fimmtudagur, 22. júní 2017

Barnaníðingur og lögfræðingur: Er þetta hægt????

Það er engin furða þótt aðstandendur fórnarlamba Barnaníðings spyrji hvers vegna han hafi fengið náðun af  af stjórnkerfi sem teygir sig frá ráðuneyti til ráðherra og alla leið til forseta. Hefðbundin meðferð er svarið frá forsætisráðherra sem bar ábyrgð á málinu á sínum tíma.

Þetta er enginn venjulegur glæpamaður, lögfræðingur með orðstír og heimagangur í æðstu kreðsum samfélagsins.  Svo breytir hann nafni sínu og það sýnir siðspillingu hans að taka upp nafnið Robert Downey.  Líklega til að fela sig þar sem nafni hans, leikarinn heimsfrægi,  er með milljónir ef ekki tugmilljónir færsla, svo  íslenski nafni hans er falinn á bak við hann.  Eða kannski sýnir þetta hugarfar hans að þetta allt sé einn brandari.

Er það nema eðlilegt að faðir stúlku sem lenti í höndum þessa útsmogna níðings vilji fá að vita rökstuðning stjórnkerfis og ráðherra sem eru ábyrgir fyrir málinu.
Hér er pottur brotinn. Hér er allt á skakk og skjön. Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnarskrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það,


 Satt að segja verður maður miður sín að skoða Kompásþáttinn frá 2007: Þvílík minotkun valds og siðferðisleysi. Barnaníðingur gengur inn í Barnahúsið og fylgist með barni sem hefur verið brotið á á sama hátt og hann hefur brotið á öðrum börnum.  Á þessi maður að koma til baka til starfa fyrir dómstólum landsins á hann að yfirgefa þetta líf með hreina sakaskrá? Þar sem eftir sitja fórnarlömb sem munu aldrei verða söm.

Er þetta hægt?