laugardagur, 5. apríl 2014

Megas og Þórður: Tónleikar ársins Sút flaug í brjóstið inn.

Ég meina það það verða ekki betri tónleikar þetta árið. Fimmtudagskvöldið 3.apríl, í
Grafarvogskirkju. 
Við heyrum ekki tilfinningaríkari söng en í nokkrum sálmum séra Hallgríms hjá Séra Megasi. Hann söng ekki alltaf vel en stundum himneskt.   Og Magga Stína bætti svo við plússi. hún er sannur Jesús.  Og einstakur Meyjakór.  Við upplifðum lostafulla trúarstemmningu. 
Útsetningarnar voru svo fjölbreytilegar.  Spilaðar af úrvali hljóðfæraleikara. Þeim beztu. Og dásamlegri hrynsveit. 
Salurinn elskaði þessa snilld. Farið var yfir allt svið dægurlaga: rokk, popp, valsar, soul, jazz, sveifla, ballöður, blús, allt með kunnáttu fagmannsins Þórðar Magnússonar.  Ég held að annað eins hafi ekki veið gert hérlendis.   Það geta einhverjir sagt að ég sé ekki hlutlaus.  En ég veit hvað ég syng.   Og margir áheyrendur táruðust, höfug tár runnu niður kinnar. Stafir féllu í gólfið.   

Lífið er oft yndislegt.  Þrátt fyrir óáran og ríkisstjórn.  Hugsið ykkur þennan meistaratexta: 

Pétur með bljúgu bragði 
bráðlega sagði nei, 
sór sig og sárt við lagði, 
svoddan mann þekkti hann ei. 
Glöggt þegar gerðist þetta, 
gól haninn annað sinn. 
Síst mátti sorgum létta. 

Sút flaug í brjóstið inn.