þriðjudagur, 20. ágúst 2013

Bjarni Benediktsson: Svei attan

Já, svona eru stjórnmál á Íslandi.  Bjarni Benediktsson: 

í kosningastefnuskrá :  

Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan  Evrópusambandsins en innan-
þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu

í dag: 

Það er hins vegar mín skoðun, og ég ræddi það fyrir kosningar að það gæti farið vel á því að við efndum einhvern tímann á fyrri hluta kjörtímabils, eða þá að það gæti orðið á seinni hlutanum, til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsmálin.

Hugsið ykkur orðalagið „það gæti farið vel á því" og       „ eða þá að það gæti orðið á seinni hlutanum".  Svona talar hjartahreinn og einlægur foringi sema allir eiga að treysta.  Svei attan.