Sigurður Einarsson sviptur orðu og æru, og þó ekki . Ætli hann megi bera hana heima við. Eða verður hún bara lokuð oní skúffu. Stórfrétt Agnesar Braga. Stórmeistarinn framkvæmir verknaðinn. Takið eftir orðalaginu : Guðni sagði að forseti Íslands, sem er stórmeistari
íslensku fálkaorðunnar, hefði svipt Sigurða réttinum til þess að
bera orðuna fyrir nokkrum vikum. Þetta er að mati forsetaembættis ekki frétt fyrir nokkrum vikum. Stórmeistarinn er oft duglegri að segja frá verkum sínum á forseti.is. Nú vantar bara eitt: Afsökunarbeiðni, þið vitið frá hverjum. Við fáum hana kannski í ármamótaávarpi Stórmeistarans? Skák og mát.
Var sviptur rétti til að bera fálkaorðuna
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem er
stórmeistari íslensku fálkaorðunnar, hefur svipt Sigurð
Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, rétti til þess
að bera fálkaorðuna, sem forsetinn sæmdi Sigurð hinn 1. janúar
2007.
Þetta gerði forsetinn á grundvelli 13. greinar forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Greinin er svohljóðandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“
Þetta kemur fram á heimasíðu forseta Íslands.
Frá því að Sigurður Einarsson hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í febrúar sl., sem hann afplánar nú á Kvíabryggju, hefur það verið umdeilt að Sigurður hefði yfir riddarakrossi fálkaorðunnar að ráða. Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar, sagði í fjölmiðlum í febrúar sl. að orðunefnd væri skylt að fara yfir mál Sigurðar.
„Eftir að við höfðum kynnt okkur hvernig með mál sem þetta er farið á Norðurlöndum, komumst við í orðunefnd að þeirri niðurstöðu að við vildum svipta Sigurð réttinum til þess að bera orðuna og lögðum til við forseta Íslands að hann svipti hann réttinum til þess að bera hana,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið í gær.
Guðni var spurður hvort þetta væri endanleg ákvörðun, eða hvort Sigurður gæti síðar meir borið orðuna á nýjan leik: „Ég tel að þetta þýði það að Sigurður hafi endanlega verið sviptur orðunni og geti ekki borið hana á ný,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar.
Þetta gerði forsetinn á grundvelli 13. greinar forsetabréfs um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Greinin er svohljóðandi: „Stórmeistari getur, að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“
Þetta kemur fram á heimasíðu forseta Íslands.
Fyrir forystu í útrás
Sigurður var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar „fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi“ eins og segir í umsögn á vef Stjórnartíðinda.Frá því að Sigurður Einarsson hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í febrúar sl., sem hann afplánar nú á Kvíabryggju, hefur það verið umdeilt að Sigurður hefði yfir riddarakrossi fálkaorðunnar að ráða. Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar, sagði í fjölmiðlum í febrúar sl. að orðunefnd væri skylt að fara yfir mál Sigurðar.
„Eftir að við höfðum kynnt okkur hvernig með mál sem þetta er farið á Norðurlöndum, komumst við í orðunefnd að þeirri niðurstöðu að við vildum svipta Sigurð réttinum til þess að bera orðuna og lögðum til við forseta Íslands að hann svipti hann réttinum til þess að bera hana,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið í gær.
Forseti Íslands er stórmeistari
Guðni sagði að forseti Íslands, sem er stórmeistari íslensku fálkaorðunnar, hefði svipt Sigurða réttinum til þess að bera orðuna fyrir nokkrum vikum.Guðni var spurður hvort þetta væri endanleg ákvörðun, eða hvort Sigurður gæti síðar meir borið orðuna á nýjan leik: „Ég tel að þetta þýði það að Sigurður hafi endanlega verið sviptur orðunni og geti ekki borið hana á ný,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli