fimmtudagur, 31. desember 2015

Skýring á flóttamannastraumnum

Í Information i dag er útskýrt hvers vegna straumur flóttamannna jókst svo mikið á þessu ári. 
Höfuðskýringin er niðurskurður í flóttamannastyrk Sameinuðu þjóðanna í nágrannalöndum Sýrlands. Sem gerir það að verkum að fólk gat ekki brauðfætt sig lengur. Það fékk 34 dollara áður í styrk, nú fór hann  langt undir 20 dollara, en var hækkaður smávegis nema í Jórdaníu.  Sem nægir ekki fyrir mat og læknishjálp. Svo má fólk ekki vinna í Jórdaníu og Líbanon.   Þess
vegna fór fólk á hreyfingu, og það veit að það fær langtum betri meðferð í Evrópusambandslöndum.  Stór hluti barna fær ekki skólagöngu í nærlöndunum. Aukning verður aftur með vorinu nema breyting verði á.  Margir hafa snúið aftur til stríðshrjáðs Sýrlands ef þeir hafa að einhverju að hverfa. Að hírast í þröngum flóttamannabúðum er ekki mannsæmandi til lengdar.  Niðurlægingin verður algjör. Eins og dæmin sanna.

Svo eru það fá lönd sem fá bylgju yfir sig. Öfgastjórnir hafa tekið yfir í Ungverjalandi og Póllandi. Svo spurningin er hvort landamæri og girðingar verði höfuðmálið næstu árin. Nema vitræn lausn fáist í stríðum MiðAusturlanda. Sem er stóra málið.  Svo eigum við að taka við hópi, vonandi gengur það vel.  Ekki eitt stjórnarfíaskóið í viðbót.    

Ég óska öllum lesendum, kunningjum og vinum árs og friðar.  Friður er það sem skiptir mestu máli í heiminum í dag.