Mikið er gaman að kvennahandboltanum í dag. Það er unun og spenna að horfa á konurnar á Heimsmeistaramótinu. Ekki er ánægjan minni að við eigum hlut að máli. Þórir Hergeirsson okkar maður í Noregi er magnaður sem þjálfari á sinn rólega hátt.
Ég er búinn að sjá Norðmenn, Dani, Rúmena, Serba, Rússa, Svartfellinga og Svía á þessu móti. Það eru svo mörg góð lið. Rúmenar hafa verið einstakir á þessu móti, nýtt stórlið. Leikur þeirra í gær við Norðmenn var magnaður. Harkan er stundum of mikil, eins og í leik Norðmanna og Svartfellinga.
Kvennahandboltinn mun skemmtilegri en karla...... ég sver það.
Ég er búinn að sjá Norðmenn, Dani, Rúmena, Serba, Rússa, Svartfellinga og Svía á þessu móti. Það eru svo mörg góð lið. Rúmenar hafa verið einstakir á þessu móti, nýtt stórlið. Leikur þeirra í gær við Norðmenn var magnaður. Harkan er stundum of mikil, eins og í leik Norðmanna og Svartfellinga.
Kvennahandboltinn mun skemmtilegri en karla...... ég sver það.