þriðjudagur, 11. nóvember 2014

Skuldaleiðréttingin. Hið raunverulega og það óásættanlega

Nú er byrjuð umræðan um það sem raunverulega var lofað eða ekki. Það sem var óásættanlegt eða ekki. 

Fátt kemur á óvart í yfirlýsingum frá því í dag.  Upphæðin greidd af skattfé almennings. 20
milljarðar sem allt í einu dúkkuðu upp. Sem lenda þarna í staðinn fyrir uppbyggingu heilbrigðis og skólakerfis. Ekkert sótt í vasa "óvinanna". 

Almennar aðgerðir til að leiðrétta óréttlætið. Stórir hópar sem verða útundan búa líklega ekki við óréttlæti. 

Framsóknarflokkurinn hoppar upp í loft með formanninn í farabroddi,  300, 250 milljarðar sem breyttust í 100 -120 milljarða. En gerðu þeir ekki það sem þeir gátu?  En það gleymist að hærri upphæð var notuð af seinustu ríkisstjórninni í ýmsar aðgerðir(sjá Kjarninn í gær, mánudag). 

Gagnrýni og eðlilegar spurningar fréttamanns verða alltaf árásir og útúrsnúningur.  Forsætisráðherrann sem er svo ískyggilega líkur Mondradt, stjórnmálamanninum í 1864. Vonandi verða hlutskipti þeirra ekki eins......

Hlustið á viðtalið við Friðrik Má hagfræðing í Speglinum í gær.  

En það eru of margar spurningar eftir.  Hvað fær Sjálfstæðisflokkurinn í staðinn?  Eða er hann búinn að bugta sig fyrir Framsókn.  Eitthvað fá þeir í staðinn grunar mig.  Eitthvað óhugnanlegt.  Ekki uppbyggingu velferðarkerfis.  

Eða hvað heldur þú lesandi góður.