miðvikudagur, 25. september 2013

Ríkisstjórnin: Nýr áróðursmeistari

Ég sé að ríkisstjórnin er búin að ráða nýjan upplýsingafulltrúa.  Sigurð Má Jónsson. Vanan blaðahauk, af Morgunblaði og Viðskiptablaði, og varaformaður Blaðamannafélagsins.  Sannur fulltrúi þess sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir.  Það fyndna séð út frá mínum sjónarhóli er það að ég skrifaði blogg um hann út frá pistli sem hann skrifaði fyrir nokkrum vikum síðan.  Svo lokaorðin í þeim pistli eiga vel við í dag.   Langtum meira en þá.  Þetta eru lokaorðin:

Já það er erfitt að sjá allt fyrir á þessum óróatímum.  En að fara að kenna seinustu ríkisstjórn um alla óáran í heiminum er fáránlegt ef ekki heimskulegt. Hún reyndi sitt bezta við erfiðar aðstæður og náði ótrúlegum árangri  að mörgu leyti.  Sigmundur Davíð og Bjarni héldu sínar ræður í gríð og erg á seinasta þingtímabili um það hve auðvelt væri að gera betur.  Nú gefst þeim tækifæri á að sýna það, byrjunin lofar ekki góðu.  Hvað sem Sigurður Már Jónsson segir.  Vonandi segir Sigurður Már okkur raunsannar fréttir af þeim félögum næstu árin.  En ég efa það.  Hann hlustar of mikið á rödd Meistarans. Og Meistarinn er Frjálshyggja á hverfanda hveli.

Ætli við óskum ekki ríkisstjórninni til hamingju með þennan nýja áróðursmeistara, hann mun segja okkur fréttir af afrekum meirihlutans. Sem ég er hræddur um að verði ekki þjóðinni til heilla. Því mörg okkar trúa því sem stendur á vegg Tukthússins á Skólavörðustig.  Öðruvísi veröld er möguleg.


 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli