miðvikudagur, 27. maí 2015

Svikalogn: Tími á nýjar kosningar

Mér datt í hug orðið svikalogn, en sá svo þegar ég fletti upp í netinu að ég var ekki sá fyrsti, fleirum hafði dottið það í hug: 

Stjórnarandstaðan fagnaði ákvörðun Einars Kristins en hefur þó varann á sér. Þannig segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni að hún vonist til að ekki sé um svikalogn að ræða.

Já, Einar þingforseti lagði til hliðar Ramma áætlunina, í bili, en svo er spurningin hvort Ofurvirkjarar sætti sig við það til eilífðar.  Við verðum að virkja til að skaffa vinnu, segja þeir, þá gleymast alltí einu verðbólguáhrif liðinna virkjana.  Þá gleymast gjafasamningar liðinna ár.   Þar sem ódýrara virkjanarafmagn fæst í stóriðju á Íslandi en í Afríkulöndum, þar sem laun eru mörgum sinnum lægri.    

Svo er það makríllinn, 39000 skora á forsetann.  Við bíðum eftir að heyra í honum, blessuninni! Ætli hann sé lagstur undir feld?

En svo kom skoðanakönnunin nýja:  xB sekkur og sekkur, er ekki kominn  tími á nýjar kosningar.  Nýjan þingforseta, nýja ráðherra, nýja hugsun???