Það er ýmislegt sem á eftir að ganga á í heimi viðskipta og alþjóðavæðingar. Þeir sem héldu að Trump yrði einhver sauður þegar hann kæmist til valda virðast hafa alrangt fyrir sér. Það er á ótal sviðum sem ýmislegt fer í háaloft. Og byrjar áður en hann er búinn að taka við völdum. Inn og útflutningur á öllum sviðum, viðskiptabandalög, hernaðarbandalög, afvopnunarsamningar, umhverfis og loftslagssamningar.
Það kemur öllum jarðarbúum við hvað gerist í Bandaríkjum. Þau hafa svo gífurleg áhrif. Sama má segja um önnur stórveldi. Ef á að hverfa aftur til verndartollavinnubragða (eins og sumir vilja á Íslandi) þá á eftir að braka og bresta og alveg óljóst hverjir verða sigurvegarar úr því.
Það er ótrúlegt að upplifa það að það sé til fólk sem trúir ekki á kenningar um breytingar á loftslagi og gróðurhúsaáhrifin. Þeir sem ekki sáu sjónvarpsmyndina um Vatnajökul á sunnudag ættu að drífa í því. Það er mikið starf sem vísindamenna okkar vinna og það var gaman að heyra skoðanir þeirra. Þeir ættu að láta heyra meira í sér á opinberum vettvangi.
Það var grátbroslegt að sjá viðbrögð utanríkisráðherra við kviksögum um fund Trumps og Pútíns á Íslandi. Ég vona að sá fundur verði aldrei. Það væri eftir öðru að íslensk stjórnvöld létu draga sig inn í þann sirkus. Það er ansi mikill munur á heimi Reagans Gorbatsjefs og fáráðsveröld Trumps og Pútíns.
Það kemur öllum jarðarbúum við hvað gerist í Bandaríkjum. Þau hafa svo gífurleg áhrif. Sama má segja um önnur stórveldi. Ef á að hverfa aftur til verndartollavinnubragða (eins og sumir vilja á Íslandi) þá á eftir að braka og bresta og alveg óljóst hverjir verða sigurvegarar úr því.
Það er ótrúlegt að upplifa það að það sé til fólk sem trúir ekki á kenningar um breytingar á loftslagi og gróðurhúsaáhrifin. Þeir sem ekki sáu sjónvarpsmyndina um Vatnajökul á sunnudag ættu að drífa í því. Það er mikið starf sem vísindamenna okkar vinna og það var gaman að heyra skoðanir þeirra. Þeir ættu að láta heyra meira í sér á opinberum vettvangi.
Það var grátbroslegt að sjá viðbrögð utanríkisráðherra við kviksögum um fund Trumps og Pútíns á Íslandi. Ég vona að sá fundur verði aldrei. Það væri eftir öðru að íslensk stjórnvöld létu draga sig inn í þann sirkus. Það er ansi mikill munur á heimi Reagans Gorbatsjefs og fáráðsveröld Trumps og Pútíns.
Trump boðar 35 prósenta toll á innflutta bíla
Forseti Kína: „Enginn mun vinna viðskiptastríð“
Fjölmiðlafulltrúi Trump segir ekkert hæft í fréttum af Reykjavíkurfundi
Dagur Martins Luther King var í gær hans er minnst í Bandaríkjunum með töluverðum kvíða hvað sé framundan í mannréttindamálum, Trumpisminn er ansi mannfjandsamlegur. |