fimmtudagur, 21. nóvember 2013

Hallelúja: Framsóknarupprisum fjölgar

Endurkoma ársins, byggingaverktakinn mikli snýr aftur, Óskar Bergsson heggur í margar áttir og veifar framsóknarkutanum. 

Við bíðum svo eftir Finni Ingólfssyni í Seðlabankann, Már á ekkert heima þar lengur, bara fulltrúi xS og annarra niðurrifsafla, Ólafur Ólafsson hlýtur að fá ráðuneytisstjórastöðu, silkitungur eru vel þegnar, og Björn Ingi sparkar Páli Magnússyni út úr RÚV. 

Já, lesendur góðir, fögnum upprisum, þær eru nú ekki svo algengar.  Kannski setja Framsóknarmenn heimsmet í þeim eins og öðru.

Livet er ikke ......