mánudagur, 18. nóvember 2013

Frábær Carmen í Hörpu

Sá Carmen á laugardalskvöld, gaman að upplifa þessa dásamlegu óperu í troðfullri Hörpu, þar sem saman koma óperuaðdáendur og venjulegir menningargestir sem sjá eða hlusta sjaldan á óperutónlist.  Því báðir þessir hópar voru til staðar þetta kvöld.  Það heyrðir maður af umræðum.  Og sýningin var vel heppnuð, spennandi, ótrúlegt hvað hægt er að gera við svið sem býður ekki upp á nema fábreytta möguleika.

Hljómsveitin og kórin voru frábær, hreyfingar um svið og sal juku fjölbreytni, stundum hefði mátt vera minni hreyfing eins og leikhúsgestum væri ekki treyst bara að hlusta á þesssa frábæru tónlist. Sem er einstök, endalausar melódíur og útsetningarnar, alltaf eitthvað nýtt fyrir eyrað.

Söngvararnir þetta kvöldið voru misjafnir, af þeim stað sem ég sat upp á 2. svölum.  Hanna Dóra var mjög góð, hún réð alveg við sönginn og dramað.  Það má deila um hvað henni tókst að vera þessi kona sem allir þráðu, hún er ekki ein um það af söngkonum, en hún reyndi mikið með hjálp leikstjóra og kóreógrafs.  En að skila þessari dramatík og örlögum þessarar konu, þar var hún í essinu sínuu, hún var svo jafngóð í söngnum allan tímann svo hún fær há einkunna hjá mér. Stundum er rætt um það að einhver sé ekta Carmen, ég veit ekki hvernig kona það á að vera.  Líklega á hún að vera sexý og djörf, og kunna að syngja og dansa um leið.  Ein frægasta Carmen allra tíma var María Callas, hún er engin suðræn dís, grönn og nett jafnvel kuldaleg.  En söngurinn er aðalatriðið og þar var Hanna Dóra Sturludóttir glæsileg. 
 Karlarnir Don José og Escamillo, sem Kobeinn Ketilsson og Kristján Jóhannesson sungu, voru misjafnir, svo heyrðist misjafnlega í þeim.  Kristján söng Blómaaríuna ansi vel og Escamillo heyrðist ekki vel í þegar hann kom fyrst til sögunnar en í seinnihlutanum skilaði hann sínu.  Hallveig Rúnarsdóttir söng afskaplega vel í hlutverki Micalela, hún fékk mesta lofklapp áhorfenda kvöldsins fyrir aríuna í 3. þætti, það var frábærlega vel sungið.  Vinkonur Carmen voru mjög góðar og lifandi, aðrir skiluðu sínu.  

Það er djörf ákvörðun að syngja verkið á íslensku, ég vildi nú frekar heyra þetta á frönskunni.  En kannski gerir þetta mögulegt fyrir Óperuna að keppa við söngleiki um aðsókn, ég veit það ekki.  En maður vandist þessu en einhver sjarmi hverfur.  



Svo ef það er enn hægt að fá miða þá flýtið ykkur, lesendur góðir, þetta er ein skemmtilegasta ópera allra tíma. Enn skilar Íslenska Óperan flottri sýningu.  Takk fyrir mig.