föstudagur, 7. apríl 2017

Sigurður A. Magnússon

Menningarmaður með stórum staf. Skáld með stórum staf. Baráttumaður engum líkur. Olli  byltingu í blaðaútgáfu fyrst með lista og bókmennta umræðu í Lesbók Morgunblaðsins. Svo með ritstjórn og þjóðmálaumræðunni í Samvinnunni. 
Við lentum hlið við hlið á mótmælafundi gegn Víetnamstyrjöldinni í Tjarnarbúð í desember 1968 frekar en 69., í lok fundarins vildu fundargestir láta fleiri í Miðbænum vita af baráttumálum fundarins og ætluðu að labba út á Austurvöll og út í Austurstræti sem búið var að tilkynna yfirvöldum með góðum fyrirvara.  En lögreglan vildi ekki hafa slíkan ósóma og reyndi að koma í veg fyrir þetta. Nokkrir voru handteknir þará meðal SAM. Það gat kostað ýmislegt að taka þátt í mótmælum jafnvel þótt maður hefði unnið á Mogganum. Við hlupum nokkur út á Austurvöll. Góður vinur minn lenti í hrömmum  lögreglumanns og var keyrður niður, ég bjargaði gleraugum hans, gleraugu voru dýrari í þá daga, en hann lenti í lögreglubílnum með Sigurði og völdum hópi. Ætli þetta hafi ekki verið 21. Desember? Svo var Þorláksmessuslagurinn tveim dögum seinna og Sigtúnsfundurinn.
 Hann var hamhleypa til verka. Þýðingar, margar góðar, Dreggjar Dagsins, Safnarinn, Blindgata í Kaíró; Hemingway, Joyce, Brecht;ljóðaskrif, ævisögur, pistlar, greinar, bókmennta og leikhúsgagnrýni. Leiftrandi í anda,Mannréttindi. Vietnam, Grikkland, Herstöðvar á Íslandi, Friðarberi. 

Blessuð sé minning hans.