Auðséð er hvaða málaflokkur mun skipta æ meira máli í pólitískri umræðu á Íslandi.
Það er afstaða til útlendinga, nýbúa, flóttamanna og annarra trúarbragða en Kristni. Þrátt fyrir hversu fáránleg sú umræða hefur verið hér seinasta árið og hversu heimskulegir fulltrúar
öfgaskoðana hafa verið. En auðséð er að það er engin tilviljun að hugmyndir af þessu tæi komu fram og voru mataðar frá æðstu valdamönnum Framsóknarflokksins. Þar á ég við afstöðuna til Moskubyggingar í Reykjavík. Flokkur sem átti í vanda og ófyrirleitnir aðilar fengu hugmynd.
Lítill vafi er á því að þetta er bara byrjunin. Það sem er sérstakt hjá okkur að það er einn af hinum gömlu rótgrónu flokkum sem tekur þetta mál upp, og nota dylgjur og óljósar yfirlýsingar í staðinn fyrir að koma þá hreint til dyra eins og flokkar í öðrum löndum hafa gert. Enda hafa það oft verið nýir flokkar sem byrjað hafa sem einsmálefnisflokkar sem hafa tekið til sín þetta málefni þegar þeir hafa skynjað undiröldu og óánægju með þróun mála. Þar sem fólk hefur ekki fengið upplýsingar um hversu erlent vinnuafl skilar miklu í þjóðarbúið á hverjum tíma. Bara hvað flóttamenn og nýbúar taka til sín, enda allt gert samkvæmt reglum Evrópulanda eða ESB.
Smáfundur leiðir til orðaskaks og líflátshótana. Eflaust til mikils útblásturz á Útvarpi Sögu og heitinga. Í Sjálfstæðisflokknum hefur kraumað rasismi hjá fyrirferðamiklum einstaklingum með lítil völd. Jafnvel fyrrverandi valdamenn skrifa texta sem sýnir fordóma og vankunáttu samanborið sem Björn Bjarnason lætur hafa eftir sér á bloggi sínu:
Hitt er annað mál hvort sanngjarnt sé að skella skuldinni á aðra í
þessu efni. Í því einu felst leið til einangrunar að velja sér samstað
meðal fólks með allt aðra lífskoðun og trúarbrögð en maður sjálfur,
neita að laga sig að samfélagi þess fólks og krefjast þess að þeir sem
fyrir eru breyti siðum sínum.
Mér finnst í þessum orðum felast lítill skilningur á þróun heimsins seinustu áratugi. Furðulegt
að þetta komi frá fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins. Lítill skilningur á því hvers vegna fólk frá öðrum heimshlutum berst upp á okkar strandir, og hvaða harmsaga er þar á bak við. Það er sorglegt að snúa umræðunni upp í frasa sem þessa: velur sér samstað, neita að laga sig að samfélagi þess fólks, krefjast þess að þeir sem fyrir eru breyti siðum sínum. Því miður á Björn marga skoðanabræður og systur. Mörg mynda sér skoðanir sínar út frá fjölmiðlaumræðu og æsingi meðal vina og kunningja í skoðanaskiptum. En einhvern veginn ætlast maður til að þeir sem sem hafa alla burði til að ná sér í þekkingu og taka þátt í menntaðri umræðu láti ekki hafa eftir sér svona einföldun. Ekki skil ég tilganginn nema að það sé spurningin um draum að hala inn atkvæði í næstu kosningum út frá þessum málaflokki.
Ekki veit ég það né skil.