miðvikudagur, 25. september 2013

Ríkisstjórnin: Nýr áróðursmeistari

Ég sé að ríkisstjórnin er búin að ráða nýjan upplýsingafulltrúa.  Sigurð Má Jónsson. Vanan blaðahauk, af Morgunblaði og Viðskiptablaði, og varaformaður Blaðamannafélagsins.  Sannur fulltrúi þess sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir.  Það fyndna séð út frá mínum sjónarhóli er það að ég skrifaði blogg um hann út frá pistli sem hann skrifaði fyrir nokkrum vikum síðan.  Svo lokaorðin í þeim pistli eiga vel við í dag.   Langtum meira en þá.  Þetta eru lokaorðin:

Já það er erfitt að sjá allt fyrir á þessum óróatímum.  En að fara að kenna seinustu ríkisstjórn um alla óáran í heiminum er fáránlegt ef ekki heimskulegt. Hún reyndi sitt bezta við erfiðar aðstæður og náði ótrúlegum árangri  að mörgu leyti.  Sigmundur Davíð og Bjarni héldu sínar ræður í gríð og erg á seinasta þingtímabili um það hve auðvelt væri að gera betur.  Nú gefst þeim tækifæri á að sýna það, byrjunin lofar ekki góðu.  Hvað sem Sigurður Már Jónsson segir.  Vonandi segir Sigurður Már okkur raunsannar fréttir af þeim félögum næstu árin.  En ég efa það.  Hann hlustar of mikið á rödd Meistarans. Og Meistarinn er Frjálshyggja á hverfanda hveli.

Ætli við óskum ekki ríkisstjórninni til hamingju með þennan nýja áróðursmeistara, hann mun segja okkur fréttir af afrekum meirihlutans. Sem ég er hræddur um að verði ekki þjóðinni til heilla. Því mörg okkar trúa því sem stendur á vegg Tukthússins á Skólavörðustig.  Öðruvísi veröld er möguleg.


 


Auðlindaráðherra: Böðull náttúrunnar

Þá er enn ein „tilskipun" komin frá ráðherranum sem hefur gleymt verksviði sínu í öðru ráðuneyti sínu, það heitir ekki Umhverfis- og auðlindaráðherra.  Þá má strika yfir Umhverfis og.  Þá sjáum við hvað er eftir. 
Ráðherra ætlar að afturkalla lög þetta sýnist mér vera ný vinnubrögð.  Fyrstu tvær línurnar eru bara bull.
Jú í annarri efnisgreininni uppgötvar hann og lögfræðingar hans að þetta sé ekki hægt. Svo Alþingi á að fá að koma að málinu.  Til að afturkalla núverandi lög.  Og láta hin gömlu og góðu taka gildi.  Lögin nr 44/1999.


Svo á ráðuneytið að búa til ný lög.   Markmiðið er: 

að styrkja stöðu náttúruverndar og ná um þau sátt. 
Gert er ráð fyrir að nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga verði lagt fram til umfjöllunar Alþingis, þegar framangreindri vinnu er lokið.  (takið eftir engin tímasetning


Við þá vinnu verður m.a. stuðst við þær fjöldamörgu athugasemdir sem liggja fyrir frá vinnunni við frumvarpið sl. vetur, auk þess sem haft verður samráð við hagsmunaaðila. (meðal annars, já meðal annars, hvað annað?, og hafa samráð við hagsmunaaðila, ætli það hafi ekki verið gert seinustu árin!!!

 
afar mikilvægt að ný náttúruverndarlög feli í sér skýrar skyldur og jafnframt skýra framkvæmd, náttúruvernd til hagsbóta. Er ekki síður mikilvægt að slíkar breytingar séu unnar í sem víðtækastri sátt við haghafa og almenning.


Já lesendur góðir það er auðséð hvað felst í þessu brölti ráðherrans, það er ekki náttúruvernd til hagsbóta. Það get ég fullyrt.  Það er til þess að böðlar náttúrunnar hafi frjálsar hendur, til að gera það sem þeim sýnist til að níðast á náttúru landsins.  Svo liggur ráðherranum mikið á að í tilkynningunni verður til nýyrði.  Haghafi.  Það væri gaman að fá skilgreiningu á því orði.  


hér er tillkynning Auðlindaráðherrans:  

Lög um náttúruvernd afturkölluð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Lögum þessum var ætlað að taka gildi 1. apríl 2014.

Ráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi þegar þing kemur saman í haust með tillögu um að fella úr gildi hin nýju náttúruverndarlög nr. 60/2013, sem annars tækju gildi 1. apríl 2014. Verði það frumvarp samþykkt á Alþingi verður í raun engin breyting heldur munu núgildandi náttúruverndarlög nr. 44/1999 halda áfram gildi sínu. Hyggst ráðherra jafnframt fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að hefja endurskoðun á náttúruverndarlögunum með það að markmiði að styrkja stöðu náttúruverndar og ná um þau sátt. Gert er ráð fyrir að nýtt frumvarp til náttúruverndarlaga verði lagt fram til umfjöllunar Alþingis, þegar framangreindri vinnu er lokið. Við þá vinnu verður m.a. stuðst við þær fjöldamörgu athugasemdir sem liggja fyrir frá vinnunni við frumvarpið sl. vetur, auk þess sem haft verður samráð við hagsmunaaðila.

Ljóst er að huga þarf nánar að veigamiklum atriðum vegna vinnu við gerð nýs frumvarps til laga um náttúruvernd, eins og kom fram í umfjöllun um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sl. vetur. Hér er um ýmis grundvallaratriði að ræða enda afar mikilvægt að ný náttúruverndarlög feli í sér skýrar skyldur og jafnframt skýra framkvæmd, náttúruvernd til hagsbóta. Er ekki síður mikilvægt að slíkar breytingar séu unnar í sem víðtækastri sátt við haghafa og almenning.