mánudagur, 27. apríl 2015

Guðmundi Andra varpað á dyr

Enn sortnar yfir fjölmiðlaflórunni og ólguskýin  hlaðast upp. Eigendur pappírsfjölmiðlanna sífellt ósvífnari, ritstjórar eiga að vera þvottatuskur sem hægt er að nota í hvað sem er.  Það
hlýtur að vera erfitt að vera í vinnu hjá þessum lýð. Það er ömurlegt að vera blaðamaður í dag. Ég á það, ég má það enn allsráðandi. Einn vinsælasti pistlahöfundur landsins á ekki að þvælast fyrir eigendum.  Er verið að segja honum að hans tími sé kominn?


„Í gær skilaði ég af mér mánudagsgrein samkvæmt venju. Í blaði dagsins reyndist hins vegar köttur í bóli bjarnar.“ Þetta skrifar Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur sem skrifað hefur fasta pistla í Fréttablaðið á mánudögum um margra ára skeið, á Facebook-síðu sína í morgun. Á þeim stað sem pistill Guðmundar Andra birtast vanalega er þess í stað grein eftir Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmann stærsta eiganda Fréttablaðsins, með fyrirsögninni „Að ljúga með blessun Hæstaréttar“.