hafa slíkan mann um borð.Ætli það verði það sama þegar hann byrjar að grýta flokksfélögum sinum út fyrir borðstokk.



„Ég vissi alveg hver þetta er. Málið er bara að það var enginn annar sem fékkst í þetta með þessum fyrirvara,“ segir Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, spurður um umboðsmann flokksins, Sævar Óla Helgason. Á dögunum sagði DV frá fortíð hans, en hann er margdæmdur ofbeldismaður. Hefur hann ráðist á ókunna konu á götu úti, sýslumanninn á Selfossi sem og ítrekað brotist inn í Ráðherrabústaðinn. Í kjölfar umfjöllunar DV sendu Píratar út yfirlýsingu þar sem þeir vísuðu til þess að Sævar Óli væri breyttur maður í dag. Í samtali við DV segist Sævar Óli ekki sjá eftir neinu nema líkamsárásinni á ókunnu konuna. „Ég efa það ekki að ef þetta hefði verið karlmaður sem hefði sparkað í punginn á mér þá hefði ég bara lamið hann, ekki rassskellt hann,“ segir hann þó um það atviki. Telur Sævar Óli sig enn í dag vera ofsóttan af embættismönnum.

„Fönix að rísa úr öskunni“

Í yfirlýsingu frá fjölmiðla- og viðburðatenglum Pírata í Reykjavík, Guðmundi Fjalari Ísfeld og Heiðu Hrönn Sigmundardóttur, segir að flokkurinn sé stoltur „yfir því að hjálpa þessum fönix að rísa úr öskunni.“ Þrátt fyrir að í yfirlýsingunni sé sagt að Píratar séu ekki að afsaka brot Sævars, þá er þó árás hans á sýslumann á Selfossi kölluð „rysking“ gegn „ofurefli“. Ítrekuð innbrot Sævars í Ráðherrabústaðinn eru sömuleiðis kölluð „ógæfuspor“ þrátt fyrir að hann segist enn í dag eiga heima þar. „Við erum stolt af því að hafa slíkan mann innanborðs,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.

Þarna falla Piratar á prófinu. Styðja við bakið á ofbeldissinna.  Sannur mannúðarsinni tekur ekki afstöðu með ofbeldi ætli þeir geri það sem skrifa í lesendadálk dv.is?  Ætli þeir kjósi vini ofbeltis? Ég vona að svo sé ekki.   Ég hafði lestið viðtal við efsta mann Pírata í seinustu viku leist vel á hann, kom fram sem simpatískur maður.  En hann er það ekki lengur í mínum augum.   „Við erum stolt af því að hafa slíkan mann innanborðs. segja Píratar.  Sama siðblinda er upp á borði í Kópavogi. Forráðamenn flokksins og þingmenn fara offörum, sýna allt það verasta í fari forystumanna stjórnmálahreyfingar.  Svei.   

Sama er að segja um maddömu Framsóknar, Sveinbjörgu,  sem vill ná í þá sem hafa látið glepjast  af kynþáttahatri.  Með því að neita fólki islam trúar
um stjórnarskrárvarinn rétt þeirra.  En hvað gerir ekki siðblint fólk til að ná í atkvæði???? Sem betur fer eru samfélagar hennar ekki á þvílíkum villigötum:  Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist taka undir orð Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali við RÚV á laugardaginn, þess efnis að afstaða Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, til afturköllunar úthlutunar lóðar fyrir mosku í Reykjavík endurspegli ekki afstöðu flokksins og gangi þvert á stefnu hans. Vísaði Sigrún í flokkssamþykktir sem varða jafnrétti og mannréttindi og í stjórnarskrá Íslands. 

Er ekki sjálfsagt að þetta konugrey hverfi af sjónarsviðinu?  Strax.  

fimmtudagur, 22. maí 2014

Trúarbrögð: Misnotkun valdsins

Það er sótt að okkur úr ýmsum áttum, óhugnanlegt er að lesa vitnisburð úr meiðyrðamálum Gunnar Þorsteinssonar gegn kvenþjóðinni.  Sótt er að okkur frá öfgahreyfingum bæði kristnum
(sem flestar hafa upprun a sinn frá Bandaríkjunum) og frá Islam trúuðu fólki.  Sameiginlegt er þessum trúarhreyfingum að þær byggja á karlaveldi þar sem konur verða að lúta í einu og öllu valdi fáranlegra hugmynda sem eiga uppruna sinn margar aldir aftur í tímann:  

Ung­lings­stúlk­ur sem til­heyrðu trú­fé­lag­inu Kross­in­um máttu ekki skerða hár sitt og urðu að vera klædd­ar pilsi, þær fengu ekki að fara í sund á al­menn­um opn­un­ar­tíma sund­lauga og förðun var með öllu óheim­il. Þá var kyn­líf fyr­ir hjóna­band að sjálf­sögðu for­boðið. Karl­menn lutu hins veg­ar öðrum regl­um.

Meðal vitna sem komu fyr­ir dóm­inn var nú­ver­andi fræðslu­stjóri Bisk­ups­stofu sem skráð var í Kross­inn frá 1984 til 1992. „Þarna var mik­il fé­lags­mót­un,“ sagði hún og rifjaði upp alls kyns regl­ur sem voru við lýði. „Ekki var vel séð að fólk væri með jóla­tré því það sé skurðgoð.“
Hún sagði það aldrei hafa farið sér að vera með sítt hár, eins og skylda var, og því hafi farið svo að hún lét klippa hár sitt, í trássi við regl­ur Kross­ins. „Og þegar ég mætti á næstu sam­komu fann ég hvað ég var geng­is­felld.“

Áður hef­ur verið greint frá því að tví­tugri konu sem hugðist halda til Suður-Am­er­íku í trú­boð var neitað um að fara. Hún þurfti að sjálf­sögðu að biðja Gunn­ar um leyfi en hann neitaði, því bæði var sá sem átti að taka á móti henni úti ein­hleyp­ur og hún væri svo fal­leg að henni yrði bara nauðgað.

Ein þeirra kvenna sem gáfu skýrslu sagði Gunn­ar hafa brotið gegn sér þegar hún var nítj­án ára eða tví­tug. Þá hafi komið upp vanda­mál á heim­ili henn­ar og hún hafi því leitað skjóls hjá Gunn­ari. Hjá fjöl­skyldu Gunn­ars hafi hún fengið að gista og dvalið þar í nokkra mánuði. Sagði hún að Gunn­ar hefði komið inn í her­bergi til henn­ar eina nótt­ina og farið að strjúka henni innan­k­læða.

Já, lesendur góðir, þarna er á ferðinni vald og máttur yfir öðru fólki sem engum lifandi manni á að líðast.  Þá er alltaf stutt yfir
í spillingu og glæpi.  Við höfum ótal dæmi um þetta frá ótal trúarleiðtogum.  Svo kemur fjármálaspilling í kjölfarið. 

Lögfræðingur Gunnars ræðir hér sekt Gunnars að neðan.  Það eru engin vitni að brotunum.  En er það ekki það sem einkennir flest kynlífsbrot? Þau fara fram á milli tveggja, gerandans og þolandans.  Þar sem leiðtoginn misnotar sér trúnaðarvald sitt yfir þolanda, sem oft leitar til hans í vandræðum sínum og kreppu í lífinu. Það gerir glæpinn því alvarlegri.  


„Það veg­ur ekki þyngra en ein­dreg­in neit­un Gunn­ars frá upp­hafi. Það eru eng­in vitni að hinum ætluðu brot­um. Eng­in vitni hafa borið um að hafa séð þetta með eig­in aug­um. Það sem eft­ir stend­ur eft­ir þá miklu sönn­un­ar­færslu sem fram fór í gær er að stefn­andi er með hreint sak­arvott­orð, hef­ur aldrei hlotið refsi­dóm. Hann hef­ur aldrei hlotið dóm fyr­ir refsi­verða hátt­semi. Það er það sem stend­ur eft­ir.“

Allt verður einu sinni í fyrsta sinn.  Það gildir um allar misgjörðir og athafnir mannverunnar.  Nú veit ég ekki hvað dæmt verður í þessu máli.  En það á 21. öldinni skuli svona hugmyndir vera að breiða úr sér víða um heim er ansi óhugnanlegt.  Heiðursglæpir, trúarleiðtogavöld, morð, misnotkun.  Hugmyndir um uppruna heimsins sem stangast á við mannlega skynsemi. Fáranlegar hugmyndir um samkynhneigð og hörundslit.   Stundum upplifum við afturhaldstíma í sögu mannkynsins. Kannski erum við að fara hægt og sígandi inn í slíkt skeið.  Það er sorglegt. 

(tilvítnanir af mbl.is)

Flugdeila: Er ekki komið nóg?


Eru flugmenn að gera rétt?  

Eru stjórnendur Icelandair að gera rétt????  


Eru þessir viðsemjendur á réttri braut?  Að eyðileggja ýmislegt sem áunnist hefur í ferðaiðnaði landsmanna. Að stefna að milljónatapi víða um land.  Ferðamenn láta ekki bjóða sér þetta, nóg er samkeppnin í þessum geira.

Stunda skæruhernað með yfirvinnulausu starfi sínu.  Þeir eru fúlir yfir árangurslausum samningum, fúlir yfir lagasetningu ráðherra.  En ........... lög eru lög.  Alþingi setti þau.  Og hugmyndir að stunda skemmdarstarfsemi sem bitnar ekki bara á viðsemjendum þeirra, sem eflaust hafa komið fram með offorsi, heldur á heilum viðkvæmum atvinnuvegi.  Ef áfram verður haldið á þeirri braut, hvað gerist næst, stjórnendur Icelandair fara að breyta samningum og vilja ráða erlenda flugmenn.  Svona stigmagnast þetta.  Með æ verri niðurstöðu fyrir alla.  Flugmenn, stjórnendur, ríkisstjórn, þjóð. 

Svo er ekki kominn tími til að ljúka þessu.  Flugmenn vinna sín störf, taka sína yfirvinnu, stjórnendur semja, ríkisstjórn fær sér betri ráðgjafa í kjaramálum.  Allir eiga sök. Ég er ekki fylgismaður lagasetningar í kjaramálum en nú er komið nóg. 


Við verðum að ljúka þessu.  Þetta er ekki hægt.

PS.  Mikil eru áhrif mín, ég skrifa þessa punkta og sjá nokkrum klukkustundum síðar er búið að semja.  
 

þriðjudagur, 20. maí 2014

Bjarni Ben gefur Sigmundi Davíð selbita (sölbita)!!!

Er Bjarni Ben  að skjóta á Sigmund og xB? Var farið í skuldalækkunaraðgerð án fjármagns? Fer Sigmundur hamförum með blómavendi og dansspor hjá Ríkisskattstjóra?    Lá svo mikið á var xD bóndabeygður ????? Voru hótanir í gangi um útveginn og ESB? Bjarni virðist nú samt ekki treysta sér að gefa Sigmundi meira en selbita. Þetta er selbiti lesandi góður ..... : Selbiti eða sölbiti er fólginn í því að fremsti liðurinn á laungutaung eða vísifíngri er spentur við þumalfíngursgóminn; er honum svo kipt fram af gómnum á höndina á þeim, sem á að verða fyrir skellinum, eða jafnvel framan í hann. Stundum eru bæði lángataung og vísifíngurinn sett í spennuna í einu, og verður þá selbitinn tvöfaldur í roðinu (167–168).http://visindavefur.is/svar.php?id=6937, tilvitnun í Ólaf Davíðsson .......... Það virðist ekki vera allt með friði, ró og spekt á stjórnarheimilinu.  Eða hvað???? 


Þetta sagði RUV í hádeginu þriðjudaginn 20. maí.  

Þurfa svigrúm til að tryggja fjármögnun


Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld verði að hafa svigrúm til að fullvissa sig um að skuldalækkunaraðgerðin sé fyllilega fjármögnuð áður en hver umsækjandi fær birta nákvæma útreikninga. Fjárlög gera ráð fyrir 92 prósenta þátttöku, en ekki 100 prósenta. Lækkunin er undanþegin skatti.
Opnað var fyrir umsóknir á vefnum á sunnudag. Nú þegar hafa tugir þúsunda sótt um á síðunni, en aðgerðin nær til tæplega 70 þúsund fjölskyldna. Umsóknarfrestur rennur út 1. september og eftir það fá umsækjendur nákvæma útreikninga birta. Lækkunin er undanþegin skatti.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá heildarumfang aðgerðanna áður en útreikningar séu birtir. „Við verðum einfaldlega að tryggja að aðgerðin sé fyllilega fjármögnuð og við séum ekki með umfang í aðgerðinni sem er langt umfram það sem fjárlög gera ráð fyrir, að áskilja okkur þetta svigrúm til þess að bregðast við umfanginu eftir því hvernig það kemur út. En það liggur fyrir, meðal annars vegna þess að það er gert ráð fyrir gríðarlega mikilli þátttöku, yfir 90 prósent, að þær tölur sem hafa verið kynntar eru nokkurn vegin í samræmi við það sem við væntum að verði niðurstaðan.“

Bjarni segir útreikningana í frumvarpinu nokkuð nákvæma þó að þeir séu ekki festir niður á prósentukommur. Þeir byggi á því að í kringum 92 prósent sæki um leiðréttingu, en ekki er gert ráð fyrir því í fjárlögum að allir sæki um sem hafi rétt á því. „Þess vegna meðal annars erum við að áskilja okkur það svigrúm sem skrifað er inn í frumvarpið til að fastsetja aðgerðina, þegar við höfum fengið þessa heildaryfirsýn. Það er lang skynsamlegasta leiðin að mínu áliti.“




Kosningar: Einstaklinghyggja og samvinna

Heimur einstaklingshyggjunnar, það er heimur okkar í dag.  Allir þurfa að hafa nákvæmlega sinn flokk með nákvæmlega sinni skoðun.  Ef eitthvað bjátar á, þá stofnar maður bara nýjan flokk!!!
! Allir virðast geta fengið meðmælendur til að skrifa undir. Svo framboðin verða fleiri, í stærri byggðarlögum. Og skoðanaskipti mun fjölbreyttari í breyttum heimi þegar net og fés gefa svo meiri tækifæri í umræður. 

Það er skrítið stjórnmálalandslag sem blasir við okkur.  Sumt furðulegt og um leið dapurlegt: 

Í Keflavík höfum við útfrymi úr tveim flokkum.
Í Kópavogi eru ótal framboð, og munurinn, ég veit ekki hver hann er.  Eflaust mikið af góðu fólki, misjafnlega vel klæddu, en að hægt sé að velja minn flokk  samkvæmt kynningum frambjóðenda og vefsíðna.  Ekki mögulegt.
Í Garðabæ og Seltjarnarnesi liggur við að það þurfi ekki að kjósa,  Einbýlishúsaeigendur og fyrrverandi einbýlishúsaeigendur kjósa xD.  Og ekkert þref. 
Og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði er strax farinn í pukurviðræður við einn af nýju flokkunum, gömlu og góðu vinnubrögðin. 

Við erum með 2 stór ný framboð, það er sem bjóða fram á mörgum stöðum.  Bjarta framtíð og Pírata.
Þeir vilja auðvitað skilja sig  frá „gömlu flokkunum",  vera ekki eins.  Tekst það að vissu leyti.

 BF er í stíl og hugsunum ekkert svo frábrugðinn frjálslyndum vinstri mönnum í öðrum flokkum, í mínum augum er hann hentugur auglýsingastofuflokkur, myndarlegt fólk, miðaldra, 30-50 ára, svolítið töff, vilja vera jákvæð, ekki í þrasinu eins og gamla liðið, sem margir af þeim hafa að vísu
starfað með og eru vinir og kunningjar. Þó sýnist mér vera mikið af fólki sem hefur ekki komið nálægt pólitík áður.  En í Reykjavík er BF auðvitað arftaki Besta Flokksins svo þar er kominn þekkingarbanki.  Að ákveðnu leyti eru það Guðmundur Steingrímsson og Jón Gnarr sem hafa mótað stíl og áherslur BF (með góðri hjálp Dags E.!!)  Og orð oddvita þeirra um Reykjavík er svona þessi stíll í hnotskurn: 

Reykjavik er frábær, hún er glaði, gáfaði og skemmtilegi dvergurinn í hópi höfuðborga. Reykjavik er borg tækifæranna. Útlendingar eru vitlausir í Reykjavík. Íslendingar kölluðu Reykjavík lengi vel sollinn, borg óttans og eitthvað þaðan af verra. Þetta hefur breyst. Reykjavík er ekki lengur forboðna borgin, hún er borgin okkar. Flestir þeir sem búa í Reykjavík eru stoltir af borginni sinni. Ef þú ert staddur í útlöndum, þá segirðu með stolti að þú sért frá Reykjavík. Alveg eins og þú játar því stoltur að Björk sé frá Íslandi.

Píratar, hafa margvíslega sérstöðu, yngra fólk að langmestu leyti, leggja áherslu á Beint lýðræði og gegnsæi á sem flestum sviðum, pólitísk reynsla ekki mikil, enda hefur komið í  ljós með starfi Besta flokksins í Reykjavík, að hún er ansi ofmetin.  Aðalmál þeirra í sveitastjórnarmálum er þess vegna beint lýðræði og aðkoma fólks að stjórn sveitarfélaga: En stefnan sem heild enn ómótuð, eins og kafteinn þeirra sagði í viðtali: 

Í raun ekki margar sem ég hef ekki heyrt aðra nefna í málefnastarfinu innan Pírata í Reykjavík. Píratamál eru almennt séð mín mál og öfugt – það er bara einfaldlega þannig. Svo dæmi sé tekið sá ég strax fyrir mér þegar ég fór að velta þessum málum fyrir mér að kerfi á borð við Betri Reykjavík mætti tengja betur við það sem fram fer innan stjórnsýslunnar sjálfrar svo þetta sé raunverulegt aðhald borgarbúa gagnvart henni en ekki borgarbúar í einu horni og stjórnsýslan í öðru. Þetta hef ég síðan heyrt fleiri en einn Pírata fyrir utan mig tala um.
Við erum svo auðvitað að þessu fyrst og fremst til að hrista upp í kerfinu – sem og stjórnmálamenningunni. Forgangsatriðið er að laga kerfið sjálft og þrýsta á aðra að hjálpa til við slíkar lagfærslur og það er eiginlega eins ósértækt málefni og hugsast getur.
Hins vegar hef ég til dæmis sérstakan áhuga á málefnum fólks sem stjórnmálastéttin vill því miður oft gleyma af því það er ekki endilega hlaupið að því að fá atkvæði eða vinsældir út á að verja tíma í slík mál. Þá á ég við til dæmis utangarðsfólk, fíkla, hina geðsjúku og aðra sem sæta því miður enn oft fordómum og búa við bág kjör. Þetta eru vissulega erfið mál og án efa engar töfralausnir í boði á þeim en mig langar samt til að reyna mitt allra besta og tel þetta mjög Píratalegan málaflokk.

Ég byrjaði að tala um einstaklingshyggju nútímans, ég er ansi hræddur að þessi sundrung fólks sem hefur oft sömu grunnsjónarmið, geti leitt til þess að xD geti deilt og drottnað með því að taka einhverja af þessum flokkum upp á arma sína.  Auðvitað með því skilyrði að stefna þeirra
LÆKKUM SKATTA sé alltaf fremst.
Það er merkilegt hversu Sjálfstæðisflokkurinn hefur lokast inn í þessari hugsun, meðan stjórnmálaumræða annars staðar í heiminum fjallar um allt annað, misskiptingu auðs og valda.
Mér finnst það líka dálítið sorglegt að mikið af þessu yngra fólki sem flykkist í þessa nýju flokka skuli ekki geta sameinast í stórum velferðar vinstri flokki sem er opinn, lýðræðislegur og mannvinalegur.  En kannski er slíkur flokkur liðin tíð, við lifum tíma þar sem pólitískir hrossakauparar geta leikið sér að kjósendum með loforðaflaumi og loddaraskap, eins og dæmin sanna.  En um leið eru blikur á lofti að yngra fólk hverfi í æ ríkara mæli frá xD það er gamla liðið sem heldur honum uppi ( og einbýlishúsaeigendur !!).  Við sjáum hvað setur ........    


sunnudagur, 18. maí 2014

Hvers vegna þarf að sækja um á fyrsta degi?

Hvers vegna þarf að sækja um á fyrsta degi?    

Er það eitthvert herkall flokksins.  Hann er til í 37 löndum, hugsið ykkur.  

Er nokkuð búið að loka skattstofunni?????  Sá sem fyrstur kemur, fyrstur fær .......


Og nú man ég það, Morrisey:  Every day is like Sunday............
eða var það Never on Sunday?


Og þetta lag á um margar, örugglega mig.:   Fool on the Hill

Svo á þetta vel við :::Please please me .......

laugardagur, 17. maí 2014

Hrunadans framsóknar

Framsóknarflokkurinn dansaði í þingsölum, samstjórnarþingmenn létu lítið fara fyrir sér,  forsætisráðherran tók heljarstökk, þegar frumvarpið var í höfn.  Stóru orðin voru ekki spöruð,  eins og Sigmundar er vandinn: 

„En þetta er upphafið að miklum framförum, efnahagslegum framförum, og viðspyrnu fyrir íslensk heimili. Undirstöðu íslensks samfélag og efnahagslífs. Því er þetta gleðiefni fyrir alla hópa samfélagsins og alla þingmenn.“

Það væri gleðileg ef þetta væri satt, ef öll þjóðin hefði sameinast um styðja þá sem mest þurfa á því að halda sem í raun og veru væru á ystu nöf.  En svo er ekki, því miður.  Það verða margir sem sjá fasteignaskuld sína lækka sem hvorki eiga það skilið né þurfa á því að halda.  Það verður líka fróðlegt að sjá hvort margir sækja ekki um þessa lækkun.  

Nei, þetta frumvarp sameinaði ekki þjóðina. 
Veldur ekki þáttaskilum í fjármálum okkar. 
Verður engin kjölfesta þjóðfélags okkar.

Það þarf meira til og markvissara:
  
Ljúka þarf að vinnu við Gjaldeyrishöftin, koma á eðlilegu samfélagi siðaðra manna.    
Koma þarf á vinnubrögðum sem bjóða ekki upp á verkföll mánuðina út.  
Ráðherrar þurfa að fara eftir lögum og vita takmörk sín. 
Við þurfum mynt sem einhver tekur mark á.
Þá verður bjartara yfir okkar landi og upplitsdjarfara fólk. 

Ég sá leikrit Millers Eldraunina í gærkvöldi.  Þar gat maður þekkt margt úr okkar samfélagi seinustu árin og áratugi.  Upphlaup, ýkjur, sorg, græðgi og svik.  Það er merkilegt hversu skáld geta lýst heimi okkar.  Þeir gera það betur en blaðrandi múgæsingapólitíkusar. 


Þingflokkur Framsóknar hoppaði af gleði

„Loksins!“ segir forsætisráðherra eftir að leiðréttingin var samþykkt á Alþingi




  

miðvikudagur, 14. maí 2014

Vilhjálmur Bjarnason: á öðrum fundi, í öðru landi......

á öðrum fundi 

í öðru landi 
með annað siðferði
 Það er gott að búa í Garðabænum ...


Þarf að segja meira? 

Vilhjálmur: „Ég var á öðrum fundi“

Brynjar kom inn fyrir Vilhjálm og sagði já.


„Ég var á öðrum fundi,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðslu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þar sem frumvarp um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar var afgreitt úr nefndinni. Fundurinn var haldinn þann 9. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn Brynjar Níelsson kom inn í nefndina í staðinn. Vilhjálmur vill ekki tilgreina á hvaða fundi hann var sem var mikilvægari en fundurinn þar sem atkvæði voru greidd um stærsta mál ríkisstjórnarinnar.
Naumur meirihluti 5 manna var fyrir því að samþykkja nefndarálit um skuldaniðurfellingarnar og var Brynjar einn þeirra sem greiddi atkvæði með því. Vilhjálmur hefur hins vegar lýst sig andsnúinn skuldaniðurfellingunum, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, og er ljóst að hann hefði ekki greitt atkvæði með álitinu líkt og Brynjar gerði. Í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í fyrra sagði Vilhjálmur meðal annars að hann teldi að ríkisstjórnin myndi ekki vita hvernig hún ætlaði að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Menn taka hér áhættu og menn jafna áhættu og ríkið getur ekki tekið á sig áhættu allra. Enda er það algjör óþarfi, það eru allmargir sem eru í ágætis stöðu til að taka á sig þessa áhættu sem þeir tóku.“
Í byrjun apríl lýstu bæði Vilhjálmur og Pétur Blöndal, annar sjálfstæðismaður í efnahags- og viðskiptanefnd, að þær væru á móti frumvarpinu um skuldaleiðréttingar og myndu ekki styðja það. Þegar andstaða þeirra lá fyrir sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og annar meðlimur í efnahags- og viðskiptanefnd, meðal annars: „Það er sérstakt, það verður bara að segjast eins og er, að af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í nefndinni eru tveir á móti frumvarpinu. […] En það verður bara að koma í ljós hvernig við vinnum þetta saman í nefndinni.“
Sökum þess að Brynjar kom inn í nefndina sem varamaður Vilhjálms náðist fimm manna meirihluti fyrir áliti nefndarinnar og eftirfarandi orðum: „Með frumvarpinu er komið til móts við heimilin í landinu með almennum aðgerðum sem ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra lána án þess að fórna sjálfbærni og stöðugleika við stjórnun ríkisfjármála. Það hefur verið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að finna lausnir á skuldamálum heimilanna. Með frumvarpinu er stigið mikilvægt skref á þeirri braut og því ber að fagna. Í ljósi framangreinds leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt… “
Vilhjálmur Bjarnason hefði ekki samþykkt þessi orð og ef hann hefði mætt á fundinn þá hefðu einungis fjórir af níu nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd samþykkt álitið. Pétur Blöndal skilaði séráliti, líkt og komið hefur fram. Því hefði minnihluti nefndarmanna samþykkt það og álitið hefði ekki kallast álit meirihlutans heldur álit 1. minnihluta. Slíkt niðurstaða hefði varla verið ásættanleg.(dv.is)

mánudagur, 12. maí 2014

Hvað er að gerast: x-D leggst af !!!!!!!

Hvað er að gerast, x-D leggst af í heilum byggðarlögum!!!! Við erum harmi slegin. 

Vopnafjarðar-sjallar deyja út, 5 mæta á fund.  Ekki hægt að koma saman lista.  Flestir 
Sjálfstæðismenn sem eftir eru, orðnir ellilífeyrisþegar.  Það er nú engin furða var ekki lofað
bullandi gangi á norðausturhluta landsins ef x-D, x-B næður völdum.  Svo, hvað hefur gerst ekkert hreyfist ennþá í stóriðjufléttunni miklu, ekkert á þessu ári. Ragnheiður Elín leitar övæntingarfull 

að erlendu fjármagni, Hanna Birna með stöðu flóttamanns, Bjarni reynir að fela aflandsskattaskýrslur og Illugi spilar á píanó!! Enginn veit hvað Kristján er að gera.   

Yngra fólkið aðhyllist nýju flokkana, Pírata og Bjarta Framtíð.  xS er á uppleið.   Svo kjörkjarni xS er kominn í 10 -15 %.  Nema í auðmannanýlendunum í Garðabæ og Seltjarnarnesi.  

Svo hvað er til ráða, þarf flokkurinn ekki að senda sterkan hugmyndagaur austur sem getur rifið upp fylgið. Þetta er orðið skömm.  Í kjördæmi sem höfuðfyrirtæki flokksins byggði upp blómlegar
 verksmiðjur.  Væri ekki ráð að senda Hannes Hólmstein til að hrista upp í löskuðum heilasellum Vopnafjarðarbúa. Það vantar sterka hugmyndafræði á landsbyggðina.  
_________________________________



Sjálfstæðismenn bjóða ekki fram: „Mættu bara fimm á fundinn“


Þrjú framboð bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi. Framboðin eru Framsóknarlokkur, K-listi félagshyggjufólks og Ð-listi Betra Sigtúns. Athygli vekur að Sjálfstæðismenn sem buðu fram árið 2010 bjóða ekki fram í komandi kosningum. 

Björn Hreinsson, oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum sagði í samtali við Vísi að ekki hafi fundist nægilega margir Sjálfstæðismenn til að setjast á lista hjá flokknum í hreppnum. „Við auglýstum fund þar sem átti að fara yfir málið og boðuðum til hans en það mættu bara fimm á fundinn svo við gátum ekki boðið fram að þessu sinni,“ sagði Björn Hreinsson. 

Um ástæður þess sagði Björn: „Stærstur hluti Sjálfstæðismanna í bænum eru ellilífeyrisþegar svo við erum ekki með nægilega marga til að leggja í það að bjóða fram, því miður.“ 

Því er ljóst að þrjú framboð bjóða fram. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem býður fram undir merkjum flokks á Landsvísu. K-listi samanstendur af félagshyggjufólki á vinstri væng stjórnmálanna. Betra Sigtún er nýtt framboð ungs fólks í hreppnum. (visir.is)

laugardagur, 10. maí 2014

Lekamálið: Hanna Birna fórnarlambið eina sanna

Oft hefur maður velt fyrir sér hvað orðið hafi um brottræka flóttamenn.  Ekki er ég  bara að tala um gjörðir í tíð Hönnum Birnu heldur líka frá fyrri ráðherrum bæði á hægri og vinstrikannt stjórnmálanna. Eftir að hafa látið þetta fólk bíða í tvö þrjú ár og þá senda það burt þrátt fyrir að dómsmál sé í gangi. Það væri fróðlegt ef einhver aðili gæti sagt okkur örlög aftursendra flóttamanna. 

 Í frétt DV kemur í ljós að Tony reikar um slóðir Evrópu, Sviss var upprunaland hans sem hann var sendur til, en núna er hann á Ítalíu.  Fjárvana og með engin réttindi nema að senda hann heim í góssenlandið Nígeríu sem hefur aldeilis verið í fréttum seinustu vikurnar. Evelyn er auðvitað í sárum nýbúin að fæða.  Barnsfaðirinn sendur úr landi fyrir fæðinguna.  Athyglisvert er að samkvæmt heimildum blaðsins er flest sem Tony hefur sagt rétt eftir ítarlega rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum.  

Merkilegt er að ráðherrann lítur á sjálfa sig sem aðalfórnarlamb þessa máls.  Það er nú sjálfhverfni af hæstu gráðu.  Það eru sumir sem kunna ekki að skammast sín.  Þegar búið er að sýna fram á að allt þetta málastapp varð til í ráðuneyti innanríkisráðherra.  Það er ekki hægt að halda því fram að siðferði íslenskra stjórnmála sé á háu stigi.  


      











Listir: Öll eigum við Askhenazy


Askhenazy, við eigum hann öll.  Það er að segja við Íslendingar. Það er merkileg, þessi saga um útlendinga sem við eignum okkur, sem tengjast okkur á einhvern hátt og verða okkar.Eins og Vladimir gerði með sambandi sínu við hana Þórunni. Ein af ástarsögum aldarinnar.  Uppgangur nazista ýtti til okkar snillingum tónlistar eins og Urbanitch fjölskyldan sýnir okkur sem hefur verið í fréttum seinustu mánuði.  Róbert Abraham Ottóson ól upp tónlistarkynslóðir.  Flóttamenn frá fátækt og kúgun Austur-Evrópu kenndu ótal nemendum undirstöðu tónlistar um allt land.  Svona mætti lengi telja.  





Hann mætti í Hörpu í gær. Sem hann tók þátt í að reisa.  Léttur á fæti eins og endranær.  Hljóp  inn og út af sviðinu, stormaði meira að segja framhjá stúlkunni með blómavöndinn.  Sneri þó aftur til að taka á móti honum. Hljómsveitin var frábær í flutningi sínum á Rachmaninoff, Mussorgsky og Brahms.  Ólafur Kjartan hans Didda fiðlu brást okkur ekki, hann var svo dásamlega rússneskur í söng sínum.  Hann hefur þroskast í vinnu sinni í útlöndum.  Er öruggur, kraftmikill og frábær í túlkun sinni á Söngvunum og dönsunum um dauðann.  Hljómsveitin leiddi hann áfram undir stjórn meistarans.   Svo var Brahms númer eitt meiri háttar, bæði björt og hrein, svo djúp og sorgmædd. Allir þessir lagbútar, sem tengjast saman af samspili strengja, tréblástursleikara, horna, páku og málmblásara.  Salurinn skildi þessa snilld, allir fóru heim glaði og reifir.  Tón - list gefur manni svo mikið.  Maður hleður batteríin, þótt að það sé erfitt að koma sér upp og niður stiga með veik hné.  Lífið er gott. 

Askhenazy sýnir líka svo vel hvernig við þjóðirnar  í Evrópu tengjumst saman, það er saga seinustu aldar, saga Gyðinga, þjóða, menningar, lista, stjórnmála.  Það er enginn sem getur lifað aleinn, alls staðar eru þræðir sem tengja okkur. Draumurinn um einmanaleika um sérstöðu er svo óraunverulegur.  Við höfum fengið þetta fólk, tengst því, svo er það okkar. 

Askhenazy er okkar.  Það eiga margir fleiri eftir að koma. Sem við eignum okkur.  Listin á sér engin takmörk. Listin er eilíf. 


fimmtudagur, 8. maí 2014

miðvikudagur, 7. maí 2014

deCODE: Lífsýni mitt og þitt ....

Ég var einn af þeim mörgu sem ekki vildu leggja lag mitt við Íslenska erfðagreiningu forðum.  Sem er ein magnaðasta svikamylla sem risið hefur hérlendis. Margir töpuðu ævisparnaði sínum ef græðgin var nógu mikil, því enginn var neyddur að fjárfesta.  Og enn fara þeir af stað. Nú vilja þeir lífsýni Íslendinga.  Gífurleg auglýsingaherferð alþekkt andlit stíga fram á völlinn.  Maður saknar samt ýmissa andlita eins og Davíðs nokkurs sem var guðfaðir þessarar myllu.  Nú er Björgunarsveitunum att fram á fjárvöllinn og hver ætti ekki að leggja lið? 

Það eru mörg ár liðin síðan Kári sá merki gaur eins og nafni hans myndi segja kom, sá og sigraði og loks tapaði.   Hann var gleyptur með húð og hári af amerísku fyrirtæki. Þegar fjármunir ÍE kláruðust.    Og Íslensk erfðagreining/deCode genetics er undirfyrirtæki þessa ameríska lyfjarisa eins og stendur í upplýsingum um fyrirtækið (aðeins á ensku): 

Headquartered in Reykjavik, Iceland, deCODE is a global leader in analyzing and understanding the human genome. Using our unique expertise and population resources, deCODE has discovered key genetic risk factors for dozens of common diseases ranging from cardiovascular disease to cancer.
deCODE genetics is a subsidiary of Amgen.
Sjálfsgagnrýni hefur aldrei verið sterkasta hlið Kára Stefánssonar, deCODE er leiðandi á heimsvísu. Hann er fastur fyrir í viðtölum í fjölmiðlum.  Er sjarmerandi og glæsilegur á velli. En ..... þetta fyrirtæki er bara eitt af mörgum undirfyrirtækjum Amgen.  Og starfar sem slíkt.  Sérstaða þess sem snýr að okkur er að það starfar á Íslandi með hátt hlutfall íslenskra starfsmanna (þó fann ég ekki upplýsingar um hlutfall starfsmanna milli landa) og 140.000 landar okkar hafa tekið þátt í rannsóknarverkefnum af 500.000 manns alls.  Svo það stefnir í áttina að alþjóðlegu fyrirtæki.  The working language at deCODE is English. Allir tala þarna ensku í vinnunni sem auðvitað í samræmi við eignarhaldið.   
Svo hver er afstaða mín í dag 18 árum eftir stofnun fyrirtækisins. Ég held að ég taki ekki þátt í svo óljósu ferli sem er að gefa lífsýni án nokkurra annarra upplýsinga.  Ég gæti hugsað mér að taka þátt í einhverju afmörkuðu og skýru rannsóknarverkefni ef mér stæði það til boða. Ég myndi taka afstöðu til þess ef til kæmi.  En að leggja fram lífsýni án þess að vita nokkuð sem er eingöngu til að auka arð þessa ameríska risa  ....... æ nei. Ég held að ég breyti ekki afstöðu minni.  
Hér er skemmtileg saga að lokum:  Ég var einu sinni út í Barcelona, tók kláfferju neðan af hæðinni þar sem Olympíuvangurinn er. Við lentum í klefa með tveim ungum amerískum stúlkum á háskólaaldri. Við tókum tal og þær spurðu hvaðan við kæmum og þegar þær heyrðu að við værum íslensk þá lifnaði yfir þeim.  Like Stefansson.  sögðu þær, ha við veltum því fyrir okkur. Yes Stefansson, we saw him here in Barcelona yesterday.  Þá rann upp fyrir okkur. Stefánsson, auðvitað Kári.  Hann hafði komið með sömu flugvél og við fyrir nokkrum dögum.  Og þær amerísku stúlkurnar sögðu að þær hefðu farið á fyrirlestur í Harvard háskóla í Boston þar sem Kári messaði yfir háskólafólki.  Hann hafði sjarmerað þær upp úr skónum.  Þá list kann hann !!!!!  Já, Kári er víðfrægður maður. 



þriðjudagur, 6. maí 2014

Orðhengilsháttur: Júró er ekki pólitík

Það er skrítið að búa á Íslandi. Ráðherra segist ekki hafa skrökvað, þó sagði hún ekki satt. 
Hennar hersveit stendur að sjálfsögðu með henni, ja svona
flestir.  Hún laug ekki neitt !!!!  Hanna Birna segir alltaf sannleikann. Hríðskota-Hanna æðir á undan sjálfri sér. Hún sér orð sína æða á eftir sér!!! Vonandi ná þau henni ekki. 

Hvernig á að leysa þennan orðhengilsvanda?   Við getum dregið fram efnisgreinarnar en þær hafa ekkert að segja.  Hannes Hólmsteinn, fulltrúi sannrar hugsunar kemur þá bara og talar um netdverga. 
Það er bara forsætisráðherrann sem á eftir að stíga á stokk og kveða upp úr.  Þrútinn og digurmæltur. Hann hringir kannski í Bessastaðanúmerið áður. 
Formaður ráðherrans lætur lítð í sér heyra.  Enda er honum skemmt.  

Hvað er hægt að gera. Kalla til málfræðing, heimspeking, siðfræðing, sálfræðing, en hvað hefði það að segja?  Við stöndum með okkar manni.  Hvað sem hann hefur gert. 

Svo hvað gerir landinn.  Hann horfir bara á Júró. Hugsar: Hvort á hann að kjósa Rússa eða Úkraínu. Það er best að vera sem lengst frá pólitík.  Þetta er allt pólitík.  Ekki Júró samt !  Þar er sko engin pólitík, Brynjar segir það.  

Það er skrítið að búa á Íslandi.