þriðjudagur, 29. október 2013

Obama: Vonin sem brást

Það er sorglegt að sjá hvernig von heimsins fór.  Hinn ungi, vel máli farni, glæsilegi karl.  Sem fékk Friðarverðlaun Nóbels svona fyrirfram áður en hann var búinn að sýna nokkuð.  Nú situr hann einn í húsinu hvíta.  Fáir vilja tala við hann af einlægni eða búast við að hann tali satt.  Þessi fulltrúi Heimsveldisins í vestri er rúinn traust eftir að hafa orðið vís að því að leggja blessun sína yfir njósnir á 35 þjóðhöfðingum og forsætisráðherrum. Notaði til þess meira að segja sendiráð stödd í smáfjarlægð frá Þinghúsum þar sem öflugust tæki heims hlustuðu á FARSÍMA þjóðhöfðinganna.  Ætli íslensk yfirvöld hafi orðið þeirrar náðar aðnjótandi að komast í þennan hóp????

Það er furðulegt að sjá fjölmiðla í Evrópu, jafnvel þýska íhaldssama pressu, sem á ekki orð yfir vininum í Vestri.   Arthúr Björgin fjallar um þetta í Speglinum í gær og ég gluggaði í Welt am Sonntag í fyrradag og Welt í morgun.  Í morgun er Höfuðgrein blaðsins eftir Thomas Straubhaar, virtan prófessor sem dvelur nú í Washington við rannsóknir, þar  sem Bandaríkjamönnum er líkt við einræðisríkin í austri, ummæli Leníns eru rifjup upp: "Vertrauen ist gut, Kontrolle ist besser"  Trúnaður er góður,Eftirlit er betra.  Minnt er á allsherjar stýringuna í Austur Þýskalandi þar sem ekki tókst að stjórna þjóðinni þrátt fyrir allt eftirlitið og njósnirnar eða koma í veg fyrir hrunið 1989.   Og hann endar greinina : 
Dass nun 25 Jahre nach dem Kalten Krieg ausgerechnet die USA der Illusion des "Big Brothers" verfallen und glauben, dass eine totale Kontrolle der Privatsphäre zu rechtfertigen ist, ist ein Aufreger. Denn damit werden die USA den Prinzipien einer liberalen, offenen Gesellschaft untreu.  "Að Bandaríkin 25 árum eftir lok Kalda stríðsins trúi og ímyndi sér að algjört Eftirlit Einkasviðsins sé hægt að réttlæta er hneyksli."  Með þessu eru Bandaríkin  fallin frá Grundvallarhugmyndunum um frjálst, opið samfélag.  

Á seinni hluta valdatímabils síns stendur Barack Obama aleinn, hann treystir engum, allt þarf að hlera,  hann sendir Dróna í allar áttir, enn er hann ekki búinn að loka Guantanama fangabúðunum, hann situr í Hvíta húsinu og les tölvupósta þýska kanslarans. Hann hefur ekki getað stýrt því að leysa hin raunverulegu vandamál sem komu Kreppunni af stað.  Það er auðhyggjan sem stýrir, hinir ríku verða ríkari, hinir fátæku fátækari.  Á tímum vonarinnar sem brást. Fari hann vel.