föstudagur, 8. maí 2015

KEA: Eins og græðgin hjá Granda?

Það er gott að vera lykilstarfsmaður. Það sést vel á starfinu í KEA, þar þykir tilhlýðilegt að borga  „ lykilstarfsmanni" 25 milljónir í laun á ári.  Meira en framkvæmdarstjórar Lífeyrissjóða fá.

Þetta kemur fram í vefmiðlinum Akureyri Vikublað sem er einn af fáum fjölmiðlum sem stunda gagnrýna rannsóknarblaðamennsku hérlendis undir vaskri stjórn Björns Þorlákssonar. 
Mannsins sem RÚV gat ekki ráðið sem starfsmann í fyrra þar sem hann hafði allt of mikla reynslu og meríta.  

KEA er afgangurinn af veldi SÍS á Norðausturlandi.  Nú er það fjárfestingarfélag sem fjárfestir að mestu leyti í atvinnuvegum á sínu svæði.  Skilaði góðum hagnaði í fyrr tæplega 500 milljónum. Styrkir félags og menningarstarfsemi, sem þó minnkaði um þriðjung á milli ára þrátt fyrir mikla hækkun gróða.  Og borgar meðatal 4 starfsmönnum samtals 48 milljónir í laun. 



 Birgir Guðmundsson sagði í yfirlýsingu sinni á heimasíðu KEA eftir að Ríkisútvarpið fjallaði um launahækkun Halldórs í síðustu viku: „Fyrir um einu og hálfu ári eða í ársbyrjun 2014 var endursamið um starfskjör framkvæmdastjóra félagsins en kjör hans höfðu staðið óbreytt frá árinu 2007 eða í rúmlega 6 ár. Á sama tímabili hafði launavísitala hækkað um 45%. Þetta leiddi til þess að breytingin varð nokkuð mikil en hana þarf að skoða í ljósi þess að framkvæmdastjórinn hafði setið verulega eftir í kjörum í langan tíma og hafði ekki náð að halda í við almennar launabreytingar á þessu tímabili. Mikilvægt er fyrir KEA að geta greitt lykilstarfsmönnum sínum samkeppnishæf laun. Ekki er hægt að tengja þessa eins og hálfs árs gömlu ákvörðun yfirstandandi kjaradeilum, enda hefur KEA fremur verið að elta launaþróunina en móta hana.“

„Ég spyr líka sem félagsmaður: Er fleira sem stjórn og framkvæmdarstjóri hafa látið fara frá sér sem ekki er rétt? Getur fólk verið í forsvari fyrir fjárfestingarfélag þegar það sama fólk fer ekki með rétt mál og gerir ekki mun á 30% og 59%?“ spyr Ragna en hún hefur reiknað út að 59% hækkun hafi orðið frá árinu 2008 í stað 30% eins og haldið hefur verið fram.

„Eftir að hafa hugsað mikið um launamál framkvæmdastjóra KEA, held ég að þetta hljóti að vera skandall. Hækkunin sýnir enn einu sinni að framkvæmdastjórar sem geta skammtað sér laun, gera það svo sannarlega. Þetta er nákvæmlega sama græðgin og hjá Granda,“ segir einn viðmælenda blaðsins.

Fréttir

Enn um starfskjör framkvæmdastjóra að gefnu tilefni

Í tilefni af umfjöllun Akureyrar vikublaðs um starfskjör framkvæmdastjóra og að yfirlýsingar mínar hér á heimasíðunni í síðustu viku  um að starfskjarasamningur hafi verið óbreyttur frá 2007 stangist á við tölur í ársreikningum liðinna ára þykir mér nauðsynlegt, í ljósi þess að ekki var leitað skýringa hjá mér áður en fréttin var birt, að fara ítarlegar en áður yfir hvernig þessu hefur verið háttað.
Frá árinu 2008 hefur KEA birt í skýringum í ársreikningi sundurliðaðar upplýsingar um starfskjör framkvæmdastjóra og stjórnarmanna sem KEA greiðir beint.  Samningur framkvæmdastjóra hefur og gerir ráð fyrir greiddum launum upp á 1,8 milljón kr. á mánuði auk afnota af bifreið, óháð því hvort KEA greiðir þau sjálft að fullu eða að hluti þeirra séu stjórnarlaun frá 3ja aðila þar sem framkvæmdastjóri situr í umboði KEA.  Eðli máls samkvæmt situr framkvæmdastjóri í einhverjum stjórnum fyrirtækja sem KEA á eignarhluti í.  Stjórnarsetur eru mismiklar að umfangi, allt eftir því hvernig skipast í stjórnir fyrirtækja hverju sinni og hvernig eignarhlutar KEA í fyrirtækjum er.   Ef engin stjórnarlaun eru greidd af 3ja aðila þá greiðir KEA beint umsamin samningskjör.  Þetta er gert til að forðast þann hvata að framkvæmdastjóri hverju sinni geti ekki bætt heildarkjör sín með því að horfa til mögulegra stjórnarlauna þegar t.d. fjárfestingaákvarðanir eru teknar.  Fyrirkomulagið er beinlínis haft þannig að sjálftökuhvatar séu ekki fyrir hendi.
Skýringar á um 8% hækkun starfskjara framkvæmdastjóra í skýringum í ársreikningi 2011 eru að fram til þess tíma hafði hluti af heildarkjörum framkvæmdastjóri verið stjórnarlaun frá 3ja aðila.  Á því ári hóf KEA að greiða hærra hlutfall af heildarlaunum en áður.
Um 7% breytingu á árinu 2013 má að mestu rekja til þess að bifreið sem framkvæmdastjóri hefur til afnota samkvæmt starfskjarasamningi og talin er  fram sem skattskyld hlunnindi var endurnýjuð í upphafi þess árs.  Eldri bifreið hafði lægra skattalegt mat til hlunninda heldur en sú nýrri.  Föst mánaðarleg starfskjör framkvæmdastjóra voru eftir sem áður þau sömu.
Á nýliðnum aðalfundi félagsins kom spurning um breytingu launakostnaðar framkvæmdastjóra á milli áranna 2013 og 2014.  Því miður hafði hvorki  undirritaður né framkvæmdastjóri þá tölu á reiðum höndum. Bent var á að þá tölu mætti finna með því að skoða skýringar í ársreikningi síðasta árs til samanburðar en alla ársreikninga KEA er hægt að nálgast á heimasíðu félagsins.  Með hjálp snjallsíma var síðar á fundinum upplýst um hver þessi breyting launakostnaðar hefði verið á milli ára.
Eftir stendur sú fullyrðing mín óbreytt, að samningsbundin starfskjör framkvæmdastjóra höfðu ekkert breyst frá því í september 2007 til janúar 2014 eða í rúmlega 6 ár.

Birgir Guðmundsson, stjórnarformaður



 4. Laun og launatengd gjöld
Laun og launatengd gjöld greinast þannig:
                                                 2014                   2013
Laun starfsmanna                    48.477.022     41.344.617
Stjórnarlaun                              8.520.000       7.423.000
Launatengd gjöld                    18.269.528     16.931.795
                                                 75.266.550     65.699.412
Meðalfjöldi starfsmanna                  4                   4