sunnudagur, 19. nóvember 2017

Flóttamenn. Borga skuldina eða farvel

Alltaf er maður stoltur að vera Íslendingur. 5 lögreglumenn fylgja honum úr landi. Offsóttum Írana vegna kynhneigðar. Karl sem hefur náð að aðlagast. Gifst Íslendingi í óþökk yfirvalda hér, giftast á Ítalíu,  til Íslands fær hann ekki að koma. Er hann hættulegur, ofbeldisfullur. Stundin ræktar hlutverk sitt sem ábyrgur fjölmiðill. Birtir fréttit af þessu. Hann á að borga skuldir sínar Allir Íslendingar gera það. Líka Sigríður Andersen. Líka Bjarni Benediktsson.
Við ættum kannski að hafa það svona, borgið eða far vel. Hvað gerist þegar þau borga ekki skuldir Þá verður þögn og síðan skuldin niður færð hægt og rólega, ekki láta fjölmiðla vita, þeir skemma allt. 

Útlendingur sem færður er úr landi samkvæmt lögum þessum skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að hann fer ekki úr landi af sjálfsdáðum. Krafan er aðfararhæf og hún getur auk þess verið grundvöllur frávísunar við síðari komu til landsins. Lögreglunni er heimilt að leggja hald á farseðla sem finnast í fórum útlendingsins til notkunar við brottför. Sama gildir um fjármuni til greiðslu á kröfu vegna kostnaðar við brottför og gæslu samkvæmt ákvæði þessu.“