Hlutabréf Sigmundar Davíðs. Frá RME.
Hlutabréf Sigmundar Davíðs. Frá RME.
Þau voru ekki gift á þeim tíma sem félagið var stofn­að, en hafa gefið þær skýr­ingar að þau hafi verið með sam­eig­in­legan fjár­hag og ekki hugsað út í það að þau hafi bæði verið skráð fyrir félag­inu. Það hafi alltaf verið ljóst að eign­irnar væru Önnu. Það hafi svo verið þegar þau ákváðu að gifta sig sem þau hafi þurft að fara yfir ýmis mál og á sama tíma hafi þau skipt um umsýslu­fyr­ir­tæki. Hið nýja hafi bent þeim á að þau væru bæði eig­endur félags­ins. Þetta var árið 2009, og á gaml­árs­dag, dag­inn áður en ný lög­gjöf tók gildi á Íslandi, seldi Sig­mundur Davíð Önnu Sig­ur­laugu sinn hlut á einn dal, eins og sjá má hér að neð­an.
Kaupsamningur milli Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Mynd frá RME.
Kaupsamningur milli Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Mynd frá RME.

3. Er Tortóla skatta­skjól? 

Lág­skatta­svæði sam­kvæmt fjár­mála­ráðu­neyt­inu er: „Ríki eða lög­sagn­ar­um­dæmi telst vera lág­skatta­ríki þegar tekju­skattur af hagn­aði félags, sjóðs eða stofn­un­ar, sem um ræð­ir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekju­skatti sem hefði verið lagður á félag­ið, sjóð­inn eða stofn­un­ina hefði hún verið heim­il­is­föst á Ísland­i.“
Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar eru lág­skatta­svæði sam­kvæmt lista ráðu­neyt­is­ins, og sá listi byggir á lista OECD.
Helstu ein­kenni skatta­skjóla sam­kvæmt OECD eru:
  1. Eng­inn eða mjög lágur tekju­skattur
  2. Skortur á skil­virkum upp­lýs­inga­skiptum
  3. Skortur á gagn­sæi
  4. Engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram
Skatta­skjól gegna þrí­þættu hlut­verki, sam­kvæmt OECD: í fyrsta lagi eru þau aðsetur fyrir svokölluð skúffu­fyr­ir­tæki, það er engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram heldur er þar ein­göngu póst­fang, í öðru lagi útvega þau mögu­leika á að skrá og færa bók­hald eftir smekk við­kom­andi, en ekki við­ur­kenndum bók­halds­regl­um, og síð­ast en ekki síst koma þau í veg fyrir að skatt­yf­ir­völd geti rann­sakað banka­reikn­inga við­kom­andi.Upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur á milli Íslands og Bresku Jóm­frúreyj­anna, var gerður þann 18. maí árið 2009, en sam­kvæmt þessum lista utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur hann ekki verið full­gilt­ur. Hann tók þó gildi sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­indum
htt­p://www.­stjorn­ar­ti­dind­i.is/A­dvert.aspx?ID=9033eee0-e505-4358-81ce-defe2e41198d
árið 2011. Tví­skött­un­ar­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar er líka í gildi, en hann er með tak­mörk­uðu umfangi. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar er Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, sem sagði til að mynda fyrir tveimur árum að erfitt væri að fá upp­lýs­ingar um skatta­skjól því ýmsar banka- og fjár­hags­upp­lýs­ingar lægju ekki fyr­ir. Hún nefndi sér­stak­lega Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar í því sam­hengi. Upp­lýs­ing­arnar séu ekki aðeins erfitt að sækja eða nálgast, þær séu ein­fald­lega ekki til stað­ar.

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Ástæða þess að verið er að kjósa snemma eru Panama­skjöl­in, og stærsta málið þar er Wintris-­mál Sig­mundar Dav­íðs. Skjöl sýna fram á að Sig­mundur Davíð átti Wintris og seldi sinn hlut í lok árs 2009, og Tortóla er skil­greint sem skatta­skjól, hvað sem líður skatt­greiðsl­um. Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að sam­an­dregið séu þessar þrjár full­yrð­ingar hauga­lyg­i.

Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­­­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu hana á sta­d­­reynda­vakt­in@kjarn­inn.­­­is.
*Þessi stað­reynda­vakt hefur verið upp­færð með upp­lýs­ingum um að upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar tók gildi árið 2011 sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­ind­um.