miðvikudagur, 15. júlí 2015

Grikkland: Bankar skipta meira máli en fólk.

Mér er hugleikin þessa dagana, niðurstaða samninganna við Grikkland (sem eru kannski ekki enn frágengnir). 

Hnefahöggið sem Þjóðverjar veittu smáþjóð í Suður Evrópu á eftir að hafa í för með sér breyttar áherslur margra gagnvart ESB.  Nú kemur í ljós að það eru hinir stóru og sterku
peningaþursar sem ráða förinni og ætla að gera það.  Bankar skipta meira máli en fólk. 

 Hér eru tvær greinar, ólíkar um margt, önnur analýsa frá Stratfor Global Intelligence.  Hin skoðun frá Guardian um viðbrögð vinstri manna sem vildu aðrar áherslur en ráðamenn í Berlín og Brussel.  

Það var augljóst þegar fátækar þjóðir voru teknar inn í ESB að ýmislegt gæti gerst. Við höfum séð fátt af því hér heima á Íslandi í fréttum.   Mikil barátta hefur víða farið fram gegn spillingu og enn lifir spillingin víða.  En með Grikklandssamningunum hefur ýmislegt komið í ljós sem var okkur hulið.

Svo ýmislegt verður endurskoðað og hugsað upp á nýtt.