sunnudagur, 15. maí 2016

Bjarni Ben: Silkihanskar,vanhæfi og vantraust

Það er furðulegt hve það ríkir mikil þögn um aðkomu Bjarna Benediktssonar að aflandsfélögum og viðskiptalífinu fyrir Hrun.  Orðið sem kemur upp í huga manns er vanhæfi og vantraust. 
Stundin fjallar um þetta í seinast tölublaði. Þar er sérstaklega áhugaverð aðkoma Bjarna að aflandsfélögum föður hans og einkahlutafélögum, þar sem hann sat í fjölda stjórna fyrir föður sinn.  


Sérfræðingum í stjórnsýslurétti, sem Stundin ræddi við þegar fjallað var um málið í apríl, ber saman um að aðkoma fjármálaráðherra að málinu kunni að hafa verið á gráu svæði með tilliti til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi. Þá hefur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands, fullyrt að aðkoma Bjarna hafi verið afar óheppileg og eðlilegra hefði verið að hann segði sig frá málinu í ljósi viðskiptafortíðar sinnar. (Stundin bls. 23.)

Hvers vegna er tiplað á tánum umhverfis Bjarna?  Af hverju er þetta á gráu svæði.  Er hann ekki algjörlega vanhæfur? Í umfjöllun Stundarinnar bls. 20 - 23 kemur skýrt fram náið samband þeirra feðga,  Bjarni hlýtur sem formaður og
stjórnarmaður og fulltrúi föður síns að hafa mikla ábyrgð.  
Ekki nóg með það heldur voru afskrifaðar 120 milljarðar eftir Hrunið af eignum Benedikts.  

Það er skrítið hve mjúkum silkihönskum Kolkrabbinn, en Engeyjarættin var lengst af fremsti fulltrúi hnas,  hefur verið tekinn.  Það er merkilegt að maður sem hefur setið sem formaður og stjórnarmaður í félögum  sem hafa verið afskrifaðar um 100 milljarða geti orðið fjármálaráðherra og hafi traust samfélagsins til þess.
Ég held að það myndir hvergi gerast á Vesturlöndum  nema á Íslandi.