mánudagur, 27. júní 2016

Nýr forseti: Íslensk veröld er svo furðuleg.

Nýr forseti, nýir tímar, ný fjölskylda í húsinu.
Allir vilja vera ánægðir svona á yfirborðinu. En .......
Við heyrðum tóninn í Andra Snæ í gærkvöldi

„Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag. Við vissum ekkert hvernig þetta myndi fara. Við ákváðum að spila heiðarlegan leik og fara út í þetta ævintýri, út í óvissuna. Það hefur verið magnað að hafa ykkur öll með í þessu ferðalagi,“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. Margt hefði hann þó geta gert öðruvísi.

„Við erum stór í Reykjavík. Ég hefði átt að fara í tvær ferðir í þorrablótin út á land. Ég mætti vera kona. Við hefðum mátt fá nokkrar mínútur í sjónvarpi til að sjá hvernig fólk lítur út.“
Andri sagðist jafnframt hafa verið með skýr, falleg og mikilvæg málefni. „Kannski verður þetta málefni sem forsetinn getur tekið upp vegna þess að hann vantar kannski nokkur málefni. En ég ætla nú ekki að byrja á því að stríða honum,“ sagði hann.

Þetta er nú ekki fallegt, biturðin er mikil, fyrirlitning í garð landsbyggðar, upphafning, hann hefur betri og merkari málefni en aðrir.   Þetta var til staðar hjá nokkuð mörgum af fylgismönnum hans á Fésbók. Og þarna sýnir forystusauðurinn það sama.  Það væri nær fyrir 101ingana að spyrja afhverju gekk það ekki betur.  Hvaða sjónvarp fékk hann ekki að líta út?

 Hvers vegna er það bara í 101 plús sem hann fékk verulegt fylgi? Samt fékk Guðni 12 % fleiri atkvæði þar.  En nóg með það. Merkilegt að sjá þá 2 hverfa af sviðinu:  Davíð og Ólaf Ragnar.  Ansi mikil þáttaskil.  Meira að segja Reykvíkingar voru búnir að gleyma þessu geysivinsæla borgarstjóra. 

Guðni sestur á stólinn, Andri, ætli hann fari ekki bara í framboð með Pírötum?  Þeir fylktu sér um hann. Enda málefnin sem hann ræddi um, eiga lantgum meira heima á Alþingi.  Og ætli xD sjái ekki þarna nýtt stórstirni í Höllu? Sjáum hvað setur. 

Svo voru önnur tíðindi, ósympatískasti frambjóðandi Lýðveldisins er enn á ferð! 

Ástþór hefur kært framkvæmd kosninganna


hann hættir ekki.  Mér skilst líka að Útvarp Saga hafi verið með annan kosningaheim þar sem Davíð og Sturla háðu mikla baráttu um titilinn!!  Íslensk veröld er svo furðuleg. Og hringekjan snýst og snýst.  Við hrópum áfram Ísland ........