miðvikudagur, 9. desember 2015

Sigurður Einarsson: Skák og mát

Sigurður Einarsson sviptur orðu og æru, og þó ekki . Ætli hann megi bera hana heima við. Eða verður hún bara lokuð oní skúffu.  Stórfrétt Agnesar Braga. Stórmeistarinn framkvæmir verknaðinn. Takið eftir orðalaginu :  Guðni sagði að for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hefði svipt Sig­urða rétt­in­um til þess að bera orðuna fyr­ir nokkr­um vik­um. Þetta er að mati forsetaembættis ekki frétt fyrir nokkrum vikum.  Stórmeistarinn er oft duglegri að segja frá verkum sínum á forseti.is. Nú vantar bara eitt:  Afsökunarbeiðni, þið vitið frá hverjum.  Við fáum hana kannski í ármamótaávarpi Stórmeistarans? Skák og mát. 


Var svipt­ur rétti til að bera fálka­orðuna

Ólafur Ragnar hefur svipt Sigurði Einarssyni rétti til þess að bera fálkaorðuna. stækka Ólaf­ur Ragn­ar hef­ur svipt Sig­urði Ein­ars­syni rétti til þess að bera fálka­orðuna. mbl.is
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hef­ur svipt Sig­urð Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formann Kaupþings, rétti til þess að bera fálka­orðuna, sem for­set­inn sæmdi Sig­urð hinn 1. janú­ar 2007.
Þetta gerði for­set­inn á grund­velli 13. grein­ar for­seta­bréfs um hina ís­lensku fálka­orðu frá 31. des­em­ber 2005. Grein­in er svohljóðandi: „Stór­meist­ari get­ur, að ráði orðunefnd­ar, svipt hvern þann, sem hlotið hef­ur orðuna en síðar gerst sek­ur um mis­ferli, rétti til að bera hana.“
Þetta kem­ur fram á heimasíðu for­seta Íslands.

Fyr­ir for­ystu í út­rás

Sig­urður var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar „fyr­ir for­ystu í út­rás ís­lenskr­ar fjár­mála­starf­semi“ eins og seg­ir í um­sögn á vef Stjórn­artíðinda.
Sigurður Einarsson var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í febrúar. Sig­urður Ein­ars­son var dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi í fe­brú­ar. mbl.is/Þ​órður
Frá því að Sig­urður Ein­ars­son hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm í fe­brú­ar sl., sem hann afplán­ar nú á Kvía­bryggju, hef­ur það verið um­deilt að Sig­urður hefði yfir ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar að ráða. Guðni Ágústs­son, formaður orðunefnd­ar, sagði í fjöl­miðlum í fe­brú­ar sl. að orðunefnd væri skylt að fara yfir mál Sig­urðar.
„Eft­ir að við höfðum kynnt okk­ur hvernig með mál sem þetta er farið á Norður­lönd­um, kom­umst við í orðunefnd að þeirri niður­stöðu að við vild­um svipta Sig­urð rétt­in­um til þess að bera orðuna og lögðum til við for­seta Íslands að hann svipti hann rétt­in­um til þess að bera hana,“ sagði Guðni í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

For­seti Íslands er stór­meist­ari

Guðni sagði að for­seti Íslands, sem er stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hefði svipt Sig­urða rétt­in­um til þess að bera orðuna fyr­ir nokkr­um vik­um.
Guðni var spurður hvort þetta væri end­an­leg ákvörðun, eða hvort Sig­urður gæti síðar meir borið orðuna á nýj­an leik: „Ég tel að þetta þýði það að Sig­urður hafi end­an­lega verið svipt­ur orðunni og geti ekki borið hana á ný,“ sagði Guðni Ágústs­son, formaður orðunefnd­ar.