Sigur Alexei Tsipras sýnir auðvitað að gríska þjóðin vill gefa umheiminum langt nef eftir meðferðina á sér seinustu árin. Hann kemur vel fyrir virðist vita hvað hann vill. Fékk bandaríska auglýsingastofu til að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Gríska þjóðin hefur þurft að búa við atvinnuleysi, niðurskurð á öllum sviðum og allsherjarhrun velferðar og heilbrigðiskerfis. Ég held ég hafi lesið að um 30.000 grískir læknar starfi nú í Þýskalandi og Bretlandi.
Svo er spurningin hvernig gengur að semja að nýju, þjóð án gjaldeyris gerir ekki mikið, eins og við fengum að kynnast. Spurningin snýst um það hvort Tsipras tekst að endurvekja traust umheimsins og stóru, öflugu þjóðanna. Það gengur ekki lengi að segja Við borgum ekki, við borgum ekki.