Það er skrýtið að stórsvindlarar skatts eigi að geta keypt sig út úr glæpum sínum.
Þetta eru sæmilegar upphæðir en þetta er glæpur, sekt fyrir smáupphæðafólk, fangelsi fyrir stjórþjófa.
Þetta er svona einfalt. Engar breytingar á lögum um það.
Og Bjarni hefður beðið alvarlegan hnekki sem leiðtogi. Sigmundur lætur ekkert heyra í sér.
Skattarannsóknastjóri skákaði þeim með einföldu svari við árásum ráðherra á hana:
Hún segir að sér hafi verið brugðið við yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins.
Hún er meiri maður og drengur góður eins og sagt var forðum.
„Sú ríkisstjórn sem nú situr ætlar ekki að gefa nein grið þeim sem ekki
taka þátt í samfélagslegum skyldum sínum með því að borga skatta.“ segir Bjarninn í dag, það er holur hljómur í þessu eins og húrrahrópum fyrir Davíð í Valhöll.
En ætli vandinn verði ekki nótulaus viðskipti? Debet og Kredit verða að vera í lagi! Hver á að skipta um kennitölu?
Hver ætli afhendi féð? Ráðherrann í eigin persónu? Kannski Gísli Freyr?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli