sunnudagur, 22. september 2013

Haustak: Forsetinn enn einn á ferð

Enn er forseti vor á ferð, hitti hann Ban Ki-moon í New York.  Hvað var forsetinn að ræða við framkvæmdastjóra SÞ?   Framkvæmdastjórinn styður alþjóðlegt samstarfsverkefni um þurrkun matvæla.  Ekki er tekið fram hvernig, fjárhagslega eða málefnalega? Í fréttatilkynningunni segir þetta:   


Samtvinnun hreinnar orku og eflingar fæðuöryggis í veröldinni er eitt af meginviðfangsefnum Sameinuðu þjóðanna á nýrri öld. Íslendingar hafa í áratugi þurrkað þorskhausa, beinagarða og annað sjávarfang, sem áður var hent, og flutt út til Afríku þar sem þær afurðir nýtast almenningi. Að undanförnu hefur fyrirtækið Haustak á Reykjanesi einnig þurrkað kjöt, ávexti og grænmeti í tilraunaskyni og sýnir sú reynsla að þurrkunaraðferðum Íslendinga má beita á margvíslegar afurðir.

Já lesendur góðir það er fyrirtækið Haustak sem vinnur að þessu hjá okkur, hvorki meira né  minna. Það eru margir starfsmenn SÞ sem taka þátt í þessum umræðum.  En enginn fulltrúi fagráðuneyta íslenskra, enginn fulltrúi Umhverfis og auðlindaráðuneytis, enginn fulltrúi  atvinnumálaráðuneyta íslenskra.  Enda sér Forsetinn um þetta fyrir okkur. Hver er færari? 

   
Síðan var rætt um aukið samstarf á Norðurslóðum. Þar sem forsetinn ætlar að standa fyrir Hringborði Norðurslóða (Arctic Circle) í næsta mánuðu (október) í Hörpu að sjálfsögðu. Ekki hafði ég heyrt minnst á það áður.  En það sem er merkilegt að hvergi er að finna orð um þetta þing, á forsetaskrifstofusíðunum, ráðuneytissíðum, en loksins fann ég á google upplýsingar.  og þetta.  Þetta virðist ætla að vera mikið húllumhæ.  

Það er ýmislegt sem forsetinn brallar. Auðvitað allt fyrir okkur.Það er spurningin á hverjum hann hafi Haustak.  


Svo fræddi Framkvæmdarstjórinn Forseta okkar um Sýrland og samninga þar af lútandi.  Það er gott að hann hafi sem mesta vitneskju um það. Kannski hann skili kveðju til utanríkis eða forsætisráðherra???? 

Hér er fréttatilkynningin í heilu lagi: 

Fréttatilkynning
frá
skrifstofu forseta Íslands
FUNDUR FORSETA OG BAN KI-MOON
FÆÐUÖRYGGI FÁTÆKRA ÞJÓÐA
REYNSLA ÍSLENDINGA AF ÞURRKUN MATVÆLA
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti síðdegis í gær, 20. september, fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðvum samtakanna í New York. Á fundinum kom fram eindreginn stuðningur Ban Ki-moon við alþjóðlegt samstarfsverkefni um þurrkun matvæla sem byggt yrði á reynslu Íslendinga af þurrkun sjávarafurða. Fyrr um daginn átti forseti fund um þetta verkefni með nokkrum æðstu yfirmönnum Sameinuðu þjóðanna.
Samtvinnun hreinnar orku og eflingar fæðuöryggis í veröldinni er eitt af meginviðfangsefnum Sameinuðu þjóðanna á nýrri öld. Íslendingar hafa í áratugi þurrkað þorskhausa, beinagarða og annað sjávarfang, sem áður var hent, og flutt út til Afríku þar sem þær afurðir nýtast almenningi. Að undanförnu hefur fyrirtækið Haustak á Reykjanesi einnig þurrkað kjöt, ávexti og grænmeti í tilraunaskyni og sýnir sú reynsla að þurrkunaraðferðum Íslendinga má beita á margvíslegar afurðir.
Í heimsókn Ban Ki-moon til Íslands kynnti forseti framkvæmdastjóran-um hugmyndir um alþjóðlegt samvinnuátak á þessu sviði og voru fundirnir í New York framhald af þeim viðræðum.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti einnig miklum áhuga á auknu samstarfi á Norðurslóðum og kynnti forseti honum alþjóðlegt þing, Hringborð Norðurslóða – Arctic Circle, sem haldið verður á Íslandi 12.-14. október, en þar verða þátttakendur frá ríkjum Norðurslóða, Asíu og Evrópu.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gerði einnig grein fyrir stöðu mála í Sýrlandi og tilraunum sínum og Sameinuðu þjóðanna til að treysta þá samninga sem unnið hefur verið að undanfarið.
Fundinn með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sátu einnig Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Jón Erling Jónasson varafastafulltrúi og Örnólfur Thorsson forsetaritari.
Fundinn um fæðuöryggi og þurrkun matvæla sátu Robert Orr, aðstoðarframkvæmdastjóri á sviði stefnumótunar, Kandeh Yumkella, sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í málefnum hreinnar orku, Sigrid Kaag, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, David Nabarro, sérlegur fulltrúi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á sviði fæðuöryggis, og Anthea Webb, stjórnandi á sviði fæðu- og næringarmála.
Mynd frá fundi forseta með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna má nálgast á heimasíðu embættisins.
21. september 2013
Nánari upplýsingar veita skrifstofa forseta Íslands (540 4400), Örnólfur Thorsson forsetaritari (896 3028) og Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri (820 4946). 



Svo er gott að glugga í hvað segir um embætti og stöðu Forseta Íslands í stjórnarskránni.... 

12. gr. Forseti lýðveldisins hefur aðsetur í Reykjavík eða nágrenni. 13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
 Ráðuneytið hefur aðsetur í Reykjavík. 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. 15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim. 16. gr. Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
 Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði. 17. gr. Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund halda, ef einhver ráðherra óskar að bera þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðveldisins hefur kvatt til forsætis, og nefnist hann forsætisráðherra. 18. gr. Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta. 19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. 20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
 Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.
 Forseti getur vikið þeim frá embætti, er hann hefur veitt það.
 Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættaskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum ellistyrk.
 Með lögum má undanskilja ákveðna embættismannaflokka auk embættismanna þeirra, sem taldir eru í 61. gr. 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 22. gr. [Forseti lýðveldisins stefnir saman Alþingi eigi síðar en tíu vikum eftir almennar alþingiskosningar. Forsetinn setur reglulegt Alþingi ár hvert.]1)
   1)
L. 56/1991, 3. gr. 
 23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum.
 [Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.]1)
   1)
L. 56/1991, 4. gr. 
 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
   1)
L. 56/1991, 5. gr. 
 25. gr. Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. 26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. 27. gr. Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum. 28. gr. Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum].1) Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný].1)
 [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi.]1)
 Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa út, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið.
   1)
L. 56/1991, 6. gr. 
 29. gr. Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó eigi leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis. 30. gr. Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.