fimmtudagur, 12. febrúar 2015

Glæpur og refsing

Það er sorglegt að menn lenda í fangelsi, það bætir fáa, en glæpir þeirra eru miklir, þeir sem voru leiðandi að setja heilt samfélag á hliðina. Þess vegna er ég ansi feginn að þeir fengu sína refsingu.Hæstiréttur orðar þetta vel í þetta skipti. 





„Þessi brot voru stór­um al­var­legri en nokk­ur dæmi verða fund­in um í ís­lenskri dóma­fram­kvæmd varðandi efna­hags­brot.  Kjarn­inn í hátt­semi ákærðu fólst í þeim brot­um, sem III. kafli ákær­unn­ar snýr að, en þau voru þaul­skipu­lögð, drýgð af ein­beitt­um ásetn­ingi og ein­dæma ófyr­ir­leitni og skeyt­ing­ar­leysi. Öll voru brot­in fram­in í sam­verknaði og beind­ust að mik­il­væg­um hags­mun­um,“ seg­ir orðrétt dómn­um.

Mér er ekki illa við þessa menn, þeir æddu áfram í sporum tíðarandans, alltaf var ástæða til að ganga spori lengra, sum svör þeirra fyrir dómi sýndu lítin siðferðilegan þroska, algjöran vanþroska.  Því eru þeir dæmdir núna.  Fjölskylda og ættingjar eru harmi slegin.  En dómurinn er réttlátur í þetta skipti. 


Það hefði verið voðalegt ef dómurinn hefði fallið á annan veg. Við þurfum ekki að velta þessu meira fyrir okkur.  Dómur hefur verið kveðinn upp.

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli