miðvikudagur, 14. maí 2014

Vilhjálmur Bjarnason: á öðrum fundi, í öðru landi......

á öðrum fundi 

í öðru landi 
með annað siðferði
 Það er gott að búa í Garðabænum ...


Þarf að segja meira? 

Vilhjálmur: „Ég var á öðrum fundi“

Brynjar kom inn fyrir Vilhjálm og sagði já.


„Ég var á öðrum fundi,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki viðstaddur atkvæðagreiðslu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þar sem frumvarp um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar var afgreitt úr nefndinni. Fundurinn var haldinn þann 9. maí síðastliðinn. Þingmaðurinn Brynjar Níelsson kom inn í nefndina í staðinn. Vilhjálmur vill ekki tilgreina á hvaða fundi hann var sem var mikilvægari en fundurinn þar sem atkvæði voru greidd um stærsta mál ríkisstjórnarinnar.
Naumur meirihluti 5 manna var fyrir því að samþykkja nefndarálit um skuldaniðurfellingarnar og var Brynjar einn þeirra sem greiddi atkvæði með því. Vilhjálmur hefur hins vegar lýst sig andsnúinn skuldaniðurfellingunum, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, og er ljóst að hann hefði ekki greitt atkvæði með álitinu líkt og Brynjar gerði. Í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í fyrra sagði Vilhjálmur meðal annars að hann teldi að ríkisstjórnin myndi ekki vita hvernig hún ætlaði að standa við kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Menn taka hér áhættu og menn jafna áhættu og ríkið getur ekki tekið á sig áhættu allra. Enda er það algjör óþarfi, það eru allmargir sem eru í ágætis stöðu til að taka á sig þessa áhættu sem þeir tóku.“
Í byrjun apríl lýstu bæði Vilhjálmur og Pétur Blöndal, annar sjálfstæðismaður í efnahags- og viðskiptanefnd, að þær væru á móti frumvarpinu um skuldaleiðréttingar og myndu ekki styðja það. Þegar andstaða þeirra lá fyrir sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og annar meðlimur í efnahags- og viðskiptanefnd, meðal annars: „Það er sérstakt, það verður bara að segjast eins og er, að af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í nefndinni eru tveir á móti frumvarpinu. […] En það verður bara að koma í ljós hvernig við vinnum þetta saman í nefndinni.“
Sökum þess að Brynjar kom inn í nefndina sem varamaður Vilhjálms náðist fimm manna meirihluti fyrir áliti nefndarinnar og eftirfarandi orðum: „Með frumvarpinu er komið til móts við heimilin í landinu með almennum aðgerðum sem ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra lána án þess að fórna sjálfbærni og stöðugleika við stjórnun ríkisfjármála. Það hefur verið forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að finna lausnir á skuldamálum heimilanna. Með frumvarpinu er stigið mikilvægt skref á þeirri braut og því ber að fagna. Í ljósi framangreinds leggur meiri hlutinn til að frumvarpið verði samþykkt… “
Vilhjálmur Bjarnason hefði ekki samþykkt þessi orð og ef hann hefði mætt á fundinn þá hefðu einungis fjórir af níu nefndarmönnum í efnahags- og viðskiptanefnd samþykkt álitið. Pétur Blöndal skilaði séráliti, líkt og komið hefur fram. Því hefði minnihluti nefndarmanna samþykkt það og álitið hefði ekki kallast álit meirihlutans heldur álit 1. minnihluta. Slíkt niðurstaða hefði varla verið ásættanleg.(dv.is)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli