laugardagur, 17. maí 2014

Hrunadans framsóknar

Framsóknarflokkurinn dansaði í þingsölum, samstjórnarþingmenn létu lítið fara fyrir sér,  forsætisráðherran tók heljarstökk, þegar frumvarpið var í höfn.  Stóru orðin voru ekki spöruð,  eins og Sigmundar er vandinn: 

„En þetta er upphafið að miklum framförum, efnahagslegum framförum, og viðspyrnu fyrir íslensk heimili. Undirstöðu íslensks samfélag og efnahagslífs. Því er þetta gleðiefni fyrir alla hópa samfélagsins og alla þingmenn.“

Það væri gleðileg ef þetta væri satt, ef öll þjóðin hefði sameinast um styðja þá sem mest þurfa á því að halda sem í raun og veru væru á ystu nöf.  En svo er ekki, því miður.  Það verða margir sem sjá fasteignaskuld sína lækka sem hvorki eiga það skilið né þurfa á því að halda.  Það verður líka fróðlegt að sjá hvort margir sækja ekki um þessa lækkun.  

Nei, þetta frumvarp sameinaði ekki þjóðina. 
Veldur ekki þáttaskilum í fjármálum okkar. 
Verður engin kjölfesta þjóðfélags okkar.

Það þarf meira til og markvissara:
  
Ljúka þarf að vinnu við Gjaldeyrishöftin, koma á eðlilegu samfélagi siðaðra manna.    
Koma þarf á vinnubrögðum sem bjóða ekki upp á verkföll mánuðina út.  
Ráðherrar þurfa að fara eftir lögum og vita takmörk sín. 
Við þurfum mynt sem einhver tekur mark á.
Þá verður bjartara yfir okkar landi og upplitsdjarfara fólk. 

Ég sá leikrit Millers Eldraunina í gærkvöldi.  Þar gat maður þekkt margt úr okkar samfélagi seinustu árin og áratugi.  Upphlaup, ýkjur, sorg, græðgi og svik.  Það er merkilegt hversu skáld geta lýst heimi okkar.  Þeir gera það betur en blaðrandi múgæsingapólitíkusar. 


Þingflokkur Framsóknar hoppaði af gleði

„Loksins!“ segir forsætisráðherra eftir að leiðréttingin var samþykkt á Alþingi




  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli