miðvikudagur, 14. september 2016

Formaðurinn og Skíthælarnir

Enn er hann á ferð sá sem ekkert hefur gert af sér. Tortola þekki hann ekki, Kröfur þekkir hann ekki.  Við þurfum ekki að nefna nafn hans, allir þekkja það. Skíthælarnir umkringja hann vilja honum allt illt.  Að hans mati.  Ef lífið væri svona einfalt, Ég og Skíhælarnir. 

 „Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
Úr kjördæmi hans

„Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir, til að sjá um aftökuna.“




 En auðvitað höfum við áhyggjur af honum, hvert sálartetrið er að bera hann. Enginn vill þeim illt sem virðist eiga svo erfitt.  Því væri gott ef það væri einhver sem gæti sagt við hann: Þetta er búið. 
Það gerir ekki þessi samstarfsmaður hans: 
Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, kveðst íhuga varaformannsframboð í Framsóknarflokknum. Frá þessu greinir hann í viðtali við Fréttablaðið. Þar segir hann að þessa dagana séu flokksmenn að reyna að átta sig á því hver ætli að leiða flokkinn. Sjálfur er hann sannfærður um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gegni formannsembættinu áfram.

„Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
„Ætli þetta sé ekki þrjóska. Ég mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig frá því ég byrjaði í pólitík. Ef þeim tekst ætlunarverk sitt verður það aðeins með því að þeim takist að fá framsóknarmenn sjálfa, fólkið sem ég hef verið að vinna fyrir, til að sjá um aftökuna.“

Halló þjóð er einhver heima?