miðvikudagur, 25. febrúar 2015

Lekar: leyndarhyggja og alræði meirihlutans

Það er margt skrítið í kýrhausnum, lekamál skjóta upp kollinum hér og þar. 
Hafnarfjarðarbrandari einn verður að grískum harmleik. 
Starfsmaður kallaður á fund kjörinna fulltrúa til að gefa upplýsingar um yfirmann sinn. 
Hafnarstjóri sem ég hef heyrt að sé vel liðinn af flestum og hefur meira að segja látið höfnina skila ágóða. En hin nýi meirihluti hefur gert hann að bjálka í Meirihlutaauga sínu. Allt í einu eru varir allra í meirihlutanum innsiglaðar. Fólk sem aldrei hefur séð fréttamann án þess að bunan standi út úr því er allt í einu þögult sem gröfin. Björt Framtíð verður Skuggaleg Fortíð,  The Go Go´s eru vinsælar í Firðinum.
Ef við færum okkur dálítið norðar, þá er Bæjarstjóri sem finnst óþægilegt að hafa áheyrnarfulltrúa minni hlutans í nefndum og ráðum:  

„Eru minnihlutaflokkarnir — þessi flokkur eða hinn — bara í því að skapa tortryggni eða að reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju. Menn verða kannski bara þreyttir á því, að standa í svoleiðis pólitík. Við viljum ekkert með þetta hafa. Það má alveg gagnrýna þetta,“ sagði Gunnar á málþinginu.

Já það er voðalegt að hafa þetta lýðræði, einhverjir minnihlutahópar sem gera ekkert annað en hrópa spilling, spilling. Þetta segir Bæjarstjórinn sem þarf að spara svo mikið til að borga launin sín, 1,8 millu á mánuði, hæstlaunaðasti bæjarstjóri landsins!!!  

Já, lesendur góðir, vitið lekur úr Kýrhausnum á meirihluta í mörgum Sveitafélögum.  Þá gleymist allt tal um lýðræði.  Maður talar bara um það svona rétt fyrir kosningar. Eftir kosningar er það leyndarhyggja og alræði meirihlutans sem á að ríkja.    


The Go Go´s My lips are sealed ...... hver var það 
aftur sem sagði Read my lips???

þriðjudagur, 24. febrúar 2015

Tony Blair: Stjörnuhrapið mikla

Einu sinni var vonarstjarna margra vinstrimanna Tony Blair.  Munið hann, hann sem vildi taka upp þriðju leiðina og breyta heiminum til hins betra.  Sameina vinstri stefnu og markaðshugmyndir !!!
Og hvar er hann núna, karlinn sem yfirgaf hugmyndir sínar í valdaleik, æddi út í stríðsleiki með George Bush yngri af öllum mönnum. Tapaði tiltrú flestra með tímanum. Og hvað gerir hann núna?

Ráðgjafi einræðisherra og hæstbjóðenda,  í grein Nicks Cohn í Guardian 2012 kemur í ljós að hann hafði þegið 13 milljónir dollarara af einræðisherranum í Kasakstan, Nursultan Nazarbayev, sem notar „silkihanskaaðferðir á andstæðinga sína":  lætur skjóta verkfallsmenn, brenna skrifstofur stjórnarandstæðinga og myrða leiðtoga andstöðunnar.  Faðmur hans er útbreiddur til allra sem banka upp á með seðlabúnt. 

Hann dró með sér aðra stjórnmálamenn, ráðgjafar fá vel borgað hjá harðstjórum og uppburðarlitlum ráðamönnum.  Enn eru breskir stjórnmálamenn að láta hanka sig á ráðgjafarstörfum sem hefur auðvitað ekkert að gera með pólitík, tveir fyrrum utanríkisráðherrar, Malcolm Rifkin og Jack Straw. 

Þessi skilaboð sendi han út við andlát Abdullah, Saudi-Arabíu konungs:

I am very sad indeed to hear of the passing of the Custodian of the Two Holy Mosques King Abdullah. I knew him well and admired him greatly. Despite the turmoil of events in the region around him, he remained a stable and sound ally, was a patient and skilful moderniser of his country leading it step by step into the future. He was a staunch advocate of inter faith relations. He founded KAUST, the science and technology university where women and men are educated equally. And today there are more women in higher education than men. He allowed thousands to be educated abroad, people who have experience of the world and will play a big part in the future of the country. He appointed women Ministers. He invested in renewable energy. And of course he launched the Arab Peace Initiative in 2002 which has stood the test of time as a potential basis for a solution to the Israeli Palestine issue. He was loved by his people and will be deeply missed.

Tony Blair hefur verið ráðgjafi í olíuiðnaði hjá Pedro Saudi í eigu konungafjölskyldunnar í Saudi-Arabíu.  Og kjörin hafa verið ansi  ríkmannleg. 

 A previously secret contract with a Saudi oil company headed by a member of the country’s royal family has been leaked showing Mr Blair charging £41,000 a month and 2 per cent commission on any of the multi-million-pound deals he helped broker. 

Hann á orðið auð upp á hundruð milljóna þar á meðal 31 fasteign sem metnar eru á 5000 milljónir íslenskra króna.

Hann er ráðgjafi ógnarstjórnarinnar í Egyptalandi,listinn er endalaus. Þetta er fín stofnun sem hann rekur. Hann á að vera sérstakur ráðgjafi, SÞ, ESB, Rússlands og Bandaríkjanna um Miðausturlönd, hverju hefur það skilað.  Svo gerðist hann kaþólikki fyrir nokkrum árum.  Talaði um kristnina í sannfæringu sinni um að réttlátt hefði verið að ráðast á Írak. Og pólitískar hugmyndir Blairs? 
Hurfu þær ekki í stríðssöng Vesturveldanna?  Einu söngvar sem maður heyrir í dag eru: Money, money.  Enda voru þeir hreyfiaflið í huga Blairs, ekki betri heimur. 

Hér er smálisti í lokin af þessum
  • June 2007 Appointed Middle East envoy. Salary/fee - None
  • Jan 2008 Appointed adviser to JP Morgan. Salary/fee - £l million a year
  • Man 2008 Appointed adviser to Zurich International. Salary/fee - £500,000 a year
  • Aug 2008 Appointed adviser to South Korea's Ul Energy Corporation. Salary/fee - Unknown
  • Feb 2009 Appointed adviser to government of Kuwait on good governance. Salary/fee - £8 million a year
  • July 2009 Takes role with United Arab Emirates investment fund Mubadala. Salary/fee - £1 million a year
  • Jan 2010 Appointed adviser I to Moet Hennessy Louis Vuitton. Salary/fee - Unknown
  • Nov 2010 Secret contract with a Saudi oil company headed by a member of the country's royal family. Salary/fee £41,000 a month and 2 per cent commission on any of the deals he helped broker.
  • Oct 2011 Appointed adviser to Kazakhstan government. Salary /fee - £8 million a year
  • Nov 2012 Appointed adviser to Sao Paulo state government. Reported salary/ fee - Unknown
  • July 2014 Appointed adviser to the consortium behind the gas line from Azerbaijan to Italy. Salary/fee -Unknown
 Minnir þessi mynd ekki á einhvern annan?


sunnudagur, 22. febrúar 2015

Davíð og Geir: Merkilegir stjórnmálamenn

Þjóðin fagnar þegar Davíð kemur til dyranna.  Með kaffifantinn í hendinni.  Eða er þetta hann? Það er skrítið að fyrrverandi Seðlabankastjóri skuli þurfa að svara ákalli þjóðarinnar nafnlaust.  Og ráðast á samstarfsmann sinn til áratuga og neita að taka ábyrgð á sínum eigin gjörðum.  Það var ríkisstjórnin hrópar hann út í ofsaveðrið.  Hann veifar bláu hendinni og
flokksfélagarnir fagna.  Veifa fána nýfrjálshyggjunnar þegar hún er búin að rústa þjóðarbúinu. Og öll umræðan fer á hærra plan!

Þegar Alþingi leitaði eftir samtalinu fræga þá kom svar sem er nú ansi holtaþokulegt frá Seðlabankanum 2013:

„að ræða aðgerð af hálfu Seðlabank­ans, sem hvorki nú né þegar at­vik gerðust, er háð sam­ráði við ráðherra, þó svo að slíkt geti í ein­hverj­um til­vik­um tal­ist eðli­legt að sé gert.“

Það er nú hægt að túlka þetta á ýmsa vegu.  En samt býr að baki að ábyrgðin og ábyrgðin ein er Seðlabankans.  Og ef Seðlabankinn hefur farið eftir skipun ríkisstjórnarinnar, þá er spurningin hvort ekki eigi að höfða málsókn og skaðabótamál gegn bankastjórunum þremur. 

Orðspor fyrrum forsætisráðherra verður alltaf dapurlegra með hverju árinu sem líður.  Það breytist svo sem ekkert með yfirlýsingu Davíðs (ekki Davíð?).  Og hver er nú þessi Davíð?

„Þetta samtal, það er búið að vera að magna það upp. Ómerkilegir stjórnmálamenn sem hafa verið að reyna að gera það að einhverju aðalatriði. Þetta samtal var tekið upp, reyndar ekki með minni vitund. Ég vil ekki birta það því ég tel að það eigi ekki að hlera eða taka upp samtöl við
forsætisráðherrann við svona aðstæður. Þá geta menn bara komið seinna og reynt að koma á menn höggi vegna þess,“ sagði Geir H. Haarde í þættinum aðspurður um hljóðupptökuna.

Já, lesendur góðir, ómerkilegir stjórnmálamenn.  Það er gaman að virða fyrir sér framgöngu merkilegra stjórnmálamanna.  Það lyftir andanum. 

fimmtudagur, 19. febrúar 2015

Styrmir Gunnarsson: Óbragð í munninum

Ein furðulegasta bók seinni ára er bók Styrmis Gunnarssonar.  Eiginlega ætlaði ég ekki að lesa þessa bók, en hún blasti við mér á bókasafninu og ég stóðst ekki freistinguna.  

 Bókin er sögð fjalla um Kaldastríðið og Vináttu sem nær út yfir stjórnmálaerjur. Í köldu stríði Vinátta og barátta á átakatímum.  Vináttu áhrifafólks frá barnaskóla til gamals aldurs.Fólks sem varð ráðherrar, þingmenn, áhrifamenn á listasviði, útgáfu.   Bekkurinn hans Skeggja, kennarans sem birtist allt í einu í öðru ljósi fyrir rúmu ári, barnaníðingurinn sem réðst á
minnimáttar í bekkjum að sögn, en ekki í bók Styrmis.  Hann er að fjalla um annað. Sjálfan sig, maður með silfurtungu, sem kemst áfram þrátt fyrir fjölskyldu með vafasama fortíð (nazistar) og tengist inn í aðra með vafasama nútíð (róttæklingar). 

Þessi lýsing á samskiptum þessara vina verður aldrei sérlega djúp.  Sumt svolítið vandræðalegt eins og skot Styrmis í Bryndísi Schram sem kemur fyrir oft í bókinni.  En einhvern veginn speglar þessi hópur eitthvað sjúklegt. Sérstaklega eftir að lesa réttlætingu Styrmis á hlutverki sínu sem njósnara og milligöngumanns uppljóstrara í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, Æskulýðsfylkingunni og seinna Alþýðubandalaginu.  Þetta er ansi ótrúlegt hugsa ég fyrir marga að sjá fyrir sér Styrmi keyrandi á leynilega staði með seðlabúnt í vasanum að hitta fyrir sér mann sem er orðinn afhuga sósíalistum á Íslandi en heldur áfram að starfa og mæta á fundi ár eftir ár.  Eitthvað er þetta ótrúverðugt, ég hef grun um að höfundur hafi fært þetta í stílinn til að fela hin raunverulega heimildamann sinn.  Ef þetta er eins og hann lýsir væri trúlega hægt að finna hann út frá frásögn um stjórnmálanámskeið á bls. 121. Þetta er ansi John Le Carré líkt.   Og réttlætingin um þetta tímabil sem stríð þar sem Styrmir er fótgönguliði að eigin sögn, þar sem tilgangurinn helgar meðalið, að hálfnjósna um vini sína og kunningja. En um leið og bjóða þeim á hina helgu skrifstofu og aðstöðu Morgunblaðsins í mat, líklega á kostnað blaðsins, sitja með þeim að sumbli næturlangt, og hafa bara einu sinni samviskubit, skilur eftir óbragð í hálsinum á mér.  

Það sem gerir þó þessa bók ansi áhugaverða fyrir mig eru skýrslurnar um fundi sósíalista á þessum tíma. Ég var unglingur á þessum tíma, með áhuga á pólitík, og heyrði oft af þessum fundum hjá kunningjum mínum og vinum á þeim árum.  Þarna var hafin þessi barátta harðlínusósíalista og þeirra sem vildu stóran vinstriflokk þar sem fólk sameinaðist um ákveðin málefni til að ná meiri áhrifum í íslensku samfélagi. Fjallað er um SÍA skýrslurnar, samskipti við Hannibal og hans lið.  Um það hvernig Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason missa hugmyndalegt forystuhlutverk sitt smám saman.  Þjóðernissinnar og praktískir athafnamenn taka völdin. Harðlína einkennir smám saman aðeins Æskulýðsfylkinguna og sérvitringa í SR.  Margt kannast ég við frá 9. áratugnum þegar ég var virkur í Alþýðubandalaginu og Herstöðvaandstæðingum.  Heift og skítkast.  Sem flæmdi með tímanum marga frá vinstri stjórnmálum.

Í köldu stríði skilur eftir sig skrítna tilfinningu, það eru engin stórtíðindi í henni,  upplýsingar hafa áður komið fram um eftirlit og njósnir um vinstri menn af hálfu yfirvalda, hér á landi og annarstaðar.   Þarna er sagt frá einu eða nokkrum dæmum um net Eyjólfs Konráðs, sem virðist hafa verið nokkurs konar könguló Bandaríkjamanna sem spann vef til að ná frekari
upplýsingum en lögregla og nokkurs konar leyniþjónusta gerði.  Þar sem komið var í veg fyrir frekari þekkingu  með því að brenna gögn fyrir nokkrum áratugum á ólöglegan hátt. En stóra spurningin er um manninn sem skrifaði bókina.  Hann virkar á mig ansi óhugnanlegur.  Eflaust sjarmerandi maður sem á gott með að umgangast fólk, ég hef aldrei hitt hann, hefur kunnað að nýta sér veikleika annarra, í mínum augum ansi siðblindur.  Aðrir hafa eflaust aðra skoðun á því.    
   
Myndir: Höfundur Kalt stríð I,II


mánudagur, 16. febrúar 2015

Minning: Sigurður Vilhelm Kristinsson (Sissi)

Það var ofsaveður þegar við kvöddum Sissa, Sigurð Vilhelm Kristinsson, í Heydalakirkju laugardaginn 14. febrúar.  Í rigningunni í kirkjugarðinum var skrítið að hugsa til þess að þær yrðu ekki fleiri móttökurnar á Skarði sem maður fékk upplýsingar og fréttir um fjölskyldu, tækni og
ferðamennsku hjá honum.  Ég sem hafði hitt Sissa fyrst árið 1976, um haustið, á Hlíðarenda, síðan nær á hverju ári eftir það fyrir utan 4 ár þegar við Bergþóra dvöldumst í útlöndum.  

Ég tengdist Sigurði og Ásdísi konu han í gegnum konu mína, Ásdís er systir hennar.  Þau voru með búskap á Hlíðarenda í norðurdalnum í Breiðdal.  Þar dvöldust börn okkar mörg sumur, fyrst hjá Gísla föður Bergþóru og Sigurbjörgu móður hennar, en þarna voru tveir bæir, Hlíðarendi og Þrastahlíð, síðan hjá Ásdísi og Sissa.  Það var oft mikið um að vera hjá þeim, þau tóku á móti börnum í sumardvöl frá Reykjavík sem urðu fjölskylduvinir alla tíð og sum vinir okkar.  

Þegar aðrir fóru að hugsa um starfslok, fóru þau í ævintýri ferðamennskunnar, keyptu þrjá bústaði sem stéttarfélög höfðu átt í Breiðdalnum og komu upp ferðaþjónustu sem stækkaði og blómgaðist, lítið fjölskyldufyrirtæki sem með tímanum stóð ágætlega undir sér.  Þau lifðu og hrærðust í þessum heimi, maður fékk oft skemmtilegar sögur og fréttir af kúnnum og atburðum.  Síðar kom sonursonur þeirra Siggi Boggi inn í starfið með þeim og hefur meira að segja menntað sig í þessari grein. Svo hófu þau líka sauðfjárbúskap að nýju,  og við hjónin voru meira að segja dregin í leitir á gamals aldri!  

Sissi var hlýr og einlægur maður, sem alltaf kom manni á óvart.  Hann var völundur í ýmis konar tækni, maður fékk fréttir hjá honum árlega um samskipti hans við umheiminn, hann sýndi manni hreykinn samband við tyrkneska sjónvarpsstöð eða pólska handboltasýningu, þegar flestir Íslendingar létu sér næga íslenskar sjónvarpsstöðvar.  Hann var hjálplegur nágrönnum sínum við að koma upp slíkri tækni, gervihnattadiskur hans var engin smásmíði. Sissi hafði mikla tónlistargáfu, hafði spilað á orgel og stjórnað kirkjukórnum á Djúpavogi og spilað í danshljómsveit. Brúnin lyftist á honum þegar hann spilaði eitthvað gott frá rokktímabilinu, Elvis, Jerry Lee eða Johnny Cash!   Hann var laginn við börn og samband hans við þroskaheftan son sinn var einstakt, sonarsynir hans voru í stöðugu sambandi við hann og ansi er mikill missir þeirra, föður þeirra Arnaldar, Gróu konu hans svo  og Ásdísar. 

Lífið í Norðurdalnum verður ekki eins og áður þegur Sigurður Vilhelm tekur ekki á móti manni.  En svona er lífið, því lýkur og minningarnar eru eftir.  Sissi veiktist í haust af krabbameini, hann lá fyrst á Landspítalanum í Reykjavík sem við heimsóttum hann, það var auðséð að hverju stefndi.  Hann lá svo seinustu vikurnar á Sjúkraheimilinu á Egilsstöðum til að geta verið nær ættingjum.  Nú er hann horfinn og skemmtileg atvik koma upp í hugann.  Og lífið heldur áfram fyrir okkur hin. 

Við eigum vonandi eftir að koma í þennan fallega dal, það er einstök náttúrufegurð, gönguleiðir og fjallasýn. Við höfum prílað upp um fjöll og firnindi, með og án barna, að sumarlagi.  En það getur verið kuldalegt og hryssingslegt veðrið eins og það var á laugardaginn var þegar við kvöddum Sigurð Vilhelm Kristinsson í hinsta sinn, um kvöldin hvessti og rigndi allt að því eldi og brennisteini. Það hrikti í húsunum í dalnum og upp í minnið komu sögur um þök sem lyftust af húsum og hurfu út í buskann um niðdimma nótt en sem betur fer búum við í dag oftast við önnur skilyrði.  Þegar við kvöddum Breiðdalinn á sunnudeginum hafði snjórinn og klakinn minnkað, fjöllin voru allt öðru vísi en þegar við komum. Þegar við keyrðum út dalinn, hljóp heil hreindýrahjörð yfir veginn.  Börnin sem voru í bílnum með okkur urðu uppnumin.  Þau höfðu séð hreindýr í fyrsta skipti!
 






fimmtudagur, 12. febrúar 2015

Glæpur og refsing

Það er sorglegt að menn lenda í fangelsi, það bætir fáa, en glæpir þeirra eru miklir, þeir sem voru leiðandi að setja heilt samfélag á hliðina. Þess vegna er ég ansi feginn að þeir fengu sína refsingu.Hæstiréttur orðar þetta vel í þetta skipti. 





„Þessi brot voru stór­um al­var­legri en nokk­ur dæmi verða fund­in um í ís­lenskri dóma­fram­kvæmd varðandi efna­hags­brot.  Kjarn­inn í hátt­semi ákærðu fólst í þeim brot­um, sem III. kafli ákær­unn­ar snýr að, en þau voru þaul­skipu­lögð, drýgð af ein­beitt­um ásetn­ingi og ein­dæma ófyr­ir­leitni og skeyt­ing­ar­leysi. Öll voru brot­in fram­in í sam­verknaði og beind­ust að mik­il­væg­um hags­mun­um,“ seg­ir orðrétt dómn­um.

Mér er ekki illa við þessa menn, þeir æddu áfram í sporum tíðarandans, alltaf var ástæða til að ganga spori lengra, sum svör þeirra fyrir dómi sýndu lítin siðferðilegan þroska, algjöran vanþroska.  Því eru þeir dæmdir núna.  Fjölskylda og ættingjar eru harmi slegin.  En dómurinn er réttlátur í þetta skipti. 


Það hefði verið voðalegt ef dómurinn hefði fallið á annan veg. Við þurfum ekki að velta þessu meira fyrir okkur.  Dómur hefur verið kveðinn upp.

 

Skattarannsóknastjóri: Maður dagsins

Það er skrýtið að stórsvindlarar skatts eigi að geta keypt sig út úr glæpum sínum.  

Þetta eru sæmilegar upphæðir en þetta er glæpur, sekt fyrir smáupphæðafólk, fangelsi fyrir stjórþjófa. 

Þetta er svona einfalt.  Engar breytingar á lögum um það.  

Og Bjarni hefður beðið alvarlegan hnekki sem leiðtogi. Sigmundur lætur ekkert heyra í sér. 

Skattarannsóknastjóri skákaði þeim með einföldu svari við árásum ráðherra á hana: 

Hún segir að sér hafi verið brugðið við yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins.

Hún er meiri maður og drengur góður eins og sagt var forðum.  

„Sú ríkisstjórn sem nú situr ætlar ekki að gefa nein grið þeim sem ekki taka þátt í samfélagslegum skyldum sínum með því að borga skatta.“ segir Bjarninn í dag, það er holur hljómur í þessu eins og  húrrahrópum fyrir Davíð í Valhöll. 

En ætli vandinn verði ekki nótulaus viðskipti? Debet og Kredit verða að vera í lagi! Hver á að skipta um kennitölu?
                            Hver ætli  afhendi féð?   Ráðherrann í eigin persónu? Kannski Gísli Freyr?


 

þriðjudagur, 10. febrúar 2015

Fjármálaráðherra: Að draga fætur og "Amnesty"

Það er merkilegt hversu upplýsingarnar um skattsvindl í gegnum útibú HSBC risabankans í Genf í Sviss passa vel inn í umræðuna hér um þessar mundir. 

Einn stærsti banki í heimi vill láta það líta út að hann hafi það allt á hreinu en vill samt vera með í aðstoð við kúnna sína sem vilja sleppa við að borga skatta. Auðvitað stofnar hann útibú
þar sem bankaleyndin er einna mest í hinum "siðvædda" heimi.  Það er Sviss. Rætt hefur verið um að Lúxembúrg hafi verið notað á svipaðan hátt á þessum tíma af íslenskumútibúum. Þetta er "blómatími" bankaspillingar.

Þegar upp kemst vegna uppljóstrarans Hervé Falciani þá láta æðstu stjórar þessa banka sem starfar um allan heim að þeir hafi ekkert vitað.  Einn verður ráðherra viðskiptamála hjá ráðuneyti Davids Cameron.  Þegar Bretar fá að vita um undanskotið eða svindlið þá sjá yfirvöld til þess að undanvillingarnir borgi 10% af upphæðunum í skatt og málið er þaggað niður að öðru leyti.  Í Frakklandi, Spáni og Belgíu eru svindlin dómsmál, þetta er glæður.  Í Bandaríkjunum var HSBC bankinn dæmdur í himinháar sektir fyrir að þvo Mexíkóskt glæpagull.  

Fjármálaráðherra okkar vill eitthvað svipað, "Amnesty", er orðið sem hann notaði, ég vona að enginn rugli því saman við hin alkunnu mannréttindasamtök. Auðvitað vill hann ekki að þessi mál séu opinber, sjálfur er hann alltof tengdur viðskiptum og Hruni. "Allir í klíkunni vildu bara vera með, siðferðið gleymdist. Hann vill að þarna verði Sakaruppgjöf. Íslenskir Íhaldsmenn virðast alltaf feta í fótspor Breskra um þessar mundir.

Því er eðlilegt að hann spyrni við eins og hann getur, það er ekki ríkiskattstjóri sem dregur fæturna það er ráðherrann.  Enda kann hann það úr fótboltanum. 

mánudagur, 9. febrúar 2015

Skattasvindl: Trúverðugleiki stjórnarinnar í veði!

Engin lát verða á skattaundankomuumræðunni á næstu.  Viðtalið við Bjarna Ben í RUV um helgina og svo stórfrétt:  Skattasvindla peningamanna víða um heim.  Þar sem bankamenn hjálpa eignafólki að koma peningum undan skatti. 

1,3 milljarða skattaundanskot tengdust Íslandi
segir Kjarninn í dag og byggir frásögn sína af leka sem nokkrir sterkir fjölmiðlar og stofnanir stóðu að: 

The files – obtained through an international collaboration of news outlets, including the Guardian, the French daily Le Monde, BBC Panorama and the Washington-based International Consortium of Investigative Journalists – reveal that HSBC’s Swiss private bank:
Routinely allowed clients to withdraw bricks of cash, often in foreign currencies of little use in Switzerland.
Aggressively marketed schemes likely to enable wealthy clients to avoid European taxes.
Colluded with some clients to conceal undeclared “black” accounts from their domestic tax authorities.
Provided accounts to international criminals, corrupt businessmen and other high-risk individuals.
The HSBC files, which cover the period 2005-2007, amount to the biggest banking leak in history, shedding light on some 30,000 accounts holding almost $120bn (£78bn) of assets.

The revelations will amplify calls for crackdowns on offshore tax havens and stoke political arguments in the US, Britain and elsewhere in Europe where exchequers are seen to be fighting a losing battle against fleet-footed and wealthy individuals in the globalised world.
Approached by the Guardian, HSBC, the world’s second largest bank, has now admitted wrongdoing by its Swiss subsidiary. “We acknowledge and are accountable for past compliance and control failures,” the bank said in a statement. The Swiss arm, the statement said, had not been fully integrated into HSBC after its purchase in 1999, allowing “significantly lower” standards of compliance and due diligence to persist.
That response raises serious questions about oversight of the Swiss operation by the then senior executives of its parent company, HSBC Group, headquartered in London. It has now acknowledged that it was not until 2011 that action was taken to bring the Swiss bank into line. “HSBC was run in a more federated way than it is today and decisions were frequently taken at a country level,” the bank said.
HSBC was headed during the period covered in the files by Stephen Green – now Lord Green – who served as the global bank’s chief executive, then group chairman until 2010 when he left to become a trade minister in the House of Lords for David Cameron’s new government. He declined to comment when approached by the Guardian. (Guardian 9.2.2015)

HSBC er næst stærsti banki í heimi, með aðalbækistöðvar í London og 6600 starfsstöðvar í 88 ríkjum. Skattaundanskotin hafa verið stunduð í gegnum Svissneska hluta bankans og notuð bankaleynd Sviss til þess sem byggja á lögum frá 1934.  

Hér er vefur ICIJ um allt þetta mál.  Velkomin að kíkja inn!  Það verður gaman að sjá sýndarviðbrögð Fjármálaráðherra, sem virðist vera með allt niðrum sig. Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar í veði:  Eða hvað?  





sunnudagur, 8. febrúar 2015

Ráðherra ræðst á Skattrannsóknarstjóra

Ein skrítnasta upp ákoma upp á síðkastið var í sjónvarpinu í gærkvöldi.  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðst á undirmann sinn Skattrannsóknarstjóra. Einhvern veginn virðist
ráðherrann vera algjörlega úti að aka.  Auðvitað eru upplýsingar sem þessar seldar á svörtum markaði á "óhefðbundinn hátt", annars fer þessi sala ekki fram. Stjórinn fer ekki í svona aðgerðir nema með stuðningi ráðherrans og enn virðist ráðherrann ætla að heykjast á því að vera stuðningsaðili. Svo kostar þetta sitt, enginn vafi á því. Og það þarf örugglega ferðatöskur undir seðlana!

Það kemur ekki til greina að greiða fyrir gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis með ferðatöskum af seðlum.  Þetta segir fjármálaráðherra.
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur um nokkurra mánaða skeið haft undir höndum sýnishorn af gögnum sem benda til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sek um skattsvik í skattaskjólum. Skattrannsóknarstjóri hefur sagt að gögnin gefi færi á að rekja slík undanskot. Embættið fékk gögnin send að utan frá aðila sem vill selja þau. Þótt nokkuð sé liðið frá því embættið fékk gögnin í hendur hefur ekki enn verið ákveðið hvort þau verða keypt.
„Það strandar svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu. Við höfum fengið upplýsingar frá skattrannsóknarstjóra um að gögn stæðu til boða og við höfum sagst mundu styðja skattrannsóknarstjóra í að sækja þau. En skattrannsóknarstjóri verður að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að stunda skattrannsóknir og afla sér þeirra gagna og upplýsinga sem til þess þarf. Af því að sú ábyrgð verður ekki tekin af embættinu af fjármálaráðuneytinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Eftir því sem lengra líður þar til gögnin verða keypt er líklegra að meint brot á skattalögum fyrnist. „Mér hefur þótt þetta mál vera að þvælast hjá embættinu alltof lengi og að ekki hafi allt staðist sem þaðan hefur komið. Eins og til dæmis þegar embættið færir þær upplýsingar í ráðuneytið að gögnin standi til boða fyrir tiltekna hlutfallsfjárhæð af innheimtum skatttekjum sem myndi leiða af upplýsingunum. En eitthvað allt annað kemur í ljós síðar. Og auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ RUV. 07.02.201

Aðrar hugmyndir voru upp á borði hjá honum í november síðastliðinn, aðaltriðið virtist vera að þeir sem stigju fram þyrftu ekki að ganga fyrir dóm, hins vegar átti að skoða það ofan í kjölinn: 

Skattrannsóknarstjóri hafi hins vegar allar heimildir sem hann þarf, til að upplýsa skattsvik og hafi stuðning frá ráðuneytinu til að afla sér gagna.„Af þessu tilefni erum við svo að skoða þetta með amnesty ákvæðið og ég hef sett á laggirnar starfshóp til þess að vinna þá vinnu,“ segir Bjarni.

„Það má segja að það sé hugsunin að viðurkenna það að menn hafi ekki í skattaeftirliti náð að uppræta öll undanskot. Og reynsla annarra þjóða hefur verið sú að það hafi gefist vel að gefa mönnum takmarkaðan tíma til þess að skila réttum skattskilum aftur í tímann, vera laus undan refsingu en borga að sjálfsögðu það álag sem fylgir slíkum skilum. Og það gildir um öll Norðurlönd og fleiri sem hafa farið þessa leið að það hafa skapast af þessu feiknarlega miklar tekjur fyrir viðkomandi ríki. Hvort það sama verði uppi á tengingnum á Íslandi er ekki gott að segja. Við erum hins vegar ákveðin í að skoða það ofan í kjölinn og þess vegna hef ég sett þennan starfshóp á laggirnar,“ segir Bjarni.  RUV 25.11.2014

Rannsóknin ofan í kjölinn virðist ekki að eiga að fara fram hið einfalda svar Ráðherrans, eitt lítið já á aldrei að líta dagsins ljós.Þetta er allt klúður hjá skattrannsóknarembættinu.  Ráðherrann ætlar ekki að gera neitt.  Hvað gerir embættismaðurinn með vantraust ráðherrans á bakinu????


fimmtudagur, 5. febrúar 2015

Kerfi: Velferðarþjónusta eða ölmusa

Aldrei hef ég séð netheim eins logandi og seinasta sólarhringinn. 

Ólafar málið Stóra heltekur okkur öll. 


Og ýmislegt gerist í stjórnsýslunni, seinast skipun neyðarstjórnar: 

Mál Ólaf­ar kornið sem fyllti mæl­inn

Stjórn­in hef­ur fullt umboð til að gera þær breyt­ing­ar sem hún tel­ur nauðsyn­leg­ar til að bæta úr í þjón­ustu og fram­kvæmd. Stjórn­in hef­ur einnig fullt umboð til að gera til­lög­ur um breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi eða fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar til framtíðar. Farið verður í óháða út­tekt á aðdrag­anda, inn­leiðingu og fram­kvæmd ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks hjá Strætó. Þá verði sér­stök út­tekt gerð á al­var­legu máli Ólaf­ar Þor­bjarg­ar Pét­urs­dótt­ur.

 En mál þett sýnir í hnotskurn svo margt í okkar stjórnkerfi.  Nýfrjálshyggjan er komin inn á gafl og vinstrimenn hafa verið varnarlausir gagnvart háværum lausnum um ódýrari lausnir í mennta, heilbrigðis og velferðarþjónustu.  Þegar grannt er skoðað er á bak við þetta einhverskonar mannfyrirlitning gagnvart þeim sem eiga erfitt, hafa dottið út úr atvinnukerfinu, eiga ekki innangengt í það.  Það er ekki sjálfsagt að veita góða og mannvæna þjónustu. Þarna eru hugmyndir um ölmusu.  Þetta fólk skilar "engu" fé í þjóðarbúið, þess vegna er það lítils metið.  Alls kyns furðulegar hugmyndir vaða uppi hjá stjórnmálamönnum og sérfræðingum, samanborið fréttir frá Tisa viðræðum.  Alls staðar eiga peningar að stjórna lífi okkar. Barátta öryrkja seinustu áratugi fjallar um þetta.  Okkur vantar kerfi þar sem manneskjan er virt eins og hún er.  Kerfið er til að þjóna þessu fólki eins og öllum öðrum. Þeir sem eiga nóg af peningum (hátekjufólk) eiga að borga meira til þess að þetta gangi hjá okkur, þeir eiga að vera ánægðir með það að láta drjúgt af hendi til þess.

Lífið á ekki að ganga út á að fela fjármuni fyrir skattayfirvöldum á fjarlægum eylöndum.  Stjórnmálamenn eiga ekki að líta á það sem hlutverk sitt að hjálpa auðmönnum til þess.

 Það er lóðið.  Það er ekki hægt að meta allt í aurum og krónum. Mannvirðing ofar mannfyrirlitningu

þriðjudagur, 3. febrúar 2015

Vinstri vængurinn: Hvað er til ráða?

Vandi hefðbundinna vinstri flokka virðist vera töluverður um þessar mundir. 
Við sjáum það á skoðanakönnunum hjá okkur, sama er alls staðar að gerast úti í Evrópu, það kraumar undir óánægja, flokkarnir eru ekki í takt við kjósendurna. Fólk velur frekar nýja flokka sem engin reynsla er á, gefa flokkunum með hefðina og reynsluna langt nef. Gott dæmi núna eru úrslitin í Grikklandi.  Flokkur sem fer nýjar slóðir gjörsigrar.  Hann þorir að spyrja erfiðra spurninga. 


Magnús Geir, hinn ágæti Borgnesingur, bloggar um þetta hjá okkur:

Vinstri flokkarnir uppskera ekki, enda ekki búnir að sá. Þeir kjósa frekar að hoppa á mál dagsins og vona að óánægjudropinn holi steininn. Vissulega er ríkisstjórnin ekki sérlega vel þokkuð í samfélaginu en það eru vinstri flokkarnir heldur ekki.

Hérna er spurningin hvað er vinstri eða ekki, er Björt framtíð og Píratar vinstri, miðja eða hægri? Eða eru þetta ónýt hugtök, vinstri hægri?  Gunnar Smári vill fá Illuga Jökuls sem formann Samfylkingar ætli það verði? Varla.  Illugi er ekki innanbúðarmaður í Samfylkingunni, heldur ekki í Vinstri Grænum.  Hann ætti frekar heima í Pírötum, til að móta nýjar áherslur og fjölbreyttari en nú er.  Sérstaklega ef Birgitta ætlar að hætta á þingi.

Þessi umræða er eins og ég sagði ekki bara bundin við Ísland, í Social Europe, netriti um stjórnmál ef oft fjallað um þetta seinast hjá Tom Angier . Þar sem hann ræðir orsökina fyrir þessum áratuga breytingum, fylgispekt jafnaðarmanna við Evrópusambandsgrunnsjónarmið sem hafa stöðugt nálgast nýfrjálshyggjusjónarmið, ráðast hálfhjartað á aukinn mun á kjörum og misrétti í öllum samfélögum okkar sem ala af sér óánægju og fordóma t.d. gagnvart erlendu vinnuafli og nýbúum.  Þetta leiðir af sér æ meiri breytingar á hinu pólitíska munstri.  Þótt í grunninn séu þessir flokkar af sama stofni.  Óánægjuflokkar geta æ meira hrist upp í kerfinu, eins og Framsóknarflokknum tókst hjá okkur.  Það eru kjör efri millistéttar sem einkenna stefnu þessara flokka.    Ég klippi hér út nokkur atriði sem mér finnst merkileg í þessari grein.  

 Indeed, EU structures have moved ever closer to the neo-liberal consensus, thereby ensuring both political disaffection and economic inequality, while doing nothing to address incipient cultural conflict. What can the left offer that is not only practicable, but also embodies real hope for the future? 
One of the most dispiriting aspects of current European life is the way in which both State and market have crowded out autonomous civic institutions, and the left should be at the forefront of restoring such civic social space.
More widely, real pressure must be brought to bear on the abuses perpetrated by tax havens, and on those businesses which refuse to pay their workers a living wage (not to speak of those that make widespread use of unpaid internships and zero-hours contracts).
More widely, real pressure must be brought to bear on the abuses perpetrated by tax havens, and on those businesses which refuse to pay their workers a living wage (not to speak of those that make widespread use of unpaid internships and zero-hours contracts).

http://www.socialeurope.eu/2015/02/european-social-democracy-danger-terminal-decline/

Þetta er í grunninn sama sem stjórnmálabarátta snýst um hjá okkur.  Að berjast fyrir mannsæmandi lágmarkslaunum, að viðhalda stofnunum, mennta, heilbrigðis og velferðar, sem sífellt er verið að ráðast á, að einkavæða og tæta í sundur.  Samanborið Heilbrigðisumræðan um einkarekstur, útvarpsumræðan, og eftirlitsstofnanir fyrir réttindum launafólks. Hvar er baráttan gegn skattaskjólum, hvað hefur Bjarni Ben gert til að kaupa skattaundanskotsupplýsingarnar? 

Ég vil í lokin taka Einkarekstrar umræðuna í Heilbrigðiskerfinu á Alþingi í gær sem dæmi.  Ráðherra segir að ríkið eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustu.  Hvað þýðir það?   Fjölbreytt rekstrarform eins og alltaf hafi tíðkast, hvað þýðir það?   Ekki einkavæðing en einkarekstur???  Við höfum upplifað stöðugt hærri gjöld seinustu tvo áratugi.  Að vera veikur, alvarlega veikur, kostar hundruðir þúsunda.  Heimsókn til sérfræðings kostar 5-10000 krónur heimsóknin. Hægt og sígandi verður allt dýrara, er þetta að ríkið eigi að fjármagna heilbrigðisþjónustu? Lægst launaðasta fólkið hefur ekki efni á því að fara til læknis. Hefur ekki efni á menningu.  Hefur ekki efni á velferð og tómstundum.

Stjórnmálamenn efri millistéttar skilja ekki þessi vandamál.  Á meðan heldur áfram hrun og sundurtæting vinstri vængsins.  Og pólitískir drjólar eiga æ meiri aðgang að skoðunum landans.  Við fáum æ fleiri Vigdísar og Sveinbjargar og Guðfinnur og Sigmunda til að gleðja okkur.    

Hvað er til ráða?