Þjóðin fagnar þegar Davíð kemur til dyranna. Með kaffifantinn í hendinni. Eða er þetta hann? Það er skrítið að fyrrverandi Seðlabankastjóri skuli þurfa að svara ákalli þjóðarinnar nafnlaust. Og ráðast á samstarfsmann sinn til áratuga og neita að taka ábyrgð á sínum eigin gjörðum. Það var ríkisstjórnin hrópar hann út í ofsaveðrið. Hann veifar bláu hendinni og
flokksfélagarnir fagna. Veifa fána nýfrjálshyggjunnar þegar hún er búin að rústa þjóðarbúinu. Og öll umræðan fer á hærra plan!
Þegar Alþingi leitaði eftir samtalinu fræga þá kom svar sem er nú ansi holtaþokulegt frá Seðlabankanum 2013:
„að ræða aðgerð af hálfu Seðlabankans, sem hvorki nú né þegar atvik
gerðust, er háð samráði við ráðherra, þó svo að slíkt geti í
einhverjum tilvikum talist eðlilegt að sé gert.“
Það er nú hægt að túlka þetta á ýmsa vegu. En samt býr að baki að ábyrgðin og ábyrgðin ein er Seðlabankans. Og ef Seðlabankinn hefur farið eftir skipun ríkisstjórnarinnar, þá er spurningin hvort ekki eigi að höfða málsókn og skaðabótamál gegn bankastjórunum þremur.
Orðspor fyrrum forsætisráðherra verður alltaf dapurlegra með hverju árinu sem líður. Það breytist svo sem ekkert með yfirlýsingu Davíðs (ekki Davíð?). Og hver er nú þessi Davíð?
„Þetta samtal, það er búið að vera að magna það upp. Ómerkilegir
stjórnmálamenn sem hafa verið að reyna að gera það að einhverju
aðalatriði. Þetta samtal var tekið upp, reyndar ekki með minni vitund.
Ég vil ekki birta það því ég tel að það eigi ekki að hlera eða taka upp
samtöl við
forsætisráðherrann við svona aðstæður. Þá geta menn bara
komið seinna og reynt að koma á menn höggi vegna þess,“ sagði Geir H.
Haarde í þættinum aðspurður um hljóðupptökuna.
Já, lesendur góðir, ómerkilegir stjórnmálamenn. Það er gaman að virða fyrir sér framgöngu merkilegra stjórnmálamanna. Það lyftir andanum.